Áhyggjufullur maður að missa allt sitt spurði mig nokkra spurninga?

Ég sat fyrir svörum hjá manni um daginn sem er að missa allt sitt.  Svar mitt er feitletrað.

Berðu virðingu fyrir stjórnmálamönnum?

Nei.

Hvað finnst þér um forseta Íslands?

Mér finnst ekkert um hann og hann á að segja af sér eftir allt hans útrásardekur.

Hvað finnst þér um Steingrím J Sigfússon?

Hann segir of oft sannleikann og verður öllum hvimleiður.  En í hans sannleika er dauðadómur fyrir íslenska þjóð.  Annars dáist ég hvað hann er knarrreistur en ég og hann siglum ekki á sama skipi.

Hvað finnst þér um Jóhönnu?

  Ég hef alltaf sagt að Jóhanna er góð kona en verkefnið sem hún er að takast á við er henni ofviða og ber henni að viðurkenna vandann strax.

Heldur þú að Ísland fari að rétta úr kútnum á næstu mánuðum?

Nei.  Ekki meðan þessi ríkisstjórn er við völd.  Allar þessar skattahækkanir og væntanlegar boðaðar skatthækkanir munu drepa á hagvaxtarvélinni og allt mun stöðvast að óbreyttu.  Atvinnulífið og launaþrælar þurfa vítamín.  Þessi ríkisstjórn er á villugötum og við sem eigum að kallast með hin svokölluðu breiðubök munum að lokum hætta að taka þátt í þessari vitleysu þar sem við rétt höfðum milli hnífs og skeiðar í góðærinu. Kannski vaknar þessi ríkisstjórn af þyrnirósarsvefninum, hver veit?

Á ég að flýja land?

Nei.  Það eiga allir að berjast til síðasta blóðdropa og beina stjórnvöldum á réttu brautina.  Ef stjórnarfarið verður eins og þessi ríkisstjórn hefur sýnt á síðustu mánuðum þá munu ég og þú vissulega íhuga það að leita að betra lífi annars staðar.

Ert þú bjartsýnn á íslenskt þjóðfélag?

Já.  Ef ríkisstjórnin hlustar á rétta fólkið til upprisu þjóðarinnar og lætur ekki afdala menn eins og Þórólf Matthíhasson (kallaður hagfræðingur ríkisstjórnarinnar og ráðgjafi) fara með þjóðina í glötun eins og Hannes Hólmsteinn Gissurason hugmyndarfrðingur frjálshyggjunar gerði á síðustu mánuðum frjálshyggjustjórnarinnar.

Hvað finnst þér að ætti að gera?

Efla atvinnulífið,lækka skatta, virkja auðlyndir okkar, fá erlenda fjárfesta til landsins svo eitthvað sé nefnt.  Þannig að upprisa þjóðarinnar geti hafist.  Einnig þurfa að koma raunhæfar aðgerðir gagnvart öllum heimilum landsins og verður þá jafnréttisákvæði stjórnarskráinnar að liggja í fyrirrúmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nokkuð til í þessu

Sigurður Þórðarson, 22.9.2009 kl. 05:43

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistil Alli.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.9.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband