Ég hljóp aldrei á vegginn í hlaupinu. Hlaupið krufið

Ég vaknaði klukkan 8 um morguninn þann 25 apríl fullur tilhugunar  til að taka þátt í hálfa maraþoninu sem byrja átti um 10, 30 um morguninn,  Ég byrjaði að gramsa í skápunum og finna eitthvað sætt til að hlaða mig eins miklum kolvetnum og til væru í húsinu.  Fékk mér brauð með sultu og fékk mér orkudrykk með.

Raggi bróður minn og vinur hans komu síðan og tóku mig með og var haldið í elliðardalinn þar sem byrja skyldi hálfmaraþon hlaupið.

Ég hafði einu sinni á æfinni hlaupið eins langt á æfingu og þá hlaupið á vegg eftir 16 km sem er hræðilegt og þarf maður þá að vera mjög skynsamur til að ná sér út úr slíku vítarferli.

Að hlaupinu.

Hlaupið byrjaði klukkan tíu þrjátíu og vorum við bræður búnir að hita vel upp.  Við vorum ákveðnir í að halda saman og reyna ekki mikið á okkur í okkar fyrsta keppnishlaupi,  En það átti eftir að breytast eftir að hafa hlaðið sig kolvetnum alla vikuna.  Við plöntuðum okkur aftarlega meðal 150 hlaupara og byrjuðum rólega.  Veðrið var gott og við ukum tempóið jafnt og þétt.  Við fórum fram úr hverjum hlauðurunum á fætur öðrum enda hlupum við fyrstu km á tempóinu 4,2 -4,7 fyrstu km.  Eftir fyrstu 5 km fór Raggi að fara lengra fram úr mér.  Ég vildi ekki halda áfram á hans hraða og ákvað að halda hraðanum 4,8 - 5,1 per km.  Ég hélt þessum hraða að þrettum km en þá fór að segja til sín hversu hratt ég fór af stað.  Ég sló aðeins meira af og fór á tempóið 5,1 til 5,4 og hélt því á leiðarenda og leið mjög vel á þessu tempói sem ég held að sé tempóið mitt í dag fyrir maraþonhlaupið í ágúst.

Ég er rosalega ánægður með hlaupið og tel ég mig geta hlaupið endalaust á því tempói sem ég held að sé í dag 5,4 per km.  Vona að ég verð kominn í tempóið 4,5 þegar ég tek þátt í maraþominu í ágúst næstkomandi sem þýðir tíma upp á tæpan 3 og hálfan tíma.

Í hálfa maraþoninu var millitími minn eftir 10 km 49,57 sem ég tel í 10 km keppni sé tími minn upp á 45 mínútur í dag.

Ég fann aldrei fyrir vegnum sem ég hef fundið fyrir á æfingum.  Þetta er bara á uppleið og ég verð kominn í frábært form á næsta ári en þess ber að geta ég hef aðeins æft götuhlaup í rúma tvær vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband