Stóra frumvarpið er byrjunin af leiðinni í réttlætis átt.

Ekkert múður!  Breyta kvótakerfinu á réttlátan hátt þannig að maður þurfi ekki að horfa upp á þessi ósköp eins og síðustu 30 árin með óbragð í munni.  Ég tel að þjóðin vilji frekar græða aðeins minna en að örfáir menn arðræni auðlindina og braski með sjáfarránið í óskildum rekstri eins og gert hefur verið síðustu áratugina. 

Ég styð af heilum hug aðgerðir ríkisstjórnarinnar í stóra frumvarpinu þótt það sé aðeins brot af því réttlæti að auðlindin fari aftur til þjóðarinnar.


mbl.is Aukinn kostnaður á útgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Eitt ranglæti er ekki réttlætt með öðru (og stærra) ranglæti.

Óskar Guðmundsson, 17.6.2011 kl. 11:57

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Mergur málsins Alli, þjóðin ætlar ekki að sætta sig við braskið sem hefur viðgengist síðan kvótakerfið var tekið upp.

Ekki hefur núverandi kvótahöfum tekist að sýna fram á hina meintu miklu hagkvæmni og hagræðingu af kvótakerfinu síðustu 30ár. Nú er svo kumið að heildar þorskafli er jafn mikil og fiskiskipaflotinn mælist í tonnum sem ekki hefur gerst áður. Togaraflotinn hefur bara elst síðan 1999 og er núna um 25ára gamall að meðaltali sem segir að fjárfestingar og skuldasöfnun greinarinnar hefur ekki farið í fjárfestingar í tólum og tækjum heldur í eitthvað annað t.d kvótakaup á rugl verði þ.e kvóti var keyptur á 4 til 5.000kr kílóið með von um kvótaaukningu upp á tvö til þreföldun á næsta áratug þ.e hugsanleg framtíðarstækkun þorskkvótans er þegar seld á okurverði.

Ef hreyfa á við þessu braski með kvótan og óúthlutaðar veiðiheimildir næsta áratugar þá ærast sumir og kalla það óréttlæti þótt hvergi standi í lögum eða stjórnarskrá að þetta séu þeirra réttmætu eigur.

En eins og Alli segir þá hlítur stjórn fiskveiða að snúast um hag þjóðarinnar til atvinnu og viðurværis um ókomna framtíð en ekki ofsagróða og þyrlukaup fárra á kostnað fjöldans.

P.S Alli þar sem ég hef sterkan grun um að þú getir svarað einni spurningu fyrir mig en hún er sú hvað er brottkast stórt vandamál í Íslenskum sjávarútvegi? 

Kær kveðja

Eggert Sigurbergsson, 17.6.2011 kl. 12:34

3 identicon

Það er undarlegt réttlæti.

Þegar A kaupir kvóta til að geta haldið uppi vinnu allt árið og B selur til að kaupa tískuvöruverslun í Oslo. Undarlegt að vilja refsa A. Og undarlegt að vilja taka kvóta af A til að B komist ókeypis aftur inn í greinina.

Undarlegt að þegar fólk er reitt út í þá sem yfirgefið hafa greinina þá er þeim sem starfa áfram í greininni refsað.

Yfir 90% kvótans var keyptur af þeim útgerðum sem í dag veiða hann. Yfir 90% af þeim kvóta sem á að taka af útgerðum hafa útgerðirnar borgað fyrir, oftast með lánsfé.

Undarlegt réttlæti.

sigkja (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 13:25

4 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæll Eddi.  Þegar ég stundaði sjómennsku á sínum tíma þá var brottkast stórvandamál.  Þar sem kerfið innbyggði að koma með vermætasta fiskinn að landi og gerir það enn.  Menn hafa samt á síðustu árum komið með einhverjar lausnir sem miða að að þú megir koma með ákveðinn meðafla að landi sem eitthvað hefur dregið úr brottkasti.

Sigja.  Frumvarpið snýst ekki um það að þeir sem hafa keypt aflaheimildir geti ekki stundað útgerð.  Heldur á að girða fyrir það endalausa brask sem hefur viðgengist hér síðan frjálsa framsalið var sett á árið 1991 með öllum þeim skelfilegum áföllum sem það hefur leitt af sér gagnvart þúsundum fjölskyda.  Nú er vonandi að aflakaupendur geti algjörlega snúið sér að því sem þeir eru bestir í að veiða fisk og braskið verður að liðinni tíð!

Árelíus Örn Þórðarson, 17.6.2011 kl. 16:10

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

sigkja

Sjávarútvegur er byggður þremur þáttum og einn þátturinn er samfélagsleg hagkvæmni þ.e ef A skuldsetur sig gríðarlega til að kaupa kvóta af B á svæði B til að halda uppi vinnu á svæði A sem síðan er ílla borguð vegna gríðrlegra skulda vegna kvótakaupanna og B selur A kvóta til að kaupa sér tískuvöruverslun í Osló þá tapa fjölskyldur á svæði B sem höfðu atvinnu af þessum kvóta, þetta tap er ekki bara í því að missa vinnuna heldur verður allt húsnæði verðlaust ásamt því að samfélagsleg þjónusta skerðist með tilheyrandi fólksflótta frá svæði B.

Niðurstaðan er sú að samfélagið á svæði A og B tapa  vegna þeirra einföldu staðreyndar að einstaklingi langaði í tískuvöruverslun erlendis og notaði til þess framtíðartekjur af fiskveiðiauðlind þjóðarinnar í als óskyldan rekstur og tók jafnvel samtímis þessi verðmæti út úr Íslensku hagkerfi sem gerir samfélagslegan ávinning neikvæðan næstu áratugi eða jafnvel varanlega.

Það gengur jafnvel svo langt að LÍÚ-liðar kalla þetta hagkvæmni og nauðsynlega hagræðingu án þess að geta útskýrt það nánar á trúverðugan hátt.

Það er hægt að segja það að sjaldan hafa jafn fáir valdið jafn miklu tjóni jafn víða á innviðum samfélagsins í nafni hagrænnar hagkvæmin.

Ég hef aldrei heyrt annað en að til standi að bæta þeim aðilum tjónið sem keyptu aflahlutdeild  og treystu á að á að sú hlutdeild myndi skila þeim margföldu magni þegar líffræðihlutinn mundi skila t.d 550.000tonna meðalþorskafla eins og lofað hefur verið síðustu 30árin, það er samt alveg ljóst að sumar útgerðir munu leggja upp laupana vegna ofurskuldsetninga.

P.S Að sjálfsögðu þá er tískukóngurinn í Osló myndlíking og kemur í staðin fyrir fjölda mismunandi leiða sem notaðar hafa verið til að koma framtíðar tekjum út úr greininni á kostnað samfélagsins og þá sérstaklega fjávarbyggða. Rauði textinn eru hinar þrjár megin stoðir sjálfbæra veiða.  

Eggert Sigurbergsson, 17.6.2011 kl. 18:22

6 identicon

Frumvarpið snýst um það að þeir sem hafa keypt aflaheimildir geti ekki stundað útgerð nema kaupa aflaheimildirnar aftur.  Og frumvarpið snýst um það að þeir sem hafa selt aflaheimildir geti aftur stundað útgerð án þess að kaupa aflaheimildirnar.   Braskið flyst inn í ráðuneyti þar sem sjávarútvegsráðherra ætlar að vera einvaldur um hverjir hans góðvina fá aflaheimildir og hvað þeir borga. Afrakstur sölu aflaheimilda vill síðan sjávarútvegsráðherra fá að úthluta einn, helst öllu í sínu kjördæmi.

Áföllin verða engu minni, afraksturinn minnkar og þjóðarbúið býður mikinn skaða af. Eða svo segja sérfræðingar sem pantaðir voru til að skila sem hagstæðustu skýrslu um efnið fyrir sjávarútvegsráðuneytið.

sigkja (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband