Æfingarnar verða stig vaxandi á næstunni.

                                                       10-17 Janúar,

 

Æfingarnar ganga vel og er ég loksins oðinn laus við hásinameiðslin enda er ég búinn að maka daglega voltaren kremi á kálfann.

Hlaupafélagi minn Raggi bróðir æfir eins og skepna og hefur hann þegar misst um 5 kg á 17 dögum enda hvetjum við hvorn annan áfram og ætlum að toppa þegar í Hamborg maraþonið verður farið eftir rúma þrjá mánuði.

Löngu hlaupin eru að aukast og hljóp ég 17 kílómetra og 20 kílómetra í vikunni ásamt nokkrum tempó hlaupum. 

Þetta er mikil ástríða að geta hreift sig eftir að hafa verið fangi offitusjúklings í rúm tuttugu ár.  Við bræður munu berjast á æfingum áfram til að ná markmiðum okkar að komast í gegnum þonið á tíma kringum 3 tíma og 30 mínútur þótt vissulega yrði maður sáttur við tíma kringum 4 tíma eða 4 og hálfan tíma í okkar fyrsta hlaup.  En við sjáum til þar sem við höfum aldrei tekið þátt í svona löngu hlaupi.

Í íþróttum er hvíldin nauðsynleg og mun ég þess vegna hvíla nú um helgina,laugardag og Sunnudag, safna kröftum fyrir næstu viku þar sem ég ætla að æfa upp á hvern einasta dag.  Það er nauðsynlegt að skipuleggja sig fram í tíman vegna vinnu og annara skyldustarfa.

Það sem af er mánuðinum hef ég hlaupið og hjólað.

Hlaupið 86 km.

Hjólað  215 km.  

Ég skrái allar æfingar mínar á vefsíðunni hlaup.com.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband