Miðvikudagur, 2. september 2009
Ekki samkvæmur sjálfum sér?
Hvað á maður að segja um titlaðan forseta Íslands?
Er hann forseti allra þjóðarinnar? Ég segi nei.
Er hann forseti helmings þjóðarinnar? Ég segi já.
Það er slæmt fyrir þjóðina að hafa forseta sem er ekki sameiningartákn allra landsmanna.
Samfylkingin hefur barist fyrir því að mikilvæg mál sem brenna á þjóðinni fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Spillingin heldur áfram og baráttan gegn spillingunni heldur áfram.
Áfram Ísland
![]() |
Forsetinn staðfestir Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Steingrímur J Sigfússon? Farðu nú að tala við fólkið í landinu.
Þið skuluð borga Icesave reikninginn sagði Steingrímur J Sigfússon í viðtali fyrr í kvöld! Ég mun sjá til þess að þið með breiðu bökin "þjóðin" borgið! Ég mun leggja á ykkur óbæralega skatta þannig að þið getið hvorki horft upp eða niður næstu 30 árin. Það verða allir að leggja sig fram og þið sem nennið að vinna og hafið 400.000 kr og yfir á mánuði í heildarlaun eða útborguð laun 190.000 á mánuði ættuð að geta borgað.
Einhvern veginn svona virðist hugsun þessa manns vera um þessar mundir. Hann virðist engan veginn gera sér grein fyrir því að matarverð hér á landi hefur hækkað um allt að 50% að meðaltali og allt annað eftir því.
Þegar þingmenn verða veruleikafyrrtir, lokaðir frá umheiminum inn í þinghúsi þjóðarannir allt of lengi verðum við að koma þeim í skilning um það að það er nauðsynlegt að fara öðru hvoru út á meðal þjóðarinnar og fá sér frískt loft.
Ég vara Steingrím við því að steypa íslensku þjóðinni í glötun með þeim öllum drápsklyfjum sem hann hefur boðað yfir íslensku þjóðina.
Ef Steingrímur sem fjármálaráðherra heldur að þjóðin sætti sig við að borða fjallagrös í annað hvert mál, þá er hann á villigötum.
Að reysa þjóðina upp úr þessum rústum þá verður að gefa henni von. Boðskapur Steingríms gefur íslensku þjóðinni andlát, máttleysi og sundrung.
Þessi stjórnunarstíll Steingríms mun ekkert gefa í kassann? Allir reyna að bjarga sér?
Svarti markaðurinn mun blómstra þar sem allir reyna að lifa af.
![]() |
Háskalegt að borga ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. september 2009
24% fylgjandi Icesave,
Það er eftirtektarvert að sjá hvað margir eru hlyntir samningnum eða 24%
Líklegast er skýringin sú að um helmingur hefur kynnt sér hann illa og þess vegna ekki marktækur í skoðun á honum.
En forsetinn á að taka þessa skoðanakönnun til greina og setja hann í þjóðarkosningar.
![]() |
Meirihluti á móti ríkisábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Gjá milli þjóðar og þings? ÞJÓÐIN Á AÐ EIGA SÍÐASTA ORÐIÐ.
Þetta er tveir vondir kostir?
Því er sá kostur betri að láta ekki kúga okkur að borga eitthvað sem hinn venjulegi almenningur stofnaði ekki til.
Því skora ég á forsetan að skrifa ekki undir Icesave lögin þar sem mikil gjá er milli þjóðar og þingheims í þessu máli.
Verum sterk þjóð, berjumst og látum ekki kúga okkur.
![]() |
Hvattur til að synja Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Flott að fá Guðjón í Sjávarútvegsráðuneytið.
Ég fagna því að fá Guðjón í Sjávarútvegsráðuneytið.
Loksins hefur Guðjón tækifæri til að standa við stóru orðin.
Sammála Guðjóni að umpóla þurfi þessu gjörspilta og handónýta fiskveiðistjórnunarkerfi.
Áfram Guðjón! 75% þjóðarinnar styður þig til góðra verka um réttlát og öflugt fiskveiðastjórnunarkerfi.
![]() |
Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Þetta er fjárkúgun.
Vissulega flokkast það undir fjárkúgun þegar fólk þarf að borga eitthvað sem þeim í prinsippinu ber ekki að borga.
Að örfáir einstaklingar hafi getað leikið þjóð sína svona grátt er með ólíkindum.
Það er líka með ólíkindum að þeir sem bera ábyrgðina lifa enn góðu og blómlegu lífi með auð sinn og hlægja að okkur smælingjunum hvað þeir eru ofsalega klárir.
Hvers vegna er ekki unnið hraðar í því að eigur þessara manna séu teknar upp í ICESAVE skuldina og sjá svo til hvað stendur út af borðinu í lokinn?
Hvernig skyldi lánabók Glitnis og Landsbankans líta út?
![]() |
Segja Íslendinga beitta fjárkúgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Ísland er rúið trausti utanlands jafnt sem innanlands.
Alþingi er algjörlega rúið trausti ?
þar innanborðs virðast eingönguu vera gungur og druslur fyrir utan 2 í borgarflokknum, 2 í Sjálfstæðisflokknum, einn óháðan síðan alla þá nýju alþingismenn sem skipa Framsóknar flokkinn.
Kannski hefur hinn nýji Framsóknar flokkur gert upp við spillinguna sína og maður eins og ég hafi von um að styðja eitthvað stjórnmála afl hér í framtíðinni.
Það er ömurlegt að fylgjast með alþingi um þessar mundir þar sem þeir hafa í sjálfu sér svikið þjóðina með því að segja að við almenningur eigum að borga drápsklyfjar fyrir óreiðumennina.
HVERNIG ÆTLAR RÍKISSTJÓRNIN AÐ EIGA VIÐ UPPREISNINA HÉR INNANLANDS SEM BYRJAR NÚ Í HAUST?
Þessi ríkisstjórn verður að fara frá og sem fyrst. Við verðum að fá þjóðstjórn eða fólk sem skilur vanda heimilanna.
Ríkisstjórn sem fælir allt fólk úr landi er ekki ríkisstjórn fólksins.
Nú þarf að bretta upp ermar og skapa skylirði fyrir búsetu á þessum útnára.
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Það var engin spilling á Íslandi árin 2006 og 2007 samkvæmt könnun Transparency International
Ísland var í sjötta sæti á lista yfir lönd þar sem minnst spilling ríkir í stjórnsýslunni árið 2007.
Þetta kom fram á lista sem óháða eftirlitsstofnunin Transparency International gaf út árið 2007.
Árið 2006 var Ísland í efsta sæti listans ásamt Finnlandi og Nýja-Sjálandi.
Þau lönd voru enn í efsta sæti listans ásamt Danmörku með einkunnina 9,4 árið 2007.
Spilltustu löndin, það er þau lönd sem alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir bera minnst traust til, voru hins vegar Myanmar og Sómalía.
Alls eru 180 ríki á lista Transparency International. Ísland fær einkunnina 9,2 en þau spilltustu, Myanmar og Sómalía fá einkunnina 1,4 af tíu mögulegum. Þriðja spilltasta landið er Írak með einkunnina 1,5.
Hvar er Ísland á listanum árið 2009 og með hvaða einkunn?
Þegar stórt er spurt er lítið um svör
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Get fengið vinnu erlendis en ætla sjá til með framvindu mála á Íslandi.
Hvert stefnir þetta hjá okkur?
Ég hef verið að undirbúa mig um flóttaleið ef allt fer í þá átt sem virðist stefna í.
Ríkisstjórnin telur að ekkert mál sé að skattleggja millitekjufólk upp í rjáfur og að koma sem flestum á hausinn.
Félagsmálaráðherrann virðist vera í einangrun í einhverskonar fílabeinsturni og í engum kontakt við þjóð sína.
Vegna sinnuleysis ríkisstjórnar Íslands þá blæðir heimilum hægt út og vandinn rúllar áfram eins og snjóbolti.
Lánin hækka,launin lækka, matvöruverð hefur hækkað um 50% og svo frv. Hvar endar þessi skrípaleikur?
Ef ríkisstjórn Íslands getur ekki gert betur en þetta gagnvart heimilum landsins þá á hún að lýsa þjóðina gjaldþrota og viðurkenna vandann.
Það flýr enginn sannur íslendingur landið nema að vandinn sé óbærilegur. Vandinn rúllar hratt um þessar mundir og skaði heimilanna er að verða óbærilegur
Um hver mánaðarmót líður mér eins og fávita sem greiðir skilvirkilega af mínum skuldbindingum en hef það samt á tilfinningunni að það væri alveg eins gott að sturta peningunum niður um klósettið þar sem það er ekkert gert til að skapa skilyrði fyrir heimilin í landinu.
Ég mun bíða eftir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og ef mér hugnast það ekki mun ég segja bless og kveðja ykkur íslendinga með söknuði eða alla þá sem ætla að borga þessar drápsklyfjar með óbærulegum skattahækkunum næstu 30 ára.
En ég mun berjast fram á síðustu stundu með öllum sönnum íslendingum þar til steingerfingarnir í alþingishúsinu vakni upp. Ef það tekst ekki þá bless, bless.
Föstudagur, 28. ágúst 2009
Ólafur Ragnar ekki skrifa undir lögin?
Þetta er tveir vondir kostir?
Því er sá kostur betri að láta ekki kúga okkur að borga eitthvað sem hinn venjulegi almenningur stofnaði ekki til.
Því skora ég á forsetan að skrifa ekki undir lögin þar sem mikil gjá er milli þjóðar og alþingi í þessu máli.
Verum sterk þjóð og berjumst og látum ekki kúga okkur.
![]() |
Sömdum við ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)