Sunnudagur, 6. september 2009
það er þegar orðið upplausnarástand hérna á klakanum.
Enn og aftur sýnir fjármálaráðherra að hann skynjar ekki þjóð sína?
Það er þegar orðið upplausnarástand þar sem ekkert hefur verið gert í að byggja skjaldborg um heimilin.
Endalausar skattahækkanir og boðaðar skattahækkanir eru ekki það sem hughreystir hinn venjulega skilvísa skuldaþræl í dag.
Steingrímur verður að gera sér grein fyrir því að margir eru að bíða eftir fjárlagagerðinni og síðan taka margir ákvörðun um það hvort ekki sé betra að skúra gólf í einhverju fyrirtæki á norðurlöndunum eða verða skattaþræll/vanskilaþræll OFURSKATTMANNS Steingríms J. á Íslandi.
Nú er þessi ríkisstjórn búin að fá 8 mánuði til að stjórna og hefur verkefnið verið henni um megn. Ef hún getur ekki gert meira en þetta þá á hún að fara frá.
![]() |
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. september 2009
það breytist ekkert?
Það á engu að breyta sömu aðilar reka áfram sín fyrirtæki á nýjum kennitölum. Ekkert er auglýst og nýjir aðilar fá ekki að bjóða í.
Sukkið heldur áfram því engu á að breyta.
Hinn venjulegi launaþræll skal samt borga hann getur ekki breytt kennitölu sinni.
![]() |
Steinar Waage, Skór.is og Ecco undir nýja kennitölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. september 2009
Frábær hugmynd.
Ég tel að margir þurfa á fangelsis vist á næstu árum miðað við það hvernig þeir hafa leikið samborgara sína grátt.
Margir þeirra hafa leikið grátkórinn og þykjast ekkert til sakar unnið. Við ÍSLENDINGAR VITUM BETUR.
Enginn íslendingur vildi kerfi þar sem kvótinnn, eign þjóðarinnar var veðsettur. Síðan rúllaði bolti og við sjáum hvernig landið þjóðin hafa verið leikin grátt.
Góðæri Hannesar Hólmsteins Gissurasonar byrjaði með kvótakerfinu. Kerfinu sem hann vildi kalla dautt fé án eiganda. Pétur Blöndal tók alltaf undir þessa þvælu.
Nú þurfa allir íslendingar að rifja upp frjálshyggju þvæluna frá öfga armi Sjálfstæðisflokksins.
![]() |
Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. september 2009
Frábær hugmynd.
Ef endurreisn Íslands á að takast verðum við kæru íslendingar að taka vel á móti öllum þeim sem vilja fjárfesta á Íslandi.
Annað er vosbúð og vonleysi fyrir þjóðina.
Tökum heilshugar á móti þeim sem vilja leggja okkur lið með fjármagni og endurreisn íslensks þjóðfélags.
![]() |
Vilja setja fé í endurreisnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. september 2009
Ég vona að aldrei verði hægt að heimfara svona lagað upp á íslendinga.
Spillingin á Íslandi er svo mikil að ég gæti alveg séð þessa frétt í íslensku ljósi.
Hér er öllu verið að leyna og þeir sem komu okkur á kaldan klaka lifa góðu lífi og margir hverjir innan stjórnsýslu Íslands.
Meðan svo er verður aldrei friður á Íslandi og verður núverandi ríkisstjórn að vera óvægin og stokka allt upp.
Það er ekki líðandi að í íslenskum bönkum finnst fólk sem komu okkur á hausinn og lifir góðu lífi meðan það fjölgar þeim þúsundum sem hafa vart í sig eða á og tóku aldri þátt í þessu bulli.
Er Steingrímur heimskur? Það skulda allir eitthvað og við sem ekki tókum þátt í fals góðærinu getum ekki borgað meira ef við eigum að geta staðið í skilum.
Ég skora á Steingrím að afhenda formanni Framsóknarflokksins lyklanna. Hann sá hvað þurfti og sá leikinn langt fram í tíman.
![]() |
Mannskæðar óeirðir í Gabon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. september 2009
Ég trúi ekki að Gylfi vilji níðast á Íslendingum?
Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrverandi starfsmaður AGS (IMF) til 25 ára segir eftirfarandi á heimasíðu samtaka heimilanna?
"Ágæti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Í viðhengi er samantekt um ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu varðandi gengistryggingu höfuðstóls lána í íslenzkum krónum.
Það er ótvírætt að slík gengistrygging brýtur gegn 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna, og varðar refsingu skv. 17. gr.
Skaði lántakenda af þessu broti lánastofnana veltur á hundruðum milljarða kr.
Frá þjóðhagslegu jafnt sem réttlætissjónarmiði ber því brýna nauðsyn til að fullt tillit sé tekið til skaðabótaskyldu viðkomandi lánastofnana áður en gengið er frá uppgjöri við erlenda og innlenda kröfuhafa gömlu bankanna.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra vonast til að vera með fullmótaðar tillögur til lausna á skuldavanda heimilanna þegar þing kemur saman um næstu mánaðamót.
Ég er svona hóflega bjartsýnn á að það takist. Þetta gæti jafnvel komið fyrir mánaðamótin," sagði Gylfi.
það er nóg fyrir okkur Íslendinga að vera kúguð af hollendingum og brétum með stuðningi forseta íslands og stjórnvalda. En þegar stjórnvöld ætla síðan að kúga íslendinga beint með stjórnvaldsaðgerðum og brjóta á þegnum sínum þá er mikið að.
Traust bankanna er ekkert og er fáranlegt að það sé verið að reysa þá upp í þessari ófreskju mynd. Að mínu mati hefði átt að láta þá rúlla og stofna einn nýjan ríkisbanka og taka eitt hænufét í einu.
Nú höldum við íslendingar áfram að berjast fyrir réttlætinu og útrýma spillingunni sem hefur ekkert mynnkað með nýrri ríkisstjórn þar sem ekkert er upp á borði og margir spillingar furstar lifa góðu lífi enn þá þótt öll þjóðin sé að myljast í sundur.
![]() |
Uppskrift að stórslysi |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Föstudagur, 4. september 2009
Gott hjá Jóhönnu að reyna en það þarf svo miklu meira.
Það er betra að gera eitthvað en ekki neitt.
Það er betra að horfa raunsæjum augum á vandamálin en að gera það ekki?
Það er betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti frekar en að hunsa stóriðju og aðrar framkvæmdir ef okkur stendur eitthvað til boða.
Við verðum að taka á móti öllum þeim tækifærum til uppbyggingar?
Við verðum að horfa jákvæðum augum á ef erlend ríki vilja fjárfesta í okkar landi.
Algjör þjóðremba verður okkar banabiti ef við horfum ekki fram á við.
Í dag er Ísland í rúst.
Tökum vel á móti erlendum fjárfestum og reysum landið upp með aðstoð þeirra.
Það er vonlaust að mínu viti að við getum það ein.
Erlent fjármagn inn í landið til uppbyggingar.
![]() |
Bréf til Hollands og Bretland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 3. september 2009
Voru ekki allir plataðir?
Ég verð að viðurkenna það að ég er ekki eins gáfaður og Georg Bjarnfréðarson sem er með 5 háskólagráður.
En eitt veit ég þó að ég sá að þessi heilaþvottur stjórnvalda gekk ekki upp. Skrifaði ég tvær greinar í Morgunblaðið árið 2000 og varaði við þessari þróun græðgisvæðingar sem hafði byrjaði með kvótakerfinu.
Þar sem allt var falið og stjórnsýslan í lokuðum herbergjum þá trúðu allir því hvað allir þessir útrásarvíkingar væru klárir með fullum stuðningi æðstu ráðamanna landsins.
Þess vegna er ekki ótrúlegt að eftirlitsmenn OECD hafi verið gabbaðir af stjórnvöldum og þeim útrásravíkingum sem tóku landið yfir á þessum svokallaða "góðæristíma"
Nú þurfum við að elta upp þýfið og rannsaka þetta til ársins 1991 þegar frjálsa framsalið var sett á.
![]() |
OECD oflofaði íslenskt fjármálakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. september 2009
Ritskoðun hafin í íslensku þjóðfélagi.
Finnst ykkur ekki undarlegt að ekkert var fjallað um undirskrift forsetans á stöð 2 og sára lítið í ríkissjónvarpinu.
Þetta stóra mál er gjörsamlega þagað niður.
Er þetta það Ísland sem við eigum að búa í?
Allt upp á borði sögðu ríkisstjórnarflokkarnir fyrir kosningar en það var vissulega sagt bara í orði.
Upprisa íslensku þjóðarinnar hefst ekki nema að ríkisstjórnin fái okkur sauðsvarta almúgan með sér í lið.
Ef leiðinlegur mórall er í liðinu þá tapar liðið og allir í kringum liðið.
Ef framkvæmdarstjórinn t.d Steingrímur J og Jóhanna tekst ekki að búa til lið þá verða þau að hreinsa til í yfirstjórninni eða að taka við einhverju öðru liði því hættan er á að við leikmenninir sættum okkur ekki við svona.
![]() |
Saka ráðherra um hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Dapur dagur á Bessastöðum.
Það er ekki gott mál þegar suðsvarti almúginn hefur það á tilfinningunni að forseti íslenska lýðveldisins standi áfram með þeim sem komu okkur á kaldan klakann en hunsar vilja almennings að láta álit sitt í ljós.
Ég hef aldrei heyrt forsetan gagnrýna þessa gengdarlausu útrás og það hvernig menn höguðu sér.
Síðan er flokkur Samfylkingarinnar umhugsunarefni? SF hefur talað fyrir því að stór mál ættu að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvað telst vera stór mál ef Icesave drápskljifar málið er það ekki? Ótrúlegt en satt en svona er þetta í dag og engu að treysta.
![]() |
Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)