Get fengið vinnu erlendis en ætla sjá til með framvindu mála á Íslandi.

Hvert stefnir þetta hjá okkur?

Ég hef verið að undirbúa mig um flóttaleið ef allt fer í þá átt sem virðist stefna í.

Ríkisstjórnin telur að ekkert mál sé að skattleggja millitekjufólk upp í rjáfur og að koma sem flestum á hausinn.

Félagsmálaráðherrann virðist vera í einangrun í einhverskonar fílabeinsturni og í engum kontakt við þjóð sína.

Vegna sinnuleysis ríkisstjórnar Íslands þá blæðir heimilum hægt út og vandinn rúllar áfram eins og snjóbolti.

Lánin hækka,launin lækka, matvöruverð hefur hækkað um 50% og svo frv.  Hvar endar þessi skrípaleikur?

Ef ríkisstjórn Íslands getur ekki gert betur en þetta gagnvart heimilum landsins þá á hún að lýsa þjóðina gjaldþrota og viðurkenna vandann.

Það flýr enginn sannur íslendingur landið nema að vandinn sé óbærilegur.  Vandinn rúllar hratt um þessar mundir og skaði heimilanna er að verða óbærilegur

Um hver mánaðarmót líður mér eins og fávita sem greiðir skilvirkilega af mínum skuldbindingum en hef það samt á tilfinningunni að það væri alveg eins gott að sturta peningunum niður um klósettið þar sem það er ekkert gert til að skapa skilyrði fyrir heimilin í landinu.

Ég mun bíða eftir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og ef mér hugnast það ekki mun ég segja bless og kveðja ykkur íslendinga með söknuði eða alla þá sem ætla að borga þessar drápsklyfjar með óbærulegum skattahækkunum næstu 30 ára.

En ég mun berjast fram á síðustu stundu með öllum sönnum íslendingum þar til steingerfingarnir í alþingishúsinu vakni upp. Ef það tekst ekki þá bless, bless.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll.

Já það eru skrítnar tilfinningar sem  bærast í brjósti þessa dagana, svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.8.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband