Mánudagur, 29. september 2008
Tókst teinóttu mönnunum að koma okkur á hausinn?
Bankakreppa þýðir fleiri fyrirtæki fara á hausinn.
10- 30% atvinnuleysi.
Hvers vegna létu stjórnvöld þetta viðgangast? Horfðu á og gerðu ekki neitt. Gagnrýndu ekki einu sinni kaupréttasamninganna upp á hundruði miljóna eða miljarða fyrir einn einstakling.
Öll þjóðin hefur verið mjög gáttuð á þessu en okkur var sagt að þetta væri eðlilegt þar sem drengirnir í teinóttu jakkafötunum væru svo svakalega klárir.
Ég sé ekki fram á annað en að þetta brjálaði einkavæðingarinnar sé að tröllríða þjóðinni og koma tugum þúsunda landsmanna á hausinn á næstu mánuðum.
Það er kannski kominn tími á að byrja upp á nýtt og þjóðnýta bankanna aftur og taka þá frá mönnunum í teinóttu jakkafötunum.
Eða kannski verður það hlutskipti hins venjulega Íslendings í meðal launaðari vinnu að flýja land eftir betra lífi?
Ég skora á Geir Harða að tala opinskátt við þjóðina og segja henni sannleikann um það hvort framtíð okkar sé að búa við 20- 30 % vexti um ókomna framtíð.
Það hafa allir sem flokkast undir hinn sauðsvarta almúga séð að þetta rugl gat ekki gengið til lengdar.
Ég tel ef íslenska ríkið væri fyrirtæki í minni eigu þá væri ég búinn að reka alla ríkisstjórnina þótt blár sé ég í gegn.
![]() |
Ráðamenn funduðu fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Eru alþingismenn eins og skjaldbakan í þessu máli?
Það er ótrúlegur hæga gangur í þessu máli ef annað borð á að vinna í réttlætinu.
Í mínum huga sé ég ekkert að því að breytingarnar falli í þá átt að þeir sem hafa þegið eftirlaun ofan á laun eftir að þessi ólög voru sett á greiði til baka. Nákvæmlega eins og öryrkjar og aldraðir gegnum árin þegar þeir hafa fengið ofgreitt.
Annars skora ég á ráðamenn að vinna hratt í þessu máli. Þeir hafa sýnt það í mörgum málum að þeir geta það.
![]() |
Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. maí 2008
Álver í Helguvík mun bjarga íslensku þjóðlífi frá hrunadansi?
Nú eru reyknesingar komnir í gírinn og byrjað skal á fullu að vinna við uppbyggingu álvers í Helguvík sem á að hefja starfsemi sína árið 2010.
Tímasetningin á byggingu álversins er góð þar sem íslenskt efnahagslíf er að stefna mjög langt í dífu. Þessi framkvæmd mun lágmarka skaðan og efnahag fólks.
Til hamingju reyknesingar sem tóku gullið frá okkur hafnfirðingum.
Ég játa það að það er mjög skrítið að búa í Hafnarfirði og skil ég oft ekki þá leið sem stjórna bænum eru að fara?
Enda er óþolandi að þurfa að borga tug þúsunda í auka skatta á hverju ári sem segir að bæjarfélagið er á barmi.............................?
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Verður maður neyddur að lokum að styðja vinstri flokka vegna aðgerðaleysis Geirs Haarde
Þegar maður rýnir í síðustu tvo áratuginna sem eldheitur hægri sinnaður framfara maður þá verður maður hugsi?
Síðustu 17 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd og talið okkur sauðsvarta almúganum trú um að gæfa þjóðarinnar væri að sumir forréttindahópar ættu að njóta auðæfi þjóðarinnar gefins. Það myndi verða best fyrir alla þar sem það yrði í þágu þjóðarinnar.
Nú þarf sauðvarti almúginn að borga 20% vexti af húsnæðisstjórnarlánunum sínum á meðan að sjálftökumennirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn skóp með gjafabréfinu sínu þurfa ekki að hafa áhyggjur til lífstíðar.
Til hamingju Davíð Oddson, Geir Haarde, Ingibjörg sem tekur starf sitt alvarlega á kostnað loforða við þjóð sína.
Þetta er að fara hratt niður á við og maður finnur fyrir hækkunum á hverjum degi. Við erum komnir í sama farið aftur og ríkisstjórn sem vill ekki þjóðarsátt getur ekki ætlast að þeir sem eiga eftir að semja semji lengur í kjarasamningum en til sex mánaða í senn.
Þessi ríkisstjórn verður örugglega mynnst sem ein sú vanmáttasta ríkisstjórn frá tíma lýðveldisins.
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Er Ingibjörg að skilja við Geir Harde?
Miðað við allt þá virðast hjónin á stjórnarheimilinu Geir og Ingibjörg ekki ganga í takt. það er mín skoðun að kallinn á alltaf að hlusta á hvað konan hefur að segja og virða hennar skoðun. Ekki vera þessi drumbur sem les blöðin,horfir á fréttir, lokar eyrunum og nennir ekki að hlusta á þusið. Þannig hjónaband er líklegast til að mistakast og endar yfirleitt með skilnaði.
Ef kallinn vill vera vondur við okkur börnin (þjóðina) Þá á konan vissulega að rísa upp og taka hanskann upp fyrir börnin sín (þjóðina). Því ég efa það ekki að Ingibjörg Sólrún er góð kona sem vill allt gera fyrir okkur börnin (þjóðina) en kall garmurinn vill ekki gefa sig enda er hann þrjóskur mjög og af gamla skólanum.
![]() |
Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. maí 2008
Ingibjörg stoppar frjálst fall Samfylkingarinnar í bili ?
Ég vil byrja á því að óska öllum Manchester United aðdáðendum til hamingju með meistaratitilinn.
Það ber einnig að óska Ingibjörgu Sólrúnu yfirmanns Samfylkingarinnar til hamingju með yfirlýsinguna um eftirlaunafrumvarpið.
Nú verður yfirmaður Samfylkingarinnar að standa við þessi orðavopn sín og sýna okkur sauðsvarta almúganum að eitthvað sé að marka þessi orðavopn eða orða gjálfur?
Í nútíma þjóðfélagi eru orð eitt og framkvæmd annað. Ég tek undir orð Jóns Magnússonar að ganga á alla leið í þessu máli og láta þá sem þegar hafa leikið tveimur skjöldum í vinnu og þegið lífeyri sanna siðferðislega sín mál. Látum þá fara dómstólaleiðina þannig að við fáum að kynnast þeim sem ekki eru sáttir við að ólög séu tekin til baka.
Sjáum síðan til hvernig ríkisstjórnin tekur á mannréttindabrota málunum gagnvart sjómönnum í sambandi við kvótakerfið.
![]() |
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. maí 2008
Íslensku bankarnir þróttmiklir og eiginfjárstaða viðunandi. Á kosnað almennings
Enda borga landsmenn 25% vexti af yfirdráttalánum sínum. 15- 20% af húsnæðisstjórnarlánum sínum og svo frv.
Hvaða þjóð þolir svona okurvexti til lengdar?
Er ekki stjórnun Seðlabankanns kol röng og er ekki komin tími til að finna nýja leiðir?
Ég hvatti hinn ágæta forsætisráðherra í síðustu bloggfærslu að hífa upp um sig belti og axlabönd. Miðað við hádegisviðtalið í dag virðist hann og hans ríkisstjórn vera með buxurnar á hælunum.
Finnum saman leiðir að þjóðarsátt? Ólafur F, Geir og Ingibjörg það má ekki ögra þjóðinni,
Notið næstu daga til þingloka og vinnið í öllum þeim stærstu réttlætismálum sem snúa að þjóðinni og förum svo öll saman í nýja þjóðarsátt.
Manni líður einhvern´veginn þannig að Island er Mattadorspil þar sem allir tapa nema einn.
![]() |
Reynir á viðnámsþrótt bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. maí 2008
það á ekki að hugsa um Sundabraut núna?
Bensínlíterinn er að hækka og verður líklegast kominn á þriðja hundrað krónur eftir einhverja mánuði. Ríkið og borg á að draga saman á þessum tímapúnkti og sýna aðhald. Það besta fyrir þjóðina væri að hefja framkvæmdir í Helguvík eða á Bakka við Húsavík.
Hægja verður á öllum opinberum framkvæmdum og líka við hið svokallaða tónlistarhús.
Ráðamenn verða að hætta að ögra þjóðinni þannig að þjóðarsátt náist um leiðir í efnahagsmálum, þá á ég sérstaklega við eftirlaun ráðamanna og mannréttindamálið sem snýr að sjómönnum.
Síðan skora ég á Geir að hífa upp um sig belti og axlarbönd og fara að koma með eitthvað sem snýr að bjartsýnni þjóðarinnar í efnahagsmálum
![]() |
Opinn fundur um Sundabraut í Ráðhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Er fyndið að fólk fái sér aukavinnu í þessari óðaverðbólgu?
Starfsmaður RIÓ TINTÓ hefur haft að aukavinnu að lesa fréttir um helgar
"Ef satt reynist væri ég afskaplega ósáttur. Og þætti þetta slæmt," segir Óðinn Jónsson fréttastjóri útvarps. Jón Hannes Stefánsson er starfsmaður RÚV útvarpssviðs, og þykir með betri þulum sem fram hefur komið á seinni árum.
Það fengu útvarpshlustendur til dæmis að heyra þegar Jón Hannes las fjögur-fréttir á laugardag síðastliðinn en þá lesa starfsmenn útvarpssviðs sem ekki tilheyra fréttadeildinni fréttirnar. Hins vegar hnykkti glöggum og gagnrýnum við því Jón Hannes er jafnframt starfsmaður markaðsdeildar Alcan eða Rio Tinto Alcan í Straumsvík. "
Að semja til fjögura ára og geta sig hvergi hreyft er skandall? Að vera fangi verkalýðshreifingrinnar er ekki gott? Í óðaverðbólgunni hafa þeir sem hafa ábyrgð og aldrei notið launaskriðs fengið aðeins um 15.000 kr á mánuði. Þess vegna tel ég eðlilegt að Jón fái sér aukavinnu til að drýgja tekjunar. Kannski að ég fari eftir Jóni og fái mér aukavinnu þar sem sem ekki er hægt að éta það sem úti frýs og samningar til fjögra ára hlægilegir.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
25 dagar þangað til utanríkisráðherra svíkur stærsta loforð sitt sem brennur á íslensku þjóðinni.
Ingibjörg lofaði fyrir síðustu kosningar að hennar fyrsta verk væri fyrir þinglok ef hún kæmist til valda að breyta eftirlaunum ráðamanna til jafns við hinn sauðsvarta almúga.
Þögnin ein er í þessum málum og með sama áframhaldi mun frú Ingibjörg rúin trausti hjá almenningi. Að beygja sig svona undir samstarfsflokkinn miðað við yfirlýsingar í jafnmikilvægu og þjóðþrifa sanngjörnu máli verður ekki Samfylkingunni til tekna.
Stöð 2 hefur minnst á loforð Ingibjargar sem þeir eiga þökk fyrir.
Annars verður maður að brosa af sviknum loforðum og verður Ingibjörg og Samfylkingin að eiga það við sig,