Álver í Helguvík mun bjarga íslensku þjóðlífi frá hrunadansi?

Nú eru reyknesingar komnir í gírinn og byrjað skal á fullu  að vinna við uppbyggingu álvers í Helguvík sem á að hefja starfsemi sína árið 2010.

Tímasetningin á byggingu álversins er góð þar sem íslenskt efnahagslíf er að stefna mjög langt í dífu.  Þessi framkvæmd mun lágmarka skaðan og efnahag fólks.

Til hamingju reyknesingar sem tóku gullið frá okkur hafnfirðingum.

Ég játa það að það er mjög skrítið að búa í Hafnarfirði og skil ég oft ekki þá leið sem stjórna bænum eru að fara?Bandit

Enda er óþolandi að þurfa að borga tug þúsunda í auka skatta á hverju ári sem segir að bæjarfélagið er á barmi.............................?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efnahagslíf þjóða gengur í gegnum sveiflur... sbr hagsveiflur

Þannig að í hvert skipti sem við lendum í niðursveiflu að þá er komin afsökun til að byggja nýtt álver og virkja.

Mér sýnist í fjarlægri framtíð að þá muni öll okkar fallvötn verða fullnýtt fyrir þungaiðnað  (sambærilegan og Sovétríkin löggðu þunga áhersu á) ef virkja á í hverri niðursveifluni.

það er áhættusamt að mínu mati sérstaklega í ljósi þess að viðvarandi orkuskortur gæti orðið í fjarlægri framtíð.

Í DAG búum við svo vel að hafa mikla orku í formi fallvatna og jarðvarma.  

Hvaða stefnu viljum við taka?

ps ég er engin sérstakur umhverfissinni 

gfs (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband