Það var engin spilling á Íslandi árin 2006 og 2007 samkvæmt könnun Transparency International

Ísland var í sjötta sæti á lista yfir lönd þar sem minnst spilling ríkir í stjórnsýslunni árið 2007.

Þetta kom fram á lista sem óháða eftirlitsstofnunin Transparency International gaf út árið 2007.

 Árið 2006  var Ísland í efsta sæti listans ásamt Finnlandi og Nýja-Sjálandi.

Þau lönd voru enn í efsta sæti listans ásamt Danmörku með einkunnina 9,4 árið 2007.

 Spilltustu löndin, það er þau lönd sem alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir bera minnst traust til, voru hins vegar Myanmar og Sómalía.

Alls eru 180 ríki á lista Transparency International. Ísland fær einkunnina 9,2 en þau spilltustu, Myanmar og Sómalía fá einkunnina 1,4 af tíu mögulegum. Þriðja spilltasta landið er Írak með einkunnina 1,5.

Hvar er Ísland á listanum árið 2009 og með hvaða einkunn?

Þegar stórt er spurt er lítið um svör


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband