Mánudagur, 29. september 2008
Tókst teinóttu mönnunum að koma okkur á hausinn?
Bankakreppa þýðir fleiri fyrirtæki fara á hausinn.
10- 30% atvinnuleysi.
Hvers vegna létu stjórnvöld þetta viðgangast? Horfðu á og gerðu ekki neitt. Gagnrýndu ekki einu sinni kaupréttasamninganna upp á hundruði miljóna eða miljarða fyrir einn einstakling.
Öll þjóðin hefur verið mjög gáttuð á þessu en okkur var sagt að þetta væri eðlilegt þar sem drengirnir í teinóttu jakkafötunum væru svo svakalega klárir.
Ég sé ekki fram á annað en að þetta brjálaði einkavæðingarinnar sé að tröllríða þjóðinni og koma tugum þúsunda landsmanna á hausinn á næstu mánuðum.
Það er kannski kominn tími á að byrja upp á nýtt og þjóðnýta bankanna aftur og taka þá frá mönnunum í teinóttu jakkafötunum.
Eða kannski verður það hlutskipti hins venjulega Íslendings í meðal launaðari vinnu að flýja land eftir betra lífi?
Ég skora á Geir Harða að tala opinskátt við þjóðina og segja henni sannleikann um það hvort framtíð okkar sé að búa við 20- 30 % vexti um ókomna framtíð.
Það hafa allir sem flokkast undir hinn sauðsvarta almúga séð að þetta rugl gat ekki gengið til lengdar.
Ég tel ef íslenska ríkið væri fyrirtæki í minni eigu þá væri ég búinn að reka alla ríkisstjórnina þótt blár sé ég í gegn.
Ráðamenn funduðu fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.