Bjarni Ármansson tók miljarða út úr Glitni?

Lárus Welding fékk 300 miljónir fyrir það eitt að hefja störf í bankanum fyrir utan tuga miljóna sem hann hefur í árslaun og kaupréttar.

Þorsteinn Baldvinsson hinn ágæti maður var hálf klökkur í sjónvarpsviðtali í kvöld enda tók hann við slæmu búi og ætlaði sér alltaf að horfa í framspegilinn en skaðann var orðinn það stór.

Nú er ríkið búið að sýna fordæmi? Hvernig ætla þeir að bjarga þúsundum heimila sem þurfa að búa við okurvexti og sjá ekki fram úr einu eða neinu?

Miðað við hvernig æðstu stjórnendur hafa misnotað kaupréttasamninga þá verður að setja einhver lög um þessa samninga.

Þessir karlar í teinóttu jakkafötunum eru ekki eins klárir eins og þeir segja sjálfir.

Nú skora ég á Geir að hunsa andfélagssinnana og gera allt til að hægt verði að byggja upp fyrirtæki sem koma með gjaldeyrir inn í landið. Þessi fjármála óráðsíu fyrirtæki eru ekki þau fyrirtæki sem skapa gjaldeyrir.

Hinn sauðsvarti almenningur sá að þessi aðferðafræði mannanna í teinóttu jakkafötunum gat engan veginn gengið þótt þeir sem stjórna landinu sáu það ekki.

Síðan skora ég á Geir að vera harður og finna allar leiðir til að Ísland búi við stöðuleika og styðja þau fyrirtæki sem afla gjaldeyris eins og sjávarútveginn og álfyrirtækin. Forsætisráðherra má ekki láta andfélagssinna hafa þessi áhrif á sig þar sem það er útilokað að þóknast allri þjóðinni og sérstaklega þeirra sem nenna að vinna og skapa gjaldeyris.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að átta þig á því að það eru stjórnvöld sem skapa skilyrðin fyrir fjármálamennina, þeir eru money í bissness að græða og eru ekki að gera neitt ólöglegt. Ríkið hefur hirt milljarða af fjármálafyrirtækjum í landinu í allskonar tekjur sem það hefur af þeim. Stjórnvöld hafa hag að því að láta þetta lið sukka á lánum á meðan því tekst að sýna fram á gróða. Það borgar þá skatta á meðan. Það eru stjórnvöld sem hófu þennan leik og bjuggu til leikreglurnar. 

Sigfús (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband