Laugardagur, 26. apríl 2008
Er þjóðin að missa sig og er Lára sú eina sem á að sýna ábyrgð? Vörubílstjórar skoðið ykkar gang?
Unglingar mótmæla háu bíómiðaverði.
Vörubílstjóri missir sig á Kirkjusandi og slær til lögreglu.
Lára Ómarsdóttir hættir sem fréttamaður?
Lýðræði byggist á því að láta skoðanir sínar í ljós en það er ekki sama hvernig það er gert? Vörubílstjórar byrjuðu sína baráttu vel og vöktu athygli en það fæst ekkert með því að beita hnefum. Unglingarnir stóðu sig vel og var engum hnefum beitt í mótmælum þeirra fyrir háu bíóverði.
Til að vekja athygli er það skiljanlegt að farið sé út á hin yrstu mörk hvað lög snerta. En mótmælendur eiga aldrei að beita hnefum. Nú þurfa þeir að skoða sinn gang upp á nýtt og biðja fylgismenn þeirra að halda ró sinni. Sjálfur er ég fylgjandi frönsku aðferðinni án ofbeldis þar sem mótmæli virka ekki ef þau eru sniðin eftir löggjafanum.
Margir þegnar landsins eiga að taka Láru Ómarsdóttur til fyrirmyndar ef við tölum um ábyrgð og á hún samúð mína alla enda komin af góðu fólki.
Síðan vona ég að okkar ágætu ráðherrar skilji það að ekki á að beita þegna sína ofbeldi f nauðsynjalausu heldur sprauta yfir þá vatni sem ég tel árángurslegu og reiðilausustu aðferðina sem hægt er að búa við í dag.
PS Að öskra gas, gas gas vil ég ekki sjá beitta gegn þegnum okkar lands aftur meðan ég lifi. Þetta vekur upp með mér hræðilegar tilfinningar af bókum sem ég hef lesið um seinni heimsstríðsöldina.
Rýmingu lokið á Miklubraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.