Áskorun til Björns Bjarnasonar

Sæll Björn.

Rafbyssur? Nei takk.

Piparúði? Nei takk.

Brunaslöngur? Já takk.

Aðgerðir lögrreglunar voru skelfilegar.  Ég sem gamall sjómaður hef alltaf verið löghlýðinn þegn og mótmælt kvótakerfinu löglega með engum árangri.

Auðvitað verðum við að halda uppi lögum og reglum en það er ekki sama hvernig komið er fram við þegna þessa lands.  Sjálfur vonaðist ég til að þjóðin risi upp þegar sjómönnum sem fóru í Stýrimannaskólann var ókleyft að sinna vinnunni sinni vegna stjórnvaldsaðstæðna þar stjórnvöld gerðu okkur að leiguhyski.

Ég vona að hinn ágæti Björn rói sig aðeins og hlusti á vilja þjóðarinnar sem vill að landsmenn fái að mótmæla á lýðræðislegan hátt án öfga afskipta stjórnvalda.  Sjálfur lenti ég í því að tefjast um tvo klukkutíma vegna aðgerða vörubílstjóra sem var hið besta mál.

 Ég tel að við sjómenn gætum lært af vörubílstjórum þar sem báðir þessir hópar fordæma valdnýðslu.


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband