Færsluflokkur: Heilbrigðismál
Miðvikudagur, 21. október 2009
Allir íslendingar eiga að hugsa um heilsuna og passa sig á að verða ekki feitasta þjóð í heimi
Megrun er kjaftæði og á enginn maður að hugsa um slíkan fjábjánagang. Að hugsa um heilsuna er annað mál, borða holt og gott, jafnvel mikið í einu.
Um tvítugt var ég 69 kg.
Um tuttugu og fimm ára gamall var ég 80 kg
Um þrjátíu ára gamall og vel giftur maður var ég eitthundrað kíló
Um fertugt var ég um eitthundrað og fimmtán kg. FJÖRTÍU OG SJÖ ÁRA GAMALL ER ÉG ORÐINN VÖÐVASTÆLTUR MAÐUR ÁTTATÍU OG FJÖGUR KG MEÐ TUTTUGU OG EINN Í FITUPRÓSENTU og búinn að spekúlera allt til að verða aldrei feitur slappur og gamall aftur.
Ég er farinn að sjá allt of marga íslendinga sem eru orðnir fangar holdafarsins.
Það sem þarf er skipulagning og vilji og setja sér takmark það er svo dásamlegt hjá mörgum að vera latir þess vegna er þjóðin eins og hún er í dag þar sem við nenntum aldei að taka á okkar málum. Góðærisbullið er nánast búið að eyðileggja þjóðina og það er ekkert nema sálrænn heilaþvottur að stjórnmálamenn hafi látið þjóð sína líða vítirskvalir.
Mörgum líður svo illa í dag að margir huga ekki að heilsu sinni og margir borða einungis ruslfæði.
Ég þekki þetta allt enda búinn að kryfja þessi mál til mergjar. Þú verður aldrei gamall/gömul ef þú hugsar um heilsuna. Þetta fyrirbæri líkaminn okkar hann er gerður fyrir hreyfingu og holt mataræði ef þú sinnir hvorugu munt þú verða feitur um ókmna framtíð.
Nú þurfa allir íslendingar að taka sér tak og berjast gegn þessum vágesti offitunni.
Baráttan með lýðheilsu heldur áfram,
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. október 2009
Þeir sem vilja í kjörþyngd þurfa að byggja upp nýjan lífstíl
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 03:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. október 2009
Atvinnuleysi verður yfir 15% á næsta ári.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar er stöðnun.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar þíðir í mínum huga 15% atvinnuleysi í lok næsta árs.
Aðgerðir kommanistastjórnar Íslands þíðir algjör stöðnun.
Aðgerðir kommanistastjórnar Íslands þíðir landflótta.
Aðgerðir kommanistastjórna Íslands þíðir algjört hrun.
Þess vegna verður þessi ríkisstjórn að fara frá strax.
Kommanistastjórnin er búin að ríkisvæða fólkið í landinu og frelsi einstaklingsins.
![]() |
Aukið langtímaatvinnuleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. september 2009
Hreyfing og breytt mataræði er málið.
Fyrir ári síðan var ég 110 kg og hafði farið mest upp í 117 kg að ég ákvað að gera eitthvað í mínum málum þar sem blóðþrýstingur og annar fylgisjúkdómur var farinn að herja á mig.
Í langan tíma var ég búinn að stútera næringarfræði og fl og einn aðal þátturinn í þessu sem ég læt aldrei ofan í mig er smjör og hverslags kartöflur sama hvað þær heita.
Í öllu þessu ferli er að vera skipulagður og gefa sér tíma fyrir hreyfingu að lágmarki 3 til 4 sinnum í viku að lágmarki klukkutíma í senn. Byrja hægt og auka hreyfinguna jafnt og þétt eftir því í hvaða formi þú ert hverju sinni.
Hjá mér hefur þetta tekist frábærlega.
Í dag er ég 83kg. Ég hef tekið þátt í hálfu maraþoni og hreyfi mig reglulega að lágmarki í dag 2 til 4 sinnum í viku einn og hálfan tíma í senn.
Það þarf ekki meira þegar þú ert búinn að ná þér niður í kjörþyngd þótt vissulega hreyfði ég mig meira þegar ég var að ná mér niður í kjörþyngd en þá þurfti svo margt annað að setja á hakanum en það eru einungis 24 tímar í sólarhringnum.
Þetta er orðin frábær lífsgæði sem ég hef fengið eftir þessa breyttu ásýnd að gera eitthvað í mínum málum.
Orkan flýgur yfir mann og maður verður að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni.
Að lokum.
Mín reynsla er að neyta ekki smjör, kartöflur og takmarkað af sælgæti með því flugu af mér 27 kg á einu ári og eða 34 kg miðað við það þegar ég var þyngstur.
Koma svo landsmenn því það er erfitt að burðast með þessi aukakíló í langan tíma.
![]() |
Pundið þyngist í Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. september 2009
Mætti á góðan fund í kvöld.
Við bræðurnir mættum saman á fundinn til að sýna heimilum landsins stuðning.
Það var mikill hiti í mönnum þar sem landsmönnum finnst stjórnvöld vera að gera lítið til upprisu heimilanna.
Það voru líka allir sammála um að núverandi aðgerðaleysi væri mun dýrkeyptara fyrir þjóðina en að gera eitthvað t.d eftir tvö ár þegar meira en helmingur þjóðarinnar væri orðinn gjaldþrota.
Gylfi var spurður að því hvort ekki væri verið að leyna þjóðina einhverju og landið væri í raun gjaldþrota?
Gylfi vildi ekki kannast við það.
Ég trúi ekki öðru eftir þennan góða fund að Gylfi hafi fengið mun meiri skilning á þeim vaxandi vanda sem hrjáir heimili landsins.
Það eru dökk ský að færast yfir landið ef ekkert verður að gert. Stjórnvöld verða að hafa hagsmunasamtök sem þjóðin treystir með sér í ráðum annað er ekki boðlegt. Það var hlegið dátt þegar Gylfi nefndi verkalýðshreifinguna sem hagsmunasamtök með í ráðum. En því miður þá nýtur VERKALÝÐSHREIFINGIN ekki traust hjá þjóðinni í dag og finnst mér það miður.
En vonandi hefur þessi fundur kveikt á einhverjum ljósaperum hjá stjórnvöldum.
![]() |
Óraunsæi að hundsa verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. september 2009
Ég deili áhyggjum mínum með Heilbrigðisráðherranum.
Það sem þessa ríkisstjórn vantar er framtíðarsýn og láta verkin tala. Það er óþolandi fyrir almenning mánuð eftir mánuð að horfa upp á aðgerðalitla ríkisstjórn gera nánast ekki neitt nema að eyða öllu púðrinu í Icesave og ESB ruglið.
Á þessum átta mánuðum hafa heimilin verið látin afskiptalaus og margir fengið óblíðar viðtökur hjá lánastofnunum og nánast sagt að éta það sem úti frýs.
Það vita allir að skera þurfi burt fituna af ríkisbákninu.
Þá er bara að vinda sér í verkin.
Vonandi verður það gert á manneskjulegan hátt.
![]() |
Með verulegar áhyggjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Get fengið vinnu erlendis en ætla sjá til með framvindu mála á Íslandi.
Hvert stefnir þetta hjá okkur?
Ég hef verið að undirbúa mig um flóttaleið ef allt fer í þá átt sem virðist stefna í.
Ríkisstjórnin telur að ekkert mál sé að skattleggja millitekjufólk upp í rjáfur og að koma sem flestum á hausinn.
Félagsmálaráðherrann virðist vera í einangrun í einhverskonar fílabeinsturni og í engum kontakt við þjóð sína.
Vegna sinnuleysis ríkisstjórnar Íslands þá blæðir heimilum hægt út og vandinn rúllar áfram eins og snjóbolti.
Lánin hækka,launin lækka, matvöruverð hefur hækkað um 50% og svo frv. Hvar endar þessi skrípaleikur?
Ef ríkisstjórn Íslands getur ekki gert betur en þetta gagnvart heimilum landsins þá á hún að lýsa þjóðina gjaldþrota og viðurkenna vandann.
Það flýr enginn sannur íslendingur landið nema að vandinn sé óbærilegur. Vandinn rúllar hratt um þessar mundir og skaði heimilanna er að verða óbærilegur
Um hver mánaðarmót líður mér eins og fávita sem greiðir skilvirkilega af mínum skuldbindingum en hef það samt á tilfinningunni að það væri alveg eins gott að sturta peningunum niður um klósettið þar sem það er ekkert gert til að skapa skilyrði fyrir heimilin í landinu.
Ég mun bíða eftir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og ef mér hugnast það ekki mun ég segja bless og kveðja ykkur íslendinga með söknuði eða alla þá sem ætla að borga þessar drápsklyfjar með óbærulegum skattahækkunum næstu 30 ára.
En ég mun berjast fram á síðustu stundu með öllum sönnum íslendingum þar til steingerfingarnir í alþingishúsinu vakni upp. Ef það tekst ekki þá bless, bless.
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Ísland er spiltasta land í vestur Evrópu.
Ísland sem var eitt sinn MINNST spiltasta land vestur evrópu EN er í dag frá mínu sjónarhorni séð spiltasta land græðgi og siðferðisleysi síðustu tíu ára í evrópu.
Er í startholunum að flytja burt ef ríkisstjórnin ætlar sér aðeins að slá upp tjaldborg í staðin fyrir skjaldborg fyrir heimilin í landinu.
RÍKISSTJÓRN íSLANDS VERÐUR AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ HEIMILUM BLÆÐIR HÆGT ÚT.
Heimilin blæða hægt út eins og maður í andarslitum. Nú er nóg komið af ICESAVE eða ESB nú er komið að því að bjarga heimilum landsins. Ef ríkisstjórnin vill ekki bjarga heimilinum þá verður hún að fara frá strax eða að við íslendingar neyðumst að flytja burt frá rústum landsins.
Ég mun aldrei sætta mig við það að borga ICESAVE fyrir óreiðumennina. ALDREI, ALDREI .
Heilbrigðismál | Breytt 23.8.2009 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 31. maí 2009
Þjóðargjaldþrot heimilanna á næstu mánuðum. Algjör ringulreið ríkisstjórnarinnar með sínu fyrsta útspili.
Við íslendingar erum gjaldþrota þjóð. Við getum ekki staðið við skuldbindingar útrásar víkinganna nema allt fari hér um koll með víxláhrifum.
Sjálfur finnur maður það með hverjum mánuðinum sem líður hvað það er mikil vitleysa að standa í skilum þar sem 75% íslendinga verða hvort að er gjaldþrota eftir ár með áframhaldandi úrræðaleysi stjórnvalda.
Það má ekki misskilja? Venjulegur maður reynir að standa í skilum í dag? En með fyrsta útspil stjórnvalda sem er lítið fjörlegt miðað við það sem koma skal.
Er eitthvað vit í því að hengja sig upp í ljósastaur og rembest við að standa í skilum í dag þegar það verður ómöglegt eftir hálft ár?
Kannski best að Sjálfstæðisflokkurinn þrífi skítinn upp eftir sjálfan sig.
Vissulega farið að fara í mínu fínustu taugar að búa og lifa í þessu spiltasta landi jarðkrínglunar
![]() |
Takmarka ábyrgð vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Eflum okkur og reysum íslensku þjóðina upp af rústunum.
Kreppan getur verið dásamleg ef fólk nýtur hennar rétt.
Í mínu tilviki eflir kreppan mann og maður hugsar öðruvísi.
Í ágúst mánuði sýndi baðviktin mín 110 kg, ég var búinn að hugsa lengi um það að nú yrði maður að gera eitthvað í sínum málum.
Eftir að hafa lesið mikið um mataræði og samsetningu matar á prótín ,kolvetni og fitu ákvað ég að segja skilið við besta vin minn sófann og eyða mínum auka tíma í hreyfingu.
Ég hef alltaf borðað vel og allan mat en breytt samsettningunni. Hreyft mig vel.
Ég er búinn að labba og hlaupa síðan 30 september um 1200 km.
Síðustu vikunar hef ég farið 1 sinni til 2 á dag í eina af okkar frábæru líkamsræktunarstofnun, lyft lóðum og hamast á hlaupabrettum.
Í dag sýnir viktin 89 kg og það er örugglega komin 10 kg af vöðvum þar sem allt skvap er farið og maður sjálfur orðinn eins og maður var upp á sitt besta á ungdómsárum sínum.
Það er bara þannig að þegar ég fór af stað þá var það erfitt en í dag er þetta orðið fíkn. Ég skelf og titra ef það líður meira en tveir dagar að komast ekki í ræktina.
Nú þarf öll íslenska þjóðin að vera í sínu besta og mesta formi þegar endurreisn Íslands er á næsta leiti og mattador góðærinu hefur verið hennt í ruslið.
Þjóðin má aldrei gefast upp.