Eflum okkur og reysum íslensku þjóðina upp af rústunum.

Kreppan getur verið dásamleg ef fólk nýtur hennar rétt.

Í mínu tilviki eflir kreppan mann og maður hugsar öðruvísi.

Í ágúst mánuði sýndi baðviktin mín 110 kg, ég var búinn að hugsa lengi um það  að nú yrði maður að gera eitthvað í sínum málum.

Eftir að hafa lesið mikið um mataræði og samsetningu matar á prótín ,kolvetni og fitu ákvað ég að segja skilið við besta vin minn sófann og eyða mínum auka tíma í hreyfingu.

Ég hef alltaf borðað vel og allan mat en breytt samsettningunni.  Hreyft mig vel.

Ég er búinn að labba og hlaupa síðan 30 september um 1200 km.

Síðustu vikunar hef ég farið 1 sinni til 2 á dag í eina af okkar frábæru líkamsræktunarstofnun, lyft lóðum og hamast á hlaupabrettum.

Í dag sýnir viktin 89 kg og það er örugglega komin 10 kg af vöðvum þar sem allt skvap er farið og maður sjálfur orðinn eins og maður var upp á sitt besta á ungdómsárum sínum.

Það er bara þannig að þegar ég fór af stað þá var það erfitt en í dag er þetta orðið fíkn.  Ég skelf og titra ef það líður meira en tveir dagar að komast ekki í ræktina.

Nú þarf öll íslenska þjóðin að vera í sínu besta og mesta formi þegar endurreisn Íslands er á næsta leiti og mattador góðærinu hefur verið hennt í ruslið.

Þjóðin má aldrei gefast upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband