Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 31. maí 2009
Þjóðargjaldþrot heimilanna á næstu mánuðum. Algjör ringulreið ríkisstjórnarinnar með sínu fyrsta útspili.
Við íslendingar erum gjaldþrota þjóð. Við getum ekki staðið við skuldbindingar útrásar víkinganna nema allt fari hér um koll með víxláhrifum.
Sjálfur finnur maður það með hverjum mánuðinum sem líður hvað það er mikil vitleysa að standa í skilum þar sem 75% íslendinga verða hvort að er gjaldþrota eftir ár með áframhaldandi úrræðaleysi stjórnvalda.
Það má ekki misskilja? Venjulegur maður reynir að standa í skilum í dag? En með fyrsta útspil stjórnvalda sem er lítið fjörlegt miðað við það sem koma skal.
Er eitthvað vit í því að hengja sig upp í ljósastaur og rembest við að standa í skilum í dag þegar það verður ómöglegt eftir hálft ár?
Kannski best að Sjálfstæðisflokkurinn þrífi skítinn upp eftir sjálfan sig.
Vissulega farið að fara í mínu fínustu taugar að búa og lifa í þessu spiltasta landi jarðkrínglunar
Takmarka ábyrgð vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Eflum okkur og reysum íslensku þjóðina upp af rústunum.
Kreppan getur verið dásamleg ef fólk nýtur hennar rétt.
Í mínu tilviki eflir kreppan mann og maður hugsar öðruvísi.
Í ágúst mánuði sýndi baðviktin mín 110 kg, ég var búinn að hugsa lengi um það að nú yrði maður að gera eitthvað í sínum málum.
Eftir að hafa lesið mikið um mataræði og samsetningu matar á prótín ,kolvetni og fitu ákvað ég að segja skilið við besta vin minn sófann og eyða mínum auka tíma í hreyfingu.
Ég hef alltaf borðað vel og allan mat en breytt samsettningunni. Hreyft mig vel.
Ég er búinn að labba og hlaupa síðan 30 september um 1200 km.
Síðustu vikunar hef ég farið 1 sinni til 2 á dag í eina af okkar frábæru líkamsræktunarstofnun, lyft lóðum og hamast á hlaupabrettum.
Í dag sýnir viktin 89 kg og það er örugglega komin 10 kg af vöðvum þar sem allt skvap er farið og maður sjálfur orðinn eins og maður var upp á sitt besta á ungdómsárum sínum.
Það er bara þannig að þegar ég fór af stað þá var það erfitt en í dag er þetta orðið fíkn. Ég skelf og titra ef það líður meira en tveir dagar að komast ekki í ræktina.
Nú þarf öll íslenska þjóðin að vera í sínu besta og mesta formi þegar endurreisn Íslands er á næsta leiti og mattador góðærinu hefur verið hennt í ruslið.
Þjóðin má aldrei gefast upp.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. september 2008
Tókst teinóttu mönnunum að koma okkur á hausinn?
Bankakreppa þýðir fleiri fyrirtæki fara á hausinn.
10- 30% atvinnuleysi.
Hvers vegna létu stjórnvöld þetta viðgangast? Horfðu á og gerðu ekki neitt. Gagnrýndu ekki einu sinni kaupréttasamninganna upp á hundruði miljóna eða miljarða fyrir einn einstakling.
Öll þjóðin hefur verið mjög gáttuð á þessu en okkur var sagt að þetta væri eðlilegt þar sem drengirnir í teinóttu jakkafötunum væru svo svakalega klárir.
Ég sé ekki fram á annað en að þetta brjálaði einkavæðingarinnar sé að tröllríða þjóðinni og koma tugum þúsunda landsmanna á hausinn á næstu mánuðum.
Það er kannski kominn tími á að byrja upp á nýtt og þjóðnýta bankanna aftur og taka þá frá mönnunum í teinóttu jakkafötunum.
Eða kannski verður það hlutskipti hins venjulega Íslendings í meðal launaðari vinnu að flýja land eftir betra lífi?
Ég skora á Geir Harða að tala opinskátt við þjóðina og segja henni sannleikann um það hvort framtíð okkar sé að búa við 20- 30 % vexti um ókomna framtíð.
Það hafa allir sem flokkast undir hinn sauðsvarta almúga séð að þetta rugl gat ekki gengið til lengdar.
Ég tel ef íslenska ríkið væri fyrirtæki í minni eigu þá væri ég búinn að reka alla ríkisstjórnina þótt blár sé ég í gegn.
Ráðamenn funduðu fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 04:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Ingibjörg stoppar frjálst fall Samfylkingarinnar í bili ?
Ég vil byrja á því að óska öllum Manchester United aðdáðendum til hamingju með meistaratitilinn.
Það ber einnig að óska Ingibjörgu Sólrúnu yfirmanns Samfylkingarinnar til hamingju með yfirlýsinguna um eftirlaunafrumvarpið.
Nú verður yfirmaður Samfylkingarinnar að standa við þessi orðavopn sín og sýna okkur sauðsvarta almúganum að eitthvað sé að marka þessi orðavopn eða orða gjálfur?
Í nútíma þjóðfélagi eru orð eitt og framkvæmd annað. Ég tek undir orð Jóns Magnússonar að ganga á alla leið í þessu máli og láta þá sem þegar hafa leikið tveimur skjöldum í vinnu og þegið lífeyri sanna siðferðislega sín mál. Látum þá fara dómstólaleiðina þannig að við fáum að kynnast þeim sem ekki eru sáttir við að ólög séu tekin til baka.
Sjáum síðan til hvernig ríkisstjórnin tekur á mannréttindabrota málunum gagnvart sjómönnum í sambandi við kvótakerfið.
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Er fyndið að fólk fái sér aukavinnu í þessari óðaverðbólgu?
Starfsmaður RIÓ TINTÓ hefur haft að aukavinnu að lesa fréttir um helgar
"Ef satt reynist væri ég afskaplega ósáttur. Og þætti þetta slæmt," segir Óðinn Jónsson fréttastjóri útvarps. Jón Hannes Stefánsson er starfsmaður RÚV útvarpssviðs, og þykir með betri þulum sem fram hefur komið á seinni árum.
Það fengu útvarpshlustendur til dæmis að heyra þegar Jón Hannes las fjögur-fréttir á laugardag síðastliðinn en þá lesa starfsmenn útvarpssviðs sem ekki tilheyra fréttadeildinni fréttirnar. Hins vegar hnykkti glöggum og gagnrýnum við því Jón Hannes er jafnframt starfsmaður markaðsdeildar Alcan eða Rio Tinto Alcan í Straumsvík. "
Að semja til fjögura ára og geta sig hvergi hreyft er skandall? Að vera fangi verkalýðshreifingrinnar er ekki gott? Í óðaverðbólgunni hafa þeir sem hafa ábyrgð og aldrei notið launaskriðs fengið aðeins um 15.000 kr á mánuði. Þess vegna tel ég eðlilegt að Jón fái sér aukavinnu til að drýgja tekjunar. Kannski að ég fari eftir Jóni og fái mér aukavinnu þar sem sem ekki er hægt að éta það sem úti frýs og samningar til fjögra ára hlægilegir.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Bensínlítirinn stefnir yfir 200 krónur? Er kreppa framundan?
Mætur og orðvar maður sagði mér um daginn að það kæmi sér ekki á óvart að bensínlítirinn færi yfir tvöhundruð krónur í haust miðað við það hvernig hann sér stöðuna.
Það er alveg á hreinu að lána sukk góðærið er liðið. Við erum farin að sjá skammtíma samninga sem er ávísun á stórfelda hækkun launa og verðlags sem er samnefnari á óða verðbólgu sem ókleyft er að ganga út úr nema einhvers konar þjóðarsátt náist sem fyrst.
Þetta er mikið sjokk fyrir þjóðina og þá sérstaklega unga fólkið sem aldrei hefur upplifað kreppu en það er mitt mat að hún er á blússandi siglingu inn í okkar þjóðlíf.
Sjálfur hef ég undirbúið mig vel fyrir kreppuna og tekið lítinn þátt í lánafylliríinu þannig að ég ætti að þola vel í tvö til þrju mögur þokkaleg ár.
Í kreppu þá hægist mjög á hjólum atvinnulífsins og keðjuverkun fer á stað? mörg fyrirtæki fara á hausinn þar sem fólk hættir viðskiptum vegna minna fjármagns. T.d versla ég allar mínar matvörur í dag hjá Krónunni eða Bónus en mun lágmarka viðskipti mín við dýrari matvöruverslanir. Einnig tel ég líklegt að ég muni segja upp áskriftum á Morgunblaðinu og hjá ljósvakafjölmiðlum stöðvar 2. En ég er neyddur til að vera áskrifandi af RUV nema ég hendi sjónvörpunum eins fáránlegt og það er. En í mínum huga er það nauðungaráskrift sem er fáránleg að mínu mati og viss nauðgun upp á þjóðina.
Nú ætti ríkisstjórnin sem hefur verið afskaplega aðgerðalítil það sem af er að koma til móts við unga fólkið og kenna þeim að lifa af kreppu eða blása lífi og von um að þetta sé aðeins skammvin kreppa og enginn þurfi að hafa áhyggjur.
Í dag sé ég ekkert sem ríkisstjórnin gerir til að blása lífi í þjóðina en vona það besta.
Skeljungur hækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)