Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Þriðjudagur, 1. september 2009
24% fylgjandi Icesave,
Það er eftirtektarvert að sjá hvað margir eru hlyntir samningnum eða 24%
Líklegast er skýringin sú að um helmingur hefur kynnt sér hann illa og þess vegna ekki marktækur í skoðun á honum.
En forsetinn á að taka þessa skoðanakönnun til greina og setja hann í þjóðarkosningar.
Meirihluti á móti ríkisábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Gjá milli þjóðar og þings? ÞJÓÐIN Á AÐ EIGA SÍÐASTA ORÐIÐ.
Þetta er tveir vondir kostir?
Því er sá kostur betri að láta ekki kúga okkur að borga eitthvað sem hinn venjulegi almenningur stofnaði ekki til.
Því skora ég á forsetan að skrifa ekki undir Icesave lögin þar sem mikil gjá er milli þjóðar og þingheims í þessu máli.
Verum sterk þjóð, berjumst og látum ekki kúga okkur.
Hvattur til að synja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Flott að fá Guðjón í Sjávarútvegsráðuneytið.
Ég fagna því að fá Guðjón í Sjávarútvegsráðuneytið.
Loksins hefur Guðjón tækifæri til að standa við stóru orðin.
Sammála Guðjóni að umpóla þurfi þessu gjörspilta og handónýta fiskveiðistjórnunarkerfi.
Áfram Guðjón! 75% þjóðarinnar styður þig til góðra verka um réttlát og öflugt fiskveiðastjórnunarkerfi.
Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Þetta er fjárkúgun.
Vissulega flokkast það undir fjárkúgun þegar fólk þarf að borga eitthvað sem þeim í prinsippinu ber ekki að borga.
Að örfáir einstaklingar hafi getað leikið þjóð sína svona grátt er með ólíkindum.
Það er líka með ólíkindum að þeir sem bera ábyrgðina lifa enn góðu og blómlegu lífi með auð sinn og hlægja að okkur smælingjunum hvað þeir eru ofsalega klárir.
Hvers vegna er ekki unnið hraðar í því að eigur þessara manna séu teknar upp í ICESAVE skuldina og sjá svo til hvað stendur út af borðinu í lokinn?
Hvernig skyldi lánabók Glitnis og Landsbankans líta út?
Segja Íslendinga beitta fjárkúgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Það var engin spilling á Íslandi árin 2006 og 2007 samkvæmt könnun Transparency International
Ísland var í sjötta sæti á lista yfir lönd þar sem minnst spilling ríkir í stjórnsýslunni árið 2007.
Þetta kom fram á lista sem óháða eftirlitsstofnunin Transparency International gaf út árið 2007.
Árið 2006 var Ísland í efsta sæti listans ásamt Finnlandi og Nýja-Sjálandi.
Þau lönd voru enn í efsta sæti listans ásamt Danmörku með einkunnina 9,4 árið 2007.
Spilltustu löndin, það er þau lönd sem alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir bera minnst traust til, voru hins vegar Myanmar og Sómalía.
Alls eru 180 ríki á lista Transparency International. Ísland fær einkunnina 9,2 en þau spilltustu, Myanmar og Sómalía fá einkunnina 1,4 af tíu mögulegum. Þriðja spilltasta landið er Írak með einkunnina 1,5.
Hvar er Ísland á listanum árið 2009 og með hvaða einkunn?
Þegar stórt er spurt er lítið um svör
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Get fengið vinnu erlendis en ætla sjá til með framvindu mála á Íslandi.
Hvert stefnir þetta hjá okkur?
Ég hef verið að undirbúa mig um flóttaleið ef allt fer í þá átt sem virðist stefna í.
Ríkisstjórnin telur að ekkert mál sé að skattleggja millitekjufólk upp í rjáfur og að koma sem flestum á hausinn.
Félagsmálaráðherrann virðist vera í einangrun í einhverskonar fílabeinsturni og í engum kontakt við þjóð sína.
Vegna sinnuleysis ríkisstjórnar Íslands þá blæðir heimilum hægt út og vandinn rúllar áfram eins og snjóbolti.
Lánin hækka,launin lækka, matvöruverð hefur hækkað um 50% og svo frv. Hvar endar þessi skrípaleikur?
Ef ríkisstjórn Íslands getur ekki gert betur en þetta gagnvart heimilum landsins þá á hún að lýsa þjóðina gjaldþrota og viðurkenna vandann.
Það flýr enginn sannur íslendingur landið nema að vandinn sé óbærilegur. Vandinn rúllar hratt um þessar mundir og skaði heimilanna er að verða óbærilegur
Um hver mánaðarmót líður mér eins og fávita sem greiðir skilvirkilega af mínum skuldbindingum en hef það samt á tilfinningunni að það væri alveg eins gott að sturta peningunum niður um klósettið þar sem það er ekkert gert til að skapa skilyrði fyrir heimilin í landinu.
Ég mun bíða eftir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og ef mér hugnast það ekki mun ég segja bless og kveðja ykkur íslendinga með söknuði eða alla þá sem ætla að borga þessar drápsklyfjar með óbærulegum skattahækkunum næstu 30 ára.
En ég mun berjast fram á síðustu stundu með öllum sönnum íslendingum þar til steingerfingarnir í alþingishúsinu vakni upp. Ef það tekst ekki þá bless, bless.
Föstudagur, 28. ágúst 2009
Óbærilegar skattahækkanir framundan.
Hvað þýðir þetta?
Að mínu viti þýðir þetta óbærilegar skattahækkanir framundan?
Vegna aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart heimilum landsins er að styttast í það að meirihluta þjóðarinnar fer að leggjast í greiðsluléti þar sem ekkert er framundan nema áratuga örbrigð.
Á meðan ganga þeir lausir sem bera ábyrgðina og hlægja af okkur sauðsvarta almúganum og finnst það sjálfsagður hlutur að við borgum og borgum.
Sem venjulegur millitekjumaður er ég farinn að finna verulega fyrir buddunni og þau tímamót koma örugglega að margir íslendingar sem geta staðið í skilum í dag geta það ekki eftir nokkra mánuði.
Ég ætla að taka þátt í því með samtökum heimilana um mánaðarmótin október að borga ekkert í 15 daga. Sýna þar með táknræn mótmæli. Vona að sem flestir landsmenn sjái sér fært að taka þátt í þessum táknrænu mótmælum og mótmæla þessu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart heimilum landsins.
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. ágúst 2009
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes verður að gera sér grein fyrir því að hann er höfundur öfgafrjálshyggjunar þar sem allt átti að selja og koma í pening.
Oft hafði ég á tilfinnungunni að hann væri tilbúinn að einkavæða ömmu sína ef viðunandi verð hefði fengist fyrir hana.
Hannes er höfundur ásamt fleirum að þessari hrikalegu græðgisvæðingu fárra útvaldra sem í upphafi fengu allar þjóðarnytjar gefins en sólunduðu síðan öllu og nú á þjóðin að borga.
Nú berjumst við þjóðin og komum öllum þessum mönnum burt sem bera ábyrgð á hruninu. Ef endurreisnin á að takast þá verða nýir menn að koma að þar sem ekkert annað er í boði.
Ef spillingin á að viðgangast þá munu margir íslendingar gerast pólitískir flóttamenn í öðrum löndum.
Öll þessi spilling byrjaði með kvótakerfinu og síðan vatt hún upp á sig og margir spillingar jöfrar komust á bragðið og gátu ekki stoppað. Þetta varð að dómínó bolta.
Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Ætlar hún virkilega ekki að hreinsa til þar sem allt of margir eru enn að vinna fyrir ríkisstjórnina sem bera einhvera ábyrgð á þessu hruni.
Ég tek upp orð Sverris Stormskers? Ég sem einn af meðlimum þjóðfélagsins mun aldrei sætta mig við það að ég sé tekinn beint í kakóið.
Berjumst íslendingar fyrir nýju íslandi með nýju útrásarfólki sem fer eftir leikreglum markaðarins.
Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Ég varaði við græðigisvæðingunni árið 2000 með grein í Morgunblaðið.
Árið 1999 og árið 2000 sá ég mig knúinn að skrifa greinar í Morgunblaðið þar sem ég varaði landsmenn við þeirri græðgisvæðingu sem þá var að byrja að tröllríða Íslandi með þeim skelfilegu afleiðingum sem við búum við í dag.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Aðsend grein sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar árið 2000.
Ég vil biðja fólk að standa vörð um mannréttindi sín, segir Árelíus Þórðarson, og berjast gegn öllu því óréttlæti sem yfir það er látið ganga.
Varúð
Með sama stjórnarfari er lýðræði þjóðarinnar í stórhættu, hagsmunir auðvaldsins eru látnir ráða á kostnað almúgans í landinu. Þannig stefnir í að eignaskiptingin verði eins og í Brasilíu, þar sem 7% þjóðarinnar eiga allt en 93% þjóðarinnar minna en ekki neitt. Þá geta landsmenn hugsað um það hvort ekki sé betra að flytja til Kanaríeyja. Svo er komið að forseti þjóðarinnar sá ástæðu til að benda á það við setningu Alþingis að hætta væri á, með sömu þróun, að valdið færðist út fyrir sali þingsins.Á dögum Sovétríkjanna var til stjórntæki sem nefndist heilaþvottur, þar sem almúginn var mataður af því sem ráðamenn í Kreml vildu láta heyrast. Oft hef ég haft það á tilfinningunni að verið sé að beita þessu stjórntæki hér á okkar litla Íslandi. Sem dæmi má nefna hina svokölluðu sáttanefnd, hún var kosningaloforð stjórnarflokkanna fyrir síðustu kosningar, sem mataði almenning á því að reyna ætti að ná sátt um stjórn fiskveiða. Þessi nefnd var sjónarspil stjórnarflokkanna til að villa um fyrir almenningi í landinu. Að mínu viti mun aldrei nást sátt úr þessari nefnd.
Samningar
Nú eru samningar á næsta leiti og vil ég skora á landsmenn að styðja við bakið á verkalýðshreyfingunni í komandi kjarasamningum þannig að þjóðarsátt verði um það að lægstu launin hækki mest á kostnað þeirra sem hærri launin hafa og þrælahald vegna láglaunastefnu atvinnurekanda og ríkisstjórnarinnar verði afnumið. Það er ekki líðandi að horfa upp á fólk allt í kring um sig, sem á ekki til hnífs og skeiðar vegna þess að hagsmunir þessa fólks eru látnir víkja fyrir peningaöflunum í landinu. Við verðum að stöðva þá þróun að flutt er inn vinnuafl frá vanþróuðu ríkjunum til að halda launum verkafólks niðri. Hvernig er komið fyrir farmannastéttinni?Að öllu óbreyttu munu mörg heimili leysast upp á næstu árum vegna þess að stór hluti almennings í landinu hefur útborguð laun sem jaðra við fátæktarmörk og getur ekki staðið við skuldbindingar sínar, þar sem skuldir heimilanna hafa meira en tvöfaldast á síðustu árum. Að lokum langar mig að biðja fólk að standa vörð um mannréttindi sín og berjast gegn öllu því óréttlæti sem yfir það er látið ganga. Einnig að standa vörð um lýðræði lands og þjóðar með því að láta skoðanir sínar í ljós.
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Hvað er líkt með Hannesi og Göbels?
Báður voru þeir áróðursmeistarar og náðu að heilaþvo þjóð sína.
Þeir komu þjóð sinni á ískaldan klakann þótt vissulega hafi Göbels verið forhertari.
Eftir áratuga heilaþvott enduðu þjóðir þessara manna algjörlega í rúst.
Báðir tveir hlífðu engum til að koma skoðunum sínum á framfæri á öndveru við þá.
Þótt það kostaði þegar tímar liðu þjóðir þeirra rústir einar.
Þegar þjóðverjar losnuðu við Göbels og alla hans hirð þá var þjóðin fljót að vinna sig upp úr rústunum enda sterk þjóð þegar hún losnaði undan oki heilaþvottarins.
Nú þarf íslenska þjóðin að losna við Hannes og hans trúarbræður, senda þá í útlegð án möguleika á heimkomu til Íslands enda eru íslendingar sterk þjóð án svona manna.
Báðir þessir menn sköðuðu þjóð sína heilmikið þótt vissulega hafi Göbbels verið grimmari morðingi en vissulega er Hannes það ekki.
Nú þarf að keyra allt á fullt til að þeir sem bera ábyrgðina verði látnir bera ábyrgð.
Ég legg til að sjónvarp allra landsmanna fari í söfnun þannig að hægt sé að byggja rammgert fangelsi og refsiramminn verði hækkaður úr 16 árum í 50 ár. eða senda þá sem bera ábyrgðina í útlegð um ókomna tíð.