Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
Sammála Sigurði G Guðjónssyni um að allar forsendur eru brostnar.
Var almenningur rændur?
Ég segi JÁ.
"Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir að lántakendur ættu ekki að greiða krónu meira af lánum sínum en upphaflegar forsendur kváðu á um þegar það var tekið. Lán hafa hækkuð upp úr öllu valdi og forsendur þeirra gjörbreyst frá því þau voru tekin. Telji bankinn sig eiga heimtingu á hærri upphæð geti hann komið og sótt málið fyrir dómi"
Eiga landsmenn ekki að láta reyna á þetta þar sem aðfarir stjórnvalda og fjármálastofnanna eru ekkert annað en svik við okkur almenning í landinu og þá þeirra sem aldrei tóku þátt í þessu útrásarbulli.
Ég ætla ekki að láta þetta yfir mig ganga að hafa verið rændur í skjóli myrkurs og trúi ég ekki öðru en að flestir landsmenn séu á sömu skoðun.
Þetta endar á einn veg ef ekkert er að gert?
Þegar almenningur nennir ekki lengur að berjast með alskonar víxláhrifum að standa í skilum og fer í greiðsluleti.
Til hamingju Sigurður og velkominn í hópinn til bjargar íslenskum fjölskyldum. Flott að horfa fram á veginn.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Ísland er spiltasta land í vestur Evrópu.
Ísland sem var eitt sinn MINNST spiltasta land vestur evrópu EN er í dag frá mínu sjónarhorni séð spiltasta land græðgi og siðferðisleysi síðustu tíu ára í evrópu.
Er í startholunum að flytja burt ef ríkisstjórnin ætlar sér aðeins að slá upp tjaldborg í staðin fyrir skjaldborg fyrir heimilin í landinu.
RÍKISSTJÓRN íSLANDS VERÐUR AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ HEIMILUM BLÆÐIR HÆGT ÚT.
Heimilin blæða hægt út eins og maður í andarslitum. Nú er nóg komið af ICESAVE eða ESB nú er komið að því að bjarga heimilum landsins. Ef ríkisstjórnin vill ekki bjarga heimilinum þá verður hún að fara frá strax eða að við íslendingar neyðumst að flytja burt frá rústum landsins.
Ég mun aldrei sætta mig við það að borga ICESAVE fyrir óreiðumennina. ALDREI, ALDREI .
Viðskipti og fjármál | Breytt 23.8.2009 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Það er ekkert traust á íslenskum bönkum.
Í mínum huga er ekkert traust á íslenskum bönkum. Það er ekkert traust þegar ekki er farið í það að ryksuga almennilega út og gera allt snyrtilegt og nýtt.
Það er ekkert traust þegar leyna á fílunni og sóðaskapnum hvað Glitni og Landsbankann varðar.
Það er erfitt að fara eitthvað? Það er sama hvert horft er? Nauðugir þurfa landsmenn að eiga viðskipti við mafíu meðan ekki er almennilega tekið til svo tekið sé eftir því.
Það verður að fá allt upp á borðið. senda út lánabók Glitnis og Landbankans fyrir hrunið og hlífa þar með nýjum viðskiptavinum.
Að lokum.
Ótrúlegt að bankastjórinn hafi ekki tekið ákvörðun um lögbann í samráði við stjórnina? Hver er staða hans í dag? Nýtur hann traust hjá viðskiptavinum Kaupþings?
Stjórn Kaupþings harmar skaðann af lögbanninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Lánabækur Landsbankans og Glitnis upp á borðið.
Aukin upplýsingaskylda banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Gott hjá Kaupþing en við þjóðin viljum allt á borðið frá Landsbanka og Glitni.
Kaupþingbanki gat ekki annað gert, Reiði fólks var rauðglóandi og maður þurfti á allri sinni orku á að halda að missa sig ekki.
Nú þarf að flýta þessari rannsókn og refsa þeim sem komu okkur þjóðinni á kaldan ís annað er óþolandi.
Þótt Kaupþing hafi séð að sér þá hef ég óbragð í munni gagnvart bankanum þótt hann sé minn viðskiptarbanki en ekki hef ég meira álit á hinum bönkunum.
Í mínum huga verður að stofna algjörlega nýjan ríkisbanka með algjörlega nýja yfirstjórnendur, Helst vildi ég að erlendur banki setti upp útirbú hér á landi.
Það er hrikalegt að þurfa nauðugur að hafa viðskipti við eitthvað sem teljast má glæpsamlegt.
En svona er Ísland í dag.
Falla frá lögbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. ágúst 2009
Nú erum við sammála,ég og Ögmundur.
Miðað við allt sem á undan er gengið þá er nauðsyn að afnema bankaleynd. Sérstaklega þegar bankar hafa verið rændir innan frá.
Þegar hreinsunarverkinu líkur og ný regluverk hafa verða samin má athuga einhverkonar nýjar leikreglur til að fá erlenda fjárfesta til landsins.
Í dag er glórulaust að hafa leynd í svo alvarlegu sakamáli sem snúa að fjármálastofnunum.
Ég styð Ögmund í þessu máli.
Vill aflétta bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Hvers vegna eru bankaræningjar ekki bak við lás og slá?
Hver er munurinn á að ræna banka innan frá eða fyrir opinberum tjöldum? Þegar stórt er spurt er lítið um svör.
Hvers vegna er enginn útrásar glæpamaður settur í bönd þótt almenningur sjái að þvílíkur glæpur hafi verið framinn gegn íslensku þjóðinni.
Hvers vegna var fátæklingur sem rændi einu kjötlæri í Hagkaup settur inn í nokkra mánuði á meðan ekki er hreyft við landráðamönnum.
Ég er löngu hættur að skilja upp eða niður í þessu mest spiltasta þjóðfélagi veraldar sem ég er svo óheppinn að fæðast í.
Ég skora á þessa duglausu ríkisstjórn sem var kosin til að stíga upp og fara að sanna sig til að aflétta þessari bankaleynd um þessa spillingu sem grasserar innan herbúðar hennar.
Ríkisstjórnin verður að fara að skipuleggja sig og fara í að finna húsnæði þar sem við getum hýst þessa útrásar glæðamenn næstu árin sem virðast teljast í tugum manna.
Nú er þolinmæðin komin að þrotum og við viljum þjóðfélags réttlætis.
Nú er uppreisn á næsta leyti ef ekkert verður að gert að vinda ofan af þessu rugli sýslumanns Reykjavíkurs.
Nú er komið nóg og við látum ekki þessa ófyrleitnu útrásar víkinga traðka á okkur í skítinnn.
Ég mun gera allt til að losna undan oki míns viðskiptabanka, Kaupþings eftir helgi. Ríkisstjórnin verður að hjálpa almenningi okkur að komast undan oki þessara glæpamanna og banka sem heitir Kaupþing banki.
Skrifa ekki meira í bili þar sem ég þarf að fara að æla?
Hendur fjölmiðla bundnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Okkur vantar leiðtoga og kannski er það Davíð?
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. júlí 2009
Við verðum að fá besta fáanlega fólkið til að stjórna landinu, ekki kjána.
Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að við eigum ekki að samþykja þennan Icesave samning og binda okkur í skulda klafa um ókomin ár SEM ÞÝÐIR MIKLA FÁTÆKT.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þeirra ágætu konu hefur valdið mér miklum vondbrigðum. Þessir skattaklafar næstu áratugina sem ríkisstjórnin er búin að boða munu valda öllum íslenskum almenningi þvílíku tjóni og fátækt að best er að viðurkenna vandann STRAX og þess vegna lýsa yfir þjóðargjaldþroti.
Almenningur getur ekki tekið við áformuðum skattahækkunum, það er vonlaust og þýðir alsherjar gjaldþrot tug þúsunda venjulegra heimila.
Nú þurfum við þjóðstjórn, ekki stjórn sem almenningur treystir ekki.
Hef hugsað um það í margar vikur hvort fjölskyldan eigi að pakka niður og flýja land eins og flóttamaður frá stríðsþjáðu landi.
Enn mun ég sjá til og bíð eftir framtíðarsýn sem venjulegt fólk getur búið við.
Geir Haarde: Hann tók því illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Sorglegur þjóðhátíðardagur um stefnu ríkisstjórnarinnar að reysa skuli tjaldborg í stað heimila
Sorglegt en staðreynd.
Ég held að ríkisstjórnin hafi mismælt sig þegar hún sagðist ætla að standa vörð um skaldborg heimilanna. Ég held að hún hafi meint að stuðla skuli að tjaldborg í stað heimilanna og líklegast er það sem koma skal.
Vissulega sorglegur þjóðhátíðardagur en ég held að þetta sé undanfari á því sem koma skal því miður.
Eyðilagði íbúðarhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |