Færsluflokkur: Spaugilegt
Sunnudagur, 25. maí 2008
Eru alþingismenn eins og skjaldbakan í þessu máli?
Það er ótrúlegur hæga gangur í þessu máli ef annað borð á að vinna í réttlætinu.
Í mínum huga sé ég ekkert að því að breytingarnar falli í þá átt að þeir sem hafa þegið eftirlaun ofan á laun eftir að þessi ólög voru sett á greiði til baka. Nákvæmlega eins og öryrkjar og aldraðir gegnum árin þegar þeir hafa fengið ofgreitt.
Annars skora ég á ráðamenn að vinna hratt í þessu máli. Þeir hafa sýnt það í mörgum málum að þeir geta það.
Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. maí 2008
Álver í Helguvík mun bjarga íslensku þjóðlífi frá hrunadansi?
Nú eru reyknesingar komnir í gírinn og byrjað skal á fullu að vinna við uppbyggingu álvers í Helguvík sem á að hefja starfsemi sína árið 2010.
Tímasetningin á byggingu álversins er góð þar sem íslenskt efnahagslíf er að stefna mjög langt í dífu. Þessi framkvæmd mun lágmarka skaðan og efnahag fólks.
Til hamingju reyknesingar sem tóku gullið frá okkur hafnfirðingum.
Ég játa það að það er mjög skrítið að búa í Hafnarfirði og skil ég oft ekki þá leið sem stjórna bænum eru að fara?
Enda er óþolandi að þurfa að borga tug þúsunda í auka skatta á hverju ári sem segir að bæjarfélagið er á barmi.............................?
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Verður maður neyddur að lokum að styðja vinstri flokka vegna aðgerðaleysis Geirs Haarde
Þegar maður rýnir í síðustu tvo áratuginna sem eldheitur hægri sinnaður framfara maður þá verður maður hugsi?
Síðustu 17 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd og talið okkur sauðsvarta almúganum trú um að gæfa þjóðarinnar væri að sumir forréttindahópar ættu að njóta auðæfi þjóðarinnar gefins. Það myndi verða best fyrir alla þar sem það yrði í þágu þjóðarinnar.
Nú þarf sauðvarti almúginn að borga 20% vexti af húsnæðisstjórnarlánunum sínum á meðan að sjálftökumennirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn skóp með gjafabréfinu sínu þurfa ekki að hafa áhyggjur til lífstíðar.
Til hamingju Davíð Oddson, Geir Haarde, Ingibjörg sem tekur starf sitt alvarlega á kostnað loforða við þjóð sína.
Þetta er að fara hratt niður á við og maður finnur fyrir hækkunum á hverjum degi. Við erum komnir í sama farið aftur og ríkisstjórn sem vill ekki þjóðarsátt getur ekki ætlast að þeir sem eiga eftir að semja semji lengur í kjarasamningum en til sex mánaða í senn.
Þessi ríkisstjórn verður örugglega mynnst sem ein sú vanmáttasta ríkisstjórn frá tíma lýðveldisins.
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Er Ingibjörg að skilja við Geir Harde?
Miðað við allt þá virðast hjónin á stjórnarheimilinu Geir og Ingibjörg ekki ganga í takt. það er mín skoðun að kallinn á alltaf að hlusta á hvað konan hefur að segja og virða hennar skoðun. Ekki vera þessi drumbur sem les blöðin,horfir á fréttir, lokar eyrunum og nennir ekki að hlusta á þusið. Þannig hjónaband er líklegast til að mistakast og endar yfirleitt með skilnaði.
Ef kallinn vill vera vondur við okkur börnin (þjóðina) Þá á konan vissulega að rísa upp og taka hanskann upp fyrir börnin sín (þjóðina). Því ég efa það ekki að Ingibjörg Sólrún er góð kona sem vill allt gera fyrir okkur börnin (þjóðina) en kall garmurinn vill ekki gefa sig enda er hann þrjóskur mjög og af gamla skólanum.
Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. maí 2008
Íslensku bankarnir þróttmiklir og eiginfjárstaða viðunandi. Á kosnað almennings
Enda borga landsmenn 25% vexti af yfirdráttalánum sínum. 15- 20% af húsnæðisstjórnarlánum sínum og svo frv.
Hvaða þjóð þolir svona okurvexti til lengdar?
Er ekki stjórnun Seðlabankanns kol röng og er ekki komin tími til að finna nýja leiðir?
Ég hvatti hinn ágæta forsætisráðherra í síðustu bloggfærslu að hífa upp um sig belti og axlabönd. Miðað við hádegisviðtalið í dag virðist hann og hans ríkisstjórn vera með buxurnar á hælunum.
Finnum saman leiðir að þjóðarsátt? Ólafur F, Geir og Ingibjörg það má ekki ögra þjóðinni,
Notið næstu daga til þingloka og vinnið í öllum þeim stærstu réttlætismálum sem snúa að þjóðinni og förum svo öll saman í nýja þjóðarsátt.
Manni líður einhvern´veginn þannig að Island er Mattadorspil þar sem allir tapa nema einn.
Reynir á viðnámsþrótt bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. maí 2008
25 dagar þangað til utanríkisráðherra svíkur stærsta loforð sitt sem brennur á íslensku þjóðinni.
Ingibjörg lofaði fyrir síðustu kosningar að hennar fyrsta verk væri fyrir þinglok ef hún kæmist til valda að breyta eftirlaunum ráðamanna til jafns við hinn sauðsvarta almúga.
Þögnin ein er í þessum málum og með sama áframhaldi mun frú Ingibjörg rúin trausti hjá almenningi. Að beygja sig svona undir samstarfsflokkinn miðað við yfirlýsingar í jafnmikilvægu og þjóðþrifa sanngjörnu máli verður ekki Samfylkingunni til tekna.
Stöð 2 hefur minnst á loforð Ingibjargar sem þeir eiga þökk fyrir.
Annars verður maður að brosa af sviknum loforðum og verður Ingibjörg og Samfylkingin að eiga það við sig,