Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Mánudagur, 12. maí 2008
Ingibjörg stoppar frjálst fall Samfylkingarinnar í bili ?
Ég vil byrja á því að óska öllum Manchester United aðdáðendum til hamingju með meistaratitilinn.
Það ber einnig að óska Ingibjörgu Sólrúnu yfirmanns Samfylkingarinnar til hamingju með yfirlýsinguna um eftirlaunafrumvarpið.
Nú verður yfirmaður Samfylkingarinnar að standa við þessi orðavopn sín og sýna okkur sauðsvarta almúganum að eitthvað sé að marka þessi orðavopn eða orða gjálfur?
Í nútíma þjóðfélagi eru orð eitt og framkvæmd annað. Ég tek undir orð Jóns Magnússonar að ganga á alla leið í þessu máli og láta þá sem þegar hafa leikið tveimur skjöldum í vinnu og þegið lífeyri sanna siðferðislega sín mál. Látum þá fara dómstólaleiðina þannig að við fáum að kynnast þeim sem ekki eru sáttir við að ólög séu tekin til baka.
Sjáum síðan til hvernig ríkisstjórnin tekur á mannréttindabrota málunum gagnvart sjómönnum í sambandi við kvótakerfið.
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. maí 2008
Íslensku bankarnir þróttmiklir og eiginfjárstaða viðunandi. Á kosnað almennings
Enda borga landsmenn 25% vexti af yfirdráttalánum sínum. 15- 20% af húsnæðisstjórnarlánum sínum og svo frv.
Hvaða þjóð þolir svona okurvexti til lengdar?
Er ekki stjórnun Seðlabankanns kol röng og er ekki komin tími til að finna nýja leiðir?
Ég hvatti hinn ágæta forsætisráðherra í síðustu bloggfærslu að hífa upp um sig belti og axlabönd. Miðað við hádegisviðtalið í dag virðist hann og hans ríkisstjórn vera með buxurnar á hælunum.
Finnum saman leiðir að þjóðarsátt? Ólafur F, Geir og Ingibjörg það má ekki ögra þjóðinni,
Notið næstu daga til þingloka og vinnið í öllum þeim stærstu réttlætismálum sem snúa að þjóðinni og förum svo öll saman í nýja þjóðarsátt.
Manni líður einhvern´veginn þannig að Island er Mattadorspil þar sem allir tapa nema einn.
Reynir á viðnámsþrótt bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. maí 2008
það á ekki að hugsa um Sundabraut núna?
Bensínlíterinn er að hækka og verður líklegast kominn á þriðja hundrað krónur eftir einhverja mánuði. Ríkið og borg á að draga saman á þessum tímapúnkti og sýna aðhald. Það besta fyrir þjóðina væri að hefja framkvæmdir í Helguvík eða á Bakka við Húsavík.
Hægja verður á öllum opinberum framkvæmdum og líka við hið svokallaða tónlistarhús.
Ráðamenn verða að hætta að ögra þjóðinni þannig að þjóðarsátt náist um leiðir í efnahagsmálum, þá á ég sérstaklega við eftirlaun ráðamanna og mannréttindamálið sem snýr að sjómönnum.
Síðan skora ég á Geir að hífa upp um sig belti og axlarbönd og fara að koma með eitthvað sem snýr að bjartsýnni þjóðarinnar í efnahagsmálum
Opinn fundur um Sundabraut í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
25 dagar þangað til utanríkisráðherra svíkur stærsta loforð sitt sem brennur á íslensku þjóðinni.
Ingibjörg lofaði fyrir síðustu kosningar að hennar fyrsta verk væri fyrir þinglok ef hún kæmist til valda að breyta eftirlaunum ráðamanna til jafns við hinn sauðsvarta almúga.
Þögnin ein er í þessum málum og með sama áframhaldi mun frú Ingibjörg rúin trausti hjá almenningi. Að beygja sig svona undir samstarfsflokkinn miðað við yfirlýsingar í jafnmikilvægu og þjóðþrifa sanngjörnu máli verður ekki Samfylkingunni til tekna.
Stöð 2 hefur minnst á loforð Ingibjargar sem þeir eiga þökk fyrir.
Annars verður maður að brosa af sviknum loforðum og verður Ingibjörg og Samfylkingin að eiga það við sig,
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Ingibjörg Sólrún á að slíta stjórnarstarfinu eða efna loforð sín? Það er krafa að hlustað sé á vilja þjóðarinnar?
Heldur Ingibjörg að Íslendingar séu fífl?
Fréttamenn ég krefst af ykkur hvort þið ætlið ekki að fá út úr frú Ingibjörgu hvort eftirlaunafrumvarpið verði ekki endurskoðað fyrir þinglok.
Fær Ingibjörg að koma svona fram við þjóð sína og svíkja hana án þess að stuna um eftirlaunamálin komi frá henni?
Í dag samkvæmt DV, þá fékk okkar ágæti Seðlabankastjóri lottóvinning eða aðeins 600.000 kr á mánuði í viðbótarlaun og aðrir ráðamenn líka eitthvað?
Ingibjörg og Geir það er krafa að hlustað sé á vilja þjóðrinnar.
Það mætti ætla að ein þjóð byggi í Alþingishúsinu ásamt sínum ofur vinum og við smælingjarnir annarsstaðar og barðir niður ef við höfum eitthvað að segja?
Ingibjörg verður að rísa upp og standa við sín loforð þannig að hún haldi trúverðuleikanum sínum en aðeins eru um 30 dagar til þingloka?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Bensínlítirinn stefnir yfir 200 krónur? Er kreppa framundan?
Mætur og orðvar maður sagði mér um daginn að það kæmi sér ekki á óvart að bensínlítirinn færi yfir tvöhundruð krónur í haust miðað við það hvernig hann sér stöðuna.
Það er alveg á hreinu að lána sukk góðærið er liðið. Við erum farin að sjá skammtíma samninga sem er ávísun á stórfelda hækkun launa og verðlags sem er samnefnari á óða verðbólgu sem ókleyft er að ganga út úr nema einhvers konar þjóðarsátt náist sem fyrst.
Þetta er mikið sjokk fyrir þjóðina og þá sérstaklega unga fólkið sem aldrei hefur upplifað kreppu en það er mitt mat að hún er á blússandi siglingu inn í okkar þjóðlíf.
Sjálfur hef ég undirbúið mig vel fyrir kreppuna og tekið lítinn þátt í lánafylliríinu þannig að ég ætti að þola vel í tvö til þrju mögur þokkaleg ár.
Í kreppu þá hægist mjög á hjólum atvinnulífsins og keðjuverkun fer á stað? mörg fyrirtæki fara á hausinn þar sem fólk hættir viðskiptum vegna minna fjármagns. T.d versla ég allar mínar matvörur í dag hjá Krónunni eða Bónus en mun lágmarka viðskipti mín við dýrari matvöruverslanir. Einnig tel ég líklegt að ég muni segja upp áskriftum á Morgunblaðinu og hjá ljósvakafjölmiðlum stöðvar 2. En ég er neyddur til að vera áskrifandi af RUV nema ég hendi sjónvörpunum eins fáránlegt og það er. En í mínum huga er það nauðungaráskrift sem er fáránleg að mínu mati og viss nauðgun upp á þjóðina.
Nú ætti ríkisstjórnin sem hefur verið afskaplega aðgerðalítil það sem af er að koma til móts við unga fólkið og kenna þeim að lifa af kreppu eða blása lífi og von um að þetta sé aðeins skammvin kreppa og enginn þurfi að hafa áhyggjur.
Í dag sé ég ekkert sem ríkisstjórnin gerir til að blása lífi í þjóðina en vona það besta.
Skeljungur hækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)