Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 8. október 2008
Siðferði fjármálakerfisins verður að virka.
Get tekið undir orð Björns.
En siðferði fjármála geirans verður að virka?
Síðustu fréttir herma að 300 miljóna króna maðurinn Lárus Welding eigi að stýra þrotabúi Glitnis.
Ég sem einn af sauðsvarta almúga þessa lands er ekki sammála því og vil ekki hafa svona menn í vinnu hjá okkur sauðsvarta almúganum sem er í engum tengslum við almenning í landinu sem líður fyrir þessi skakkaföll.
Þess vegna verður að hafa menn í æðstu stöðum ríkisins, menn sem hinn sauðsvarti almenningur treystir. Fólk með siðferðisvitund í fjármálum.
Atburðir síðustu daga kalla á skýrari rök ESB-sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. október 2008
Góð byrjun á að búa til gott réttlátt betra Ísland sem mun blómstra í nánustu framtíð.
Eftir að hin hörðu lög voru samþykkt um daginn sem gefur FME ákveðið inngrip í fjármálastofnanir þá tel ég þetta bestu lausnina fyrir almenning í landinu.
Slökkvistarfið gengur vel en fyrir viku síðan fannst mér 75% eignarhlutur ríkisins í Glitni lausn úr skelfingu en skaðvænleg. Ég er sáttari við þessa lausn með inngrip FME í banka Glitnis eftir að Davíð skýrði út sín sjónarmið fyrir landsmönnum í Kastljósi í kvöld.
Eftir þessar hreingerningar þá fer vonandi skútan að sigla eðlilega á næstu vikum.
Vonandi eru Kaupþingsmenn eitthvað að vinna í sínum málum en vissulega þarf að skipta um menn í brúnni ? Yfirstjórn þessa banka hefur vissulega misboðið okkur sauðsvarta almúganum gegnum tíðina.
Öll stjórnsýsla snýst um siðferði og traust frá almenningi en Sigurður og Heiðar eiga svo sannalega ekki mitt traust.
FME tekur Glitni yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. október 2008
Grjónagrautur og slátur næstu árin
Þessi lög voru nauðsyn.
Í nánustu framtíð verðum við að passa okkur á að hleypa aldrei fjárglæframönnum með völd og hroka inn í hagkerfið okkar.
Nú er búið að setja björgunarbátinn út? En það vantar 2000 miljarða til að styrkja gjaldeyrisforða okkar.
Eftir síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar tel ég meiri líkur á að þjóðir heims hafi mun meiri áhuga á að hjálpa okkur þegar ríkisstjórn Íslands hefur bundið hendur fjárglæfgramannanna.
Það er gott að eiga ráðherra eins og Jóhönnu Sigurðardóttur að sem sýndi tilfinningar sínar með þúsundum landsmanna sem eiga um sárt að binda þessa dagana. Það er ómetanlegt fyrir okkur landsmenn að eiga svona ráðherra sem ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur að aðstoða þá sem munu eiga um sárt að binda.
Nú verðum við að horfa fram?
Nýfrjálshyggjan undir forustu Hannes Hómsteins, Pétur Blöndals og Davíðs Oddsonar sjálfstæðismanna er dauð og má aldrei verða að veruleika aftur í sömu mynd þótt ég sé hlyntur frelsi í viðskiptum innan siðferðislegs ramma.
Þegar um hægist þá verður að kryfja það upp hvers vegna aldrei var hlustað á fólk sem varaði við þessum ósköpum.
Ný lög um fjármálamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 6. október 2008
Geir stóð sig vel í dag. Betra að fá landsmenn með sér í lið.
Ég hef gagnrýnt mjög aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar allt þetta ár og ótrúlegt til þess að vita að ríkisstjórnin vissi ekki neitt um stöðu fjármálafyrirtækjanna.
Miðað við allt sem á undan er gengið þá stóð Geir sig vel og verðum við öll að leggjast á eitt og koma okkur úr þessum vanda.
Í nánustu framtíð verða ríkisstjórnir Íslands að passa upp á það að fjárglæpamenn komi landinu aldrei í sömu stöðu aftur. Þótt vandinn sé víða í heiminum þá er hann hvergi eins og hér á fróni.
Vona að hænufetið verði hér eftir uppá við hjá íslensku þjóðinni.
Verndum hagsmuni almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. október 2008
Það rættist úr því sem ég skrifaði 14 maí um duglausa ríkisstjórn.
Geir Harði hefði átt í vor að gera eitthvað í málum þjóðar sinnar. Í dag virkar hann í mínum huga eins og kjáni, úræðalítill og vanmáttugur. Í mínum huga er þessi ríkisstjórn sú vanmáttugasta stjórn sem ég hef fylgst með.
Ég skrifaði á bloggið 14 maí þegar ég var orðin pist á þvílíku aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem þó við margir af sauðsvartasta almúganum sáum þó fyrir en engin úræði bóluðu frá ríkisstjórn Íslands.
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Verður maður neyddur að lokum að styðja vinstri flokka vegna aðgerðaleysis Geirs Haarde
Þegar maður rýnir í síðustu tvo áratuginna sem eldheitur hægri sinnaður framfara maður þá verður maður hugsi?
Síðustu 17 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd og talið okkur sauðsvarta almúganum trú um að gæfa þjóðarinnar væri að sumir forréttindahópar ættu að njóta auðæfi þjóðarinnar gefins. Það myndi verða best fyrir alla þar sem það yrði í þágu þjóðarinnar.
Nú þarf sauðvarti almúginn að borga 20% vexti af húsnæðisstjórnarlánunum sínum á meðan að sjálftökumennirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn skóp með gjafabréfinu sínu þurfa ekki að hafa áhyggjur til lífstíðar.
Til hamingju Davíð Oddson, Geir Haarde, Ingibjörg sem tekur starf sitt alvarlega á kostnað loforða við þjóð sína.
Þetta er að fara hratt niður á við og maður finnur fyrir hækkunum á hverjum degi. Við erum komnir í sama farið aftur og ríkisstjórn sem vill ekki þjóðarsátt getur ekki ætlast að þeir sem eiga eftir að semja semji lengur í kjarasamningum en til sex mánaða í senn.
Þessi ríkisstjórn verður örugglega mynnst sem ein sú vanmáttasta ríkisstjórn frá tíma lýðveldisins.
Fimmtudagur, 2. október 2008
Frjálshyggjan og græðgisvæðing örfárra manna hafa eyðilagt frelsið.
Það virðist vera taktík hjá þessum sjálftökumönnum að segja aldrei satt eða rétt frá. Ég tel að Landsbankinn og Kaupþing banki standi á mun valtari fótum en þeir vilja segja.
Það er fyndið að sjá menn sem hafa fengið ríkiseigur og kvóta nánast gefins, heimta bara meira frá ríkinu eins og smá krakkar.
Frjálshyggjan er góð sem slík ef menn kunna með frelsið að fara. Við sauðsvarti almúginn höfum orðið vitni að svo hrikalegri græðgi að fáir vorkenna þessum sjálftökumönnum í dag.
Ég var mjög ósáttur við Davíð og hans lið á sínum tíma en ég stend fullkomlega með Seðlabankanum og ríkisstjórninni á aðgerðum þeirra gegn Glitni. Eg treysti ekki að þessum mönnum sé lánaður peningur með einhverjum pappírsveðum. Þess vegna var það eina leiðin að ríkið tæki Glitni yfir.
Það kæmi mé ekki á óvart að ríkið tæki alla bankana yfir aftur.
Frjálshyggjan hefur brugðist.
Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Gengisvísitalan á ofsahraða.
Krónan á enn eftir að veikjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Eru alþingismenn eins og skjaldbakan í þessu máli?
Það er ótrúlegur hæga gangur í þessu máli ef annað borð á að vinna í réttlætinu.
Í mínum huga sé ég ekkert að því að breytingarnar falli í þá átt að þeir sem hafa þegið eftirlaun ofan á laun eftir að þessi ólög voru sett á greiði til baka. Nákvæmlega eins og öryrkjar og aldraðir gegnum árin þegar þeir hafa fengið ofgreitt.
Annars skora ég á ráðamenn að vinna hratt í þessu máli. Þeir hafa sýnt það í mörgum málum að þeir geta það.
Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Verður maður neyddur að lokum að styðja vinstri flokka vegna aðgerðaleysis Geirs Haarde
Þegar maður rýnir í síðustu tvo áratuginna sem eldheitur hægri sinnaður framfara maður þá verður maður hugsi?
Síðustu 17 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd og talið okkur sauðsvarta almúganum trú um að gæfa þjóðarinnar væri að sumir forréttindahópar ættu að njóta auðæfi þjóðarinnar gefins. Það myndi verða best fyrir alla þar sem það yrði í þágu þjóðarinnar.
Nú þarf sauðvarti almúginn að borga 20% vexti af húsnæðisstjórnarlánunum sínum á meðan að sjálftökumennirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn skóp með gjafabréfinu sínu þurfa ekki að hafa áhyggjur til lífstíðar.
Til hamingju Davíð Oddson, Geir Haarde, Ingibjörg sem tekur starf sitt alvarlega á kostnað loforða við þjóð sína.
Þetta er að fara hratt niður á við og maður finnur fyrir hækkunum á hverjum degi. Við erum komnir í sama farið aftur og ríkisstjórn sem vill ekki þjóðarsátt getur ekki ætlast að þeir sem eiga eftir að semja semji lengur í kjarasamningum en til sex mánaða í senn.
Þessi ríkisstjórn verður örugglega mynnst sem ein sú vanmáttasta ríkisstjórn frá tíma lýðveldisins.
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Er Ingibjörg að skilja við Geir Harde?
Miðað við allt þá virðast hjónin á stjórnarheimilinu Geir og Ingibjörg ekki ganga í takt. það er mín skoðun að kallinn á alltaf að hlusta á hvað konan hefur að segja og virða hennar skoðun. Ekki vera þessi drumbur sem les blöðin,horfir á fréttir, lokar eyrunum og nennir ekki að hlusta á þusið. Þannig hjónaband er líklegast til að mistakast og endar yfirleitt með skilnaði.
Ef kallinn vill vera vondur við okkur börnin (þjóðina) Þá á konan vissulega að rísa upp og taka hanskann upp fyrir börnin sín (þjóðina). Því ég efa það ekki að Ingibjörg Sólrún er góð kona sem vill allt gera fyrir okkur börnin (þjóðina) en kall garmurinn vill ekki gefa sig enda er hann þrjóskur mjög og af gamla skólanum.
Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |