Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Sunnudagur, 4. apríl 2010
Þrjár vikur í okkar fyrsta maraþonhlaup. Berjumst gegn offitu unglinga.
Jæja. Nú erum við bræður búnir með það erfiðasta fyrir Hamborg maraþonið sem er eftir þrjár vikur. Nú hefst niðurgírinn í æfingum og algjör kolefnishleðsla. Raggi bróðir stendur sig vel og tel ég hann einn efnilegasta keppnishlaupara sem við eigum í dag þótt kominn sé hátt í fimmtuginn. Eftir að hann tók af sér tuttugu kíló hef ég ekki roð í hann enda hefur hann æft hlaup í um tuttugu ár en ég einungis í rúmlega eitt ár.
Síðasta langa æfingahlaupið okkar var í dag og fórum við 33 km á 2 kl og 57 mín sem þykir fínt kappklættur á rólegu tempðói.
Við ætlum okkur að hafa gaman af þessu og passa okkur á að koma ekki meðvitundarlausir í mark. Þess vegna höfum við lagt hart að okkur og erum tilbúnir að leysa þrautina? ÉG GET ÉG VIL ÉG SKAL.
Ég er ánægður að sjá allt það fólk sem ég þekki sem er að drífa sig á stað og vill losna við bumbuna og gera eitthvað í sínum málum.
Í mínum huga er hræðilegt að sjá allt það unga fólk sem er sílspikað og gerir ekkert í því að hreyfa sig heldur málar það sig kaupir flott föt og reynir að láta fötum klæða úr silspikaðann vöxtinn.
Nú þarf þjóðarátak og vakning.
Hreyfing fyrir unga fólkið og burt með spikið. Máling og föt gera lítið til lengdar, fólk á að vera það sjálft þess vegna í snjáðum fötum með óspikaðann líkama.
Segir sá sem þekkir þetta allt samann.
Mánudagur, 22. febrúar 2010
Það getur tekið allt upp í einhver ár að forrita hausinn að nýjum lífstíl.
Að fara í átak og hugsa betur um heilsuna er þrautarganga fyrir marga og þess vegna þarf að byrja rétt. Nýr lífstíll getur tekið marga mánuði eða einhver ár allt eftir því hvernig manneskjunni gengur að forrita hausinn á sér.
Það er mér mikil ánægja að sjá hvað margir sem ég þekki eru að hugsa sinn gang, ætla sér að fara að hugsa betur um sína andlegu líðan og líkama.
Það þarf ótrúlegan kraft og viljastyrk til að fara á stað og breyta sínu lífsformi að einhverju viti. Flestir byrja með krafti og gefast svo upp. Þeir sem fara skynsamlega í hlutina og byrja rólega endast lengur með stigvaxandi tempói þannig að þú ofbjóðir aldrei líkamanum. Þess vegna er góð regla í brennsluþjálfun að æfa eftir púls.
Allir á vaktinni minni í Straumsvík eru um þessar mundir að huga að nýjum lífstíl. Raggi bróðir sem ætlar að hlaupa með mér Hamborg maraþonið hefur náð af sér 12 kg og er að verða eðlilegur í vexti. Mákona mín var að byrja og stendur sig vel eins og konan.
Málið er að gefast ekki upp? Það getur tekið einhverja mánuði eða einhver ár að forrita hausinn á sér. Hjá mér tók það t.d tíu ár að læra af öllum þeim mistökum að fara ekki of geyst á stað. Þess vegna verður fólk að vera með þolinmæðina að vopni.
Í vikunni sem leið hljóp ég eitthvað um 100 km og tel ég mig tilbúinn í Hamborg maraþonið þótt tveir mánuðir séu eftir af æfingarprógramminu enda æft vel og farið í gegnum allan grunni frá rólegu labbi í tempó spretti í löngum hlaupum.
Það er nauðsynlegt fyrir alla að setja sér skammtíma markmið og langtíma markmið. Ef þau nást ekki þá á að setja sér ný markmið og hugsa málin upp á nýtt.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. febrúar 2010
Æfingarnar ganga framar vonum fyrir Hamborg maraþonið.
Nú er að nálgast hámark æfingarálagsins fyrir Hamborg maraþonins. Ragnar bróðir stendur sig frábærlega í lýsisbrennslunni og er farinn að geta notið þess að hafa æft hlaup í mörg ár án þess að geta létt sig að einhverju ráði fyrr en nú þar sem hann er um þessar mundir að nálgast kjörþyngd sína.
Næstu vikur verða erfiðar og verður lögð áheyrsla á að komast í gegnum löng hlaup, 25-35 km einu sinni í viku ásamt tempó,sprettum og styrktaræfingum.
Reynslubanki hlauparans er mikil. Ragnar bróðir hefur hlaupið í mörg ár, ég aftur á móti minna og þarf ég að æfa vel til að ég geti nartað í hæla bróður míns og við komið saman í mark.
Ég get,ég vil, ég skal. Það skulu verða mín síðustu orð að sinni en anskoti hef ég gaman af þessu.
Við bræður munum njóta þess að vera saman úti í Hamborg og munum gera okkar besta og njóta þess að vera til vegna þess að lífið er yndislegt og nauðsynlegt að hafa gaman af því.
Síðan skora ég á alla íslendinga að fara að hreifa sig, byrja hægt með stig vaxandi tempói.
Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Að finna hvergi til er frábær tilfinning.
Í gær mánudag tók ég hvíldardag en góð hvíld er nauðsynleg hverju æfingaprógrammi þar sem ofþjálfun getur leitt fólk á villigötur.
Nú er nákvæmlega þrír mánuðir þangað til við bræður tökum þátt í okkar fyrsta maraþoni sem háð verður í Hamborg.
Raggi bróðir stendur sig vel á æfingum og er hann allur í því að brenna lýsi um þessar mundir og hefur misst um 6 kg í þessum mánuði enda æfir hann oft tvisvar á dag. En þess skal geta að ég hefði aldrei farið að hlaupa nema vegna bróður míns enda hefur hann æft hlaup í mörg ár og verður frábær hlaupari þegar hann nær takmarki sínu í lýsisbrennslunni.
Síðasta vika var frábær og tók ég á öllum æfingarskalanum, tempó ,spretti,langhlaup og lyftingar og eykst krafturinn með hverri viku sem líður.
Ég er algjörlega orðinn meiðslalaus og er það frábær tilfinning og get ég því einbeitt mér algjörlega að markmiðum mínum.
Í síðustu viku hljóp ég 105,7 km .
Það sem af er mánaðarins hef ég hlaupið 201,2 km og hjólað 214km.
Nú halda áfram stigvaxandi erfiðar æfingar en um mánaðarmótin mars apríl dreg ég vaxandi úr þeim þar sem vaxandi kolvetnishleðsla hefst.
Ég hlakka til og hvet flesta íslendinga til þess að fara að hreifa sig.
Föstudagur, 22. janúar 2010
Að finna sína leið?
Eftir að hafa verið sjómaður í um 20 ár fór ég í land og fór að vinna hjá Alcan Ríó Tintó.
Það var mikið sjokk fyrir mann sem hafði nánast unnið erfiðis vinnu allt sitt líf og langan vinnutíma.
Á þessum árum höfðu nokkur aukakíló bæst á líkaman vegna þess að lítill tími var til líkamsræktar og engin fræðsla um það hvað var holt og gott.
Það var vissulega mikið sjokk fyrir mann eins og mig að fara í land og vinna einungis átta tíma á dag fimm daga vikunar og síðan fjögra eða fimm daga frí.
Ég hugsaði mér með mér að nú skyldi ég nota frítímann til að koma mér í form?
Ég byrjaði oft, fór of geyst og gafst alltaf upp þar sem hugurinn var tuttugu ára en líkaminn helmingi eldri.
Það var ekki fyrr en ég gat lært af öllum mistökunum og farið að byggja minn feita líkama upp að eitthvað fór að gerast í mínum málum.
Það snýst allt um það að fara hænuskrefið áfram og aldrei að ofbjóða líkamanum. Fara hægt á stað og auka tempóið miðað við að þú sért aldrei að keyra þig áfram á hærri púls en sjötíu prósent miðað við þinn hámark púls. En vissulega breytist það þegar þú ert kominn í fanta form þá keyrir þú þig áfram til að ná hámarks árangri.
Nú á ég árs hlaupaafmæli á gamals aldri og ætla mér að sigra sjálfan mig og helst að hlaupa Hamborgara maraþonið undir 3.30 klukkustundum.
Munið að byrja hægt með ört vaxandi tempói sem allir þola. það mun gefa mesta árangurinn.
Segir sá sem var 115 kg í byrjun árs 2008.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. janúar 2010
Æfingarnar verða stig vaxandi á næstunni.
10-17 Janúar,
Æfingarnar ganga vel og er ég loksins oðinn laus við hásinameiðslin enda er ég búinn að maka daglega voltaren kremi á kálfann.
Hlaupafélagi minn Raggi bróðir æfir eins og skepna og hefur hann þegar misst um 5 kg á 17 dögum enda hvetjum við hvorn annan áfram og ætlum að toppa þegar í Hamborg maraþonið verður farið eftir rúma þrjá mánuði.
Löngu hlaupin eru að aukast og hljóp ég 17 kílómetra og 20 kílómetra í vikunni ásamt nokkrum tempó hlaupum.
Þetta er mikil ástríða að geta hreift sig eftir að hafa verið fangi offitusjúklings í rúm tuttugu ár. Við bræður munu berjast á æfingum áfram til að ná markmiðum okkar að komast í gegnum þonið á tíma kringum 3 tíma og 30 mínútur þótt vissulega yrði maður sáttur við tíma kringum 4 tíma eða 4 og hálfan tíma í okkar fyrsta hlaup. En við sjáum til þar sem við höfum aldrei tekið þátt í svona löngu hlaupi.
Í íþróttum er hvíldin nauðsynleg og mun ég þess vegna hvíla nú um helgina,laugardag og Sunnudag, safna kröftum fyrir næstu viku þar sem ég ætla að æfa upp á hvern einasta dag. Það er nauðsynlegt að skipuleggja sig fram í tíman vegna vinnu og annara skyldustarfa.
Það sem af er mánuðinum hef ég hlaupið og hjólað.
Hlaupið 86 km.
Hjólað 215 km.
Ég skrái allar æfingar mínar á vefsíðunni hlaup.com.
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.1.2010 kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. janúar 2010
Æfingar fyrir Hamborg maraþonið.
Nú er það ákveðið?
2-9 JANÚAR
Við bræður ætlum ekki að taka þá í Kaupmannahafnarmaraþoninu heldur ætlum við að taka þátt í Hamborg maraþoninu þann 25 apríl. Þetta verður fyrsta maraþonið okkar og verður gaman að sjá hvernig okkur gengur í því. Við erum búnir að staðfesta og borgað þáttökugjaldið. Einnig erum við búnir að greiða fyrir ferðina og uppihald þannig að nú eru bara þrotlausar æfingar fram að þoninu.
Hamborgara maraþonið er eitt það stærsta í Evrópu þar sem 25.000 hlauparar taka þátt. Vanir hlauparar hafa sagt að það sé mjög vel skipulagt og aðbúnaður sé eins og best sé á kosið. Breiðar götur og lítið um átroðning eftir að hlaup er hafið.
Æfingar eftir áramótin byrjuðu þó ekki vel og tognaði ég aðeins í hásinni en það virðast vera krónisk meiðsli sem ég þarf að lifa með og verð ég að passa mig vel, hita vel upp og taka ekki hröð tempó fyrr en ég er orðinn vel heitur.
Vegna meiðslana þá hef ég notað hjólið mjög mikið til að halda úti þoli og snerpu en er að mestu orðinn góður í dag enda alltaf að verða skynsamari í æfingarferlinu.
Æfingar frá áramótum hafa verið eftirfarandi :
Hjól 162 km.
Hlaup 25 km.
Nú höldum við bræður áfram og stefnum á að toppa þann 25 apríl.
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.1.2010 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 31. desember 2009
Sorgar dagur hinnar íslensku þjóðar.
Jæja Íslendingar góðir.
Mun forsetinn vera samkvæmur sjálfum sér og fella þessa hörmung sem kommanistastjórnin leiðir yfir okkur.
Ég skora á alla að lifa lífinu sælir og kátir. Fasteigninar fara ekki frá landinu? Það er hlutverk stjórnvalda að slá skjaldborg utan um heimilin ef þau gera það ekki þá verður ríkisstjórnin farin frá fyrir vorið.
Hver nennir til lengdar að standa við skuldbindingar sínar og eiga ekki fyrir mat?
Hvers á fólk að gjalda að þurfa að búa við þennan forsendis brest ÞEGAR RÍKISSTJÓRNIN hefur verið steinsofandi á verðinum.
Hvers á fólk að gjalda að hafa verið heilaþvegið af stjórnvöldum á síðustu árum og sagt hvað okkar fjármálakerfi er æðislegt.
Hvers vegna vill fyrverandi sofandi hrunamálaráðherra Samfylkingarinnar B.S samþykja það að saklaus almenningur borgi fyrir öll þau afglöp sem voru gerð á nokkrum mánuðum í tíð ráðherrans BS.
Ég bíð spenntur eftir því hvað útrásardekurmaðurinn forseti vor gerir með þetta ISESAVE frumvarp.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. desember 2009
Mitt fyrsta Maraþon í Kaupmannahöfn 23 Maí.
Á næstu mánuðum mun ég helga þessari blogg síðu undirbúningi mínum fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið þar sem við bræður ætlum að taka þátt í því þann 23 maí á næsta ári. Þar af leiðandi mun fara minna fyrir stjórnvalda gagnrýni en samt mun ég senda inn eina og eina grein eftir því hvernig landið liggur hverju sinni.
Það er orðið nákvæmlega eitt ár síðan ég gat hlaupið að einhverju ráði eftir að ég hafði barist við offitu í um tuttugu ár. Áður en ég gat hlaupið þá tók ég matarfíknina í gegn þá labbaði ég 3-6 km á dag í um fjóra mánuði.
Það var mikil þrautarganga að breyta sínu lífsmunstri og var mjög erfitt fyrir 30 kg of þungan mann að fara á stað. Stoðverkir hér og þar og ekkert annað en að bíta á jaxlinn. Stundum gat ég ekki gengið þar sem líkaminn varð fyrir svo miklu sjokki að fá allt í einu alla þessa hreifingu.
Snemma sumar varð ég fyrir óþægilegum meiðslum í hásinni sem urðu þrálát í um 3 mánuði og missti ég af þess völdum af markmiði mínu að taka þátt í Reykjavíkumaraþoninu í ágúst síðastliðnum og var það mér mikil vonbrigði miðað við mín háleitu markmið. En ég æfði alltaf eitthvað en fór að hugsa um það að æfa rétt og fara aldrei fram úr sjálfum mér.
Í haust kom ný hugsun og bjó ég til mitt eigið prógramm sem miðast við það að æfa og vera meiðslafrír. Ég æfi eins mikið og ég get 4-6 sinnum í viku og hlusta alltaf á líkamann. Þolið er orðið frábært og mjólkursíran í löppunum er horfin.
Stefnan í Kaupmannahafnarmaraþoninu er að hlaupa á tímanum undir 3 klukkustundum og 30 mínútum og tel ég mig eiga að geta það ef allt gengur upp. En vissulega er þetta mun strangara markmið en ég setti mér þegar ég hljóp hálft maraþon síðastliðið vor eftir að hafa æft hlaup í 4 mánuði en þá setti ég markmiðið við 2 tímana en hljóp á 1 klukkutíma 48 mínútum sem mér var sagt að væri frábært hjá manni með ekki meiri hlaupa reynslu.
Æfingin í kvöld gekk vel og hljóp ég 12,5 km á bretti á klukkutíma og átti nóg eftir þannig að þetta lofar góðu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. desember 2009
Ég breyttist úr feitum manni í Maraþonhlaupara.
Ég get heilshugar tekið undir þessa rannsókn.
Á sextán mánuðum hef ég tekið af mér 31kg. Var 115 kg en er í dag um 83-85 kg.
Ég hugsaði eitthvað út í mataræðið en sleppti þó mestu óhollustunni eins og frönskum og fl í þeim dúr.
Fjölbreyttnin í matarkeðjunni er nauðsynleg og að fara í einhverja megrun er ávísun á að fitna aftur.
Lausnin er einföld? Við þurfum að hreyfa okkur í takt við það sem við látum ofan í okkur.
Svelti þýðir engin brensla og víxlverkun á að vera feitur ævilangt.
Í dag borða ég nánast allt og jafnvel mikið miðað við hinn meðal mann. En hreyfi mig í takt við þær hitaeiningar sem ég læt ofan í mig. Ég er að segja það að ég hef þurft að auka við matinn vegna aukinnar hreyfingar.
Þannig að þessi kenning á við og er ég henni sammála.
Feitur matur fitar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |