Það getur tekið allt upp í einhver ár að forrita hausinn að nýjum lífstíl.

Að fara í átak og hugsa betur um heilsuna er þrautarganga fyrir marga og þess vegna þarf að byrja rétt.  Nýr lífstíll getur tekið marga mánuði eða einhver ár allt eftir því hvernig manneskjunni gengur að forrita hausinn á sér.

Það er mér mikil ánægja að sjá hvað margir sem ég þekki eru að hugsa sinn gang, ætla sér að fara að hugsa betur um sína andlegu líðan og líkama.

Það þarf ótrúlegan kraft og viljastyrk til að fara á stað og breyta sínu lífsformi að einhverju viti.  Flestir byrja með krafti  og gefast svo upp.  Þeir sem fara skynsamlega í hlutina og byrja rólega endast lengur með stigvaxandi tempói þannig að þú ofbjóðir aldrei líkamanum.  Þess vegna er góð regla í brennsluþjálfun að æfa eftir púls.

Allir á vaktinni minni í Straumsvík eru um þessar mundir að huga að nýjum lífstíl.  Raggi bróðir sem ætlar að hlaupa með mér Hamborg maraþonið hefur náð af sér 12 kg og er að verða eðlilegur í vexti.  Mákona mín var að byrja og stendur sig vel eins og konan.

Málið er að gefast ekki upp? Það getur tekið einhverja mánuði eða einhver ár að forrita hausinn á sér. Hjá mér tók það t.d tíu ár að læra af öllum þeim mistökum að fara ekki of geyst á stað.  Þess vegna verður fólk að vera með þolinmæðina að vopni.

Í vikunni sem leið hljóp ég eitthvað um 100 km og tel ég mig tilbúinn í Hamborg maraþonið þótt tveir mánuðir séu eftir af æfingarprógramminu enda æft vel og farið í gegnum allan grunni frá rólegu labbi í tempó spretti í löngum hlaupum.

Það er nauðsynlegt fyrir alla að setja sér skammtíma markmið og langtíma markmið.  Ef þau nást ekki þá á að setja sér ný markmið og hugsa málin upp á nýtt.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband