Færsluflokkur: Evrópumál
Miðvikudagur, 30. desember 2009
Ísland er tæknilega gjaldþrota þjóð. Hvers vegna er það ekki viðurkennt?
Ísland er tæknilega gjaldþrota þjóð. Það á aðeins eftir að viðurkenna það. Ég hef alltaf haldið því fram að betra sé að fella ICESAVE samningana en að standa við þá. Þetta eru ekki skuldir okkar heldur örfárra óreiðumanna.
þótt ég hafi átt 70% í húsnæði mínu árið 2007. Þá á ég 50% í því í dag. Ef spár hinna mætra manna standast þá á ég 10% í húsnæði mínu árið 2013.
Greiðslu leti kemur oft upp í hugan og finnst mér ég vera algjör bjáni að láta bjóða mér þetta þar sem enginn fasteignarmarkaður er í dag og allar eignir landsmanna hrundar.
Kaupmáttarrýnun er 8% eftir þetta ár en spekingar telja að kaupmáttarrýrnun mun verða 25% árið 2013. Þessi staða er glórulaus og máttvana ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir heimili landsins.
Útspil ríkisstjórnarinnar er að við tökum á okkur allar skuldbindingar og málin munu reddast einhvern veginn.
Hafa menn lagt það saman hvernig allar þessar skattaálögur fara með heimili landsins á næsta ári og á næstu árum eftir það?
Lífið er svo dásamlegt að þessi ríkisstjórn má brenna allar eigur landsmanna mín vegna. En þessar fasteignir fara hvergi þær verða enn þá á landinu. Við legjum bara húsnæði af ríkinu og lifum lífinu lifandi og reynum að halda í þau forréttindi okkar að halda í vinnuna okkar.
Ég segi við Steingrím? Skattpíndu sjálfan þig fram í rauðan dauðan. Þú mátt gera mig gjaldþrotan og ég mun brosa framan í þig þótt þið kommanistar nái að sölsa undir ykkur öllum fasteignum landsmanna.
þeir 30.000 einstaklingar sem hafa einhver laun geta engan veginn borgað þessar skuldir.
Icesave-umræðu frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Gleðileg jól kæru íslendingar og vonandi hafa allir gott um jólin.
Ég segi að það séu meiri líkur en ekki ef við samþykkjum þessa Icesave klafa að íslenska ríkið fari á hausinn.
Auðvitað eigum við að reyna að borga þessa skuldir en það eiga þeir að gera sem komu okkur í þessa klafa eins og Björgúlfs feðgar , Sigurjón Árnason og fleiri, landsbanki Íslands.
Ég mun aldrei sætta mig við þetta enda fara flestir íslendingar á hausinn innan fjögra ára að óbreyttu.
Um þessar mundir er ég að hugsa um það hvort maður eigi að taka þátt í þessu og henda peningum í það að standa í skilum eða viðurkenna vandann að þjóðin sé farin á hausinn?
Þegar stórt er hugsað er lítið um svör.
En það lítur allt mjög illa út.
í þessari stöðu okkar tel ég betri kost að fella þennan ICESAVE samning en að samþykkja hann. Ef við samþykkjum þennan samning þá verður íslenska þjóðin í ánauð næstu 50 árin í staðinn fyrir fimm ára fýlu bréta og hollendinga.
Nú brosum við og segjum? Ef þessi hrikalega stjórn sem stjórnar þessu landi okkar vill að allir landsmenn fari á hausinn þá förum við á hausinn með bros á vör.
Kofarnir okkar fara ekki frá landinu þeir eru hérna enn þá en það þarf að búa til skilyrði til að geta greitt af þessum kofum.
Þessi ríkisstjórn er ekki að gera það.
Gjaldeyristekjur duga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 19. desember 2009
93% íslendinga á leið á hausin með þessu mannvonskulega stjórnarfari.
Það er óþolandi að við þessi litla tæknilega gjaldþrota þjóð er að þenja sig út á erlendum vettvangi meðan heimilum landsins blæðir út. Ég vil endurtaka það sem ég hef sagt áður að ég verð gjaldþrota eftir 3 ár með óbreyttu stjórnarfari þótt ég skuldi engum neitt í dag. Svo er líka komið fyrir hjá tugum þúsunda millitekjufólks sem tóku aldrei þátt í þessu græðgisvæðingarkapphlaupi í boði þáverandi stjórnvalda.
Á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna má lesa eftirfarandi
Um 19.600 manns voru á vanskilaskrá í sept. s.l. og Creditinfo býst við að um 27.000 manns verði í vanskilum innan 12 mánaða nema forsendur breytist verulega til batnaðar. Í gögnum Seðlabanka má lesa að um 19.500 fjölskyldur voru þegar í ársbyrjun með greiðslubyrði yfir hættumörkum og í skoðanakönnu Capacent frá í haust kom fram að um 44.400 heimili rétt svo náðu endum saman milli mánaða, ma. með því að ganga á eigin sparnað. Seðlabankinn metur rýrnun kaupmáttar frá hruni vera um 8% en býst við að kaupmáttur rýrni alls um 25% til ársloka 2011 og að fasteignaverð muni þá hafa fallið um 50% á sama tímabili.
Ég tók mér frí í vinnu á morgun til að taka þátt í mótmælaaðgerðum Hagsmuna heimilanna sem hefjast klukkan 15.00 í dag.
Ég skora á alla íslendinga sem hafa tök á því að mæta og mótmæla þessari ánauð sem við þurfum að búa við um marga áratugi að óbreyttu.
Samkomulagið vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Látum ekki hóta okkur?
Tökum þátt í áskorun Indefence hópsins til forsetans um að hafna lögum um Icesave.
Ég er búinn að skrá mig en þið?
Skora á Alþingi að samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. október 2009
Brétar finna orðið til með okkur kúguðum íslendingum.
Ég fagna útspili brétana þar sem ég hef efast lengi um heilindi íslenskrar stjórnsýslu þar sem vinarvæðingin hefur alltaf fengið að blómstra.
Í mínum huga þegar búið er að traðka á okkur íslendingum á skítugum skónum þá má líta á að þetta sé sárabót og ekki veitir af liðsauka til að réttlætið fái að sigra að lokum.
Það er búið að leika okkur íslendinga svo grátt með græðgisvæðingunni að flestir sjá að allt sitt strit áratuganna er að brenna upp og líklegast mun ævi margra enda í vosbúð og fátækt.
Það er óþolandi að vita af því að þeir sem hafa grun sakborninga lifa gósenlífi á brétlandi meðan samlandar þeirra mega éta það sem úti frýs.
það vita allir sem lesa blöðin að margir stjórnmálamenn hafa sungið útrásarvíkingum til dýrðar eins og fyrverandi viðskiptaráðherra, menntamálaráðherra og forseti Íslands svo fáir séu nefndir.
Í mínum huga verður að fara alla leið? Auga fyrir auga,tönn fyrir tönn og engum skal hlífa. Þeir sem komu okkur í þennan skít eiga að borga brúsan og ekki eiga viðreisnarvon fjárhagslega það sem eftir lifir af þeirra árum.
Við verðum að byggja upp þjóðfélag þar sem einkavinir ráðamanna hafi ekki þessa vernd stjórnsýslunnar og það verður að sína okkur það í verki.
Svo að lokum?
Á að halda áfram þessu til streitu að láta glæpamenn fá allt afskrifað og láta þá halda áfram rekstri á fyrirtækjum sínum. Ég veit að margir útrásarvíkingar eru í startholunum og bíða eftir því að upptekin fyrirtæki eru færð þeim í hendur aftur á tombóluprís meðan almenningur á sér einskins von og á að borga brúsan.
Þótt ég sé búinn að gefast upp á stjórnleysi Samfylkingar og Vinstri - Grænna þá vil ég gefa þeim þessi aðvörunar orð meðan þeir stjórna? Takið á spillingunni og setjið upptekin ríkisfyrirtæki í söluferli og komið þeim sem standa illa og komu þjóð sinni á kaldan klaka frá stjórnun þeirra.
Við munum fylgjast með og tjá okkur um spllinguna sem virðist vera uppspretta í stjórnsýslunni sem ómöglegt virðist hægt að eyða.
Koma svo Jóhanna og Steingrímur og verið þið miklu grimmari gagnvart glæpamönnum og komið umhverfisráðherranum úr ríkisstjórn þannig að endurreisn og erlendir fjárfesthafar hafi einhvern áhuga á að fjárfesta hér.
Meira síðar.
Auknar líkur á breskri rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. október 2009
Kúguð þjóð á tímamótum.
Ég hlustaði á stefnuræðu forsætisráðherra og aðrar ræður með öðru eyranu.
Jóhanna kom ágætlega frá sinni ræðu og harmaði á því að þeir sem komu okkur í þennan skít munu bera ábyrgð, gott mál.
Sigmundur Davíð hélt mikla og góða ræðu og fannst ríkisstjórnin gera allt öfugt, Get ég tekið undir sjónarmið Sigmundar í þeim efnum enga hafa pistlar mínir síðsustu vikna fjallað um það.
Birgitta sagði í sinni ræðu að íslenska þjóðin væri tæknilega gjaldþrota. Ég tek undir sjónarmið Birfittu og hef ég tjáð þá skoðun mína í pistlum á síðustu vikum.
Í mínum huga eigum við að hunsa elenda kúgara. Við eigum að frysta öll lán landsmanna næstu þrjú árin og nota tíman til að berjast fyrir tilveru rétti landsins. Það er bráðnauðsynlegt að mynda hér á landi einhvers konar neyðarstjórn með öllum þeim bestu og vitrustu mönnum sem þjóðin hefur upp á að bjóða.
Í mínum huga er íslenska þjóðin komin í stríð þar sem þjóðin sættir sig ekki við þessa afarkosti og kúgun sem brétar og hollendingar eru að reyna að setja yfir okkur.
Að lokum.
Evrópu draumur Samfylkingarinnar er bara draumur. Fólk eins og ég sem var tilbúinn að skoða hvað væri í boði er orðinn mjög andsnúinn því að mynda bandalag með þjóðum sem vilja kúga og drepa hagkerfi okkar á þessu litla landi.
Þegar landið á í efnahagslegu stríði þá verður ríkisstjórnin/neyðarstjórnin að búa til efnahagsleg skilyrði fyrir landsmenn til að við getum varist þessum kúgurum.
H0lsum sjálfstæðisbaráttunni áfram.
Við verðum að losa okkur sem fyrst við AGS úr landi. því fyrr því betra.
Málið snýst um það hvort við ætlum okkur að vera kúguð þjóð um aldur og æfi eða berjast fyrir sjálfstæði landsins.
Hétu öll stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. september 2009
Þjóðin verður að vera dugleg og borga Icesafe reikninginn.
Þar sem ekkert er að ské hjá ríkisstjórninni um að rétta þetta rugl gengi af hefur læðst að mér hvort ekki væri betra að fara í sitt fyrra starf sem maður lærði á sínum tíma þar sem þetta rugl gengi hagnast víkingum sjómannsins og þeir geta lifað áfram sómasamlegu lífi og veitt sér allt sem þeir vilja.
Að vera eins og þurfalingur og sjá það með hverjum mánuðinum sem líður að launin minnka og minnka og allt hækkar og hækkar.
duglegur venjulegur maður nennir ekki slíku. Hann verður að brauðfæða fjölskyldu sína hvað sem það kostar.
Maður eins og ég sem nennir ekki lifa hungur sparnaðar lífi verður að hugsa sinn gang.
Það hefur allt hækkað rosalega.
Nú er bara að sækja um 6 mánaða frí og reyna að að vera duglegur þannig að ég geti borið meira úr bítum til að geta borgað Icesife reikninginn sem Steingrímur J Sigfússon tróð upp á okkur.
Síðan skoðar maður það hvort það sé eitthvað vit í því að vera þjóðfélagsþegn á Íslandi þegar fram í sækir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. september 2009
Ríkisstjórnin braut stöðuleikasáttmálann.
Ríkisstjórn Íslands fór á bak við verkalýðshreyfinguna og braut stöðuleikasáttmálann.
Hvað væru stýrivextir og verðbólga í dag ef galnar ótímabærar skatthækkanir hefðu verið látnar bíða í nokkra mánuði?
Ég tel að verðbólgan væri þá i dag komin langt undir 10% og samkomulagið við verkalýðshreyfinguna hefði haldið.
Í þessu ferli er lagt á bensíngjald,áfengisgjald,sykurskattur og fl gjöld. Verðtryggð lán hækka og endavitleysan snýst um sjálfan sig sem endar á að stjórnvöld svíkja verkalýðshreyfinguna þar sem ekkert er gert til að halda samkomulagið um stöðuleikasáttmálann.
Í mínum huga eru stjórnvöld eins og stefnulaust rekaldi sem teymt er áfram af þvingunum frá AGS.
Ég er alltaf að verða sannfærðari um að AGS er að teyma okkur á asnaeyrunum og við eigum að henda þeim úr landi og fara að stjórna okkur sjálf. Þessi þvíngaði skrípaleikur gengur ekki stundinni lengur það sjá það allir sem vilja sjá það á annað borð.
Eða á bara að halda skrípaleiknum áfram og láta kúga okkur áfram fram í rauðan dauðan. Þegar stórt er spurt verða sjálfsagt lítið um svör.
Miðvikudagur, 16. september 2009
Breiðubökin? Millistéttafólk skal blæða út og þeir eiga að borga allt?
Enn og aftur boða ríkisstjórnarflokkarnir upp á spillingu. Þar sem hin svokölluðu breiðubök sem ekki tóku þátt í góðærinu skulu borga þótt lán þeirra hafi vaxið óheyrilega mikið.
Það er óþolandi að vera með stjórnvöld sem stuðla að misbeitingu valds og að jafnréttisákvæði stjórnarskráinnar skuli ekki látin ríkja.
Það á að gera eitthvað fyrir útvalda en ekki á að vinna fyrir þjóðina.
Í mínum huga munum við með breiðubökin verða gjaldþrota eftir eitt til tvö ár þar sem íbúðarverð lækkar, höfuðstóll lána hækkar og ekki hægt að selja nokkurn skapaðan hlut til að létta á sér.
Ég mun þótt ég geti vissulega borgað í dag taka þátt í átaki hagsmuna heimilanna og ekkert borga í 15 daga. Á þessum 15 dögum mun ég gera það upp með mér hvort það sé þess virði að taka þátt í þessu fáranlega samfélagi þar sem mér finnst stjórnun landsins síðustu árin eins og stjórn einhvers fábjánaríkis.
Hvað erum við margir í þessu landi sem flokkast undir millitekjufólk,nennum að vinna og sköpum gjaldeyris fyrir landið og svo eigum svo að borga brúsann fyrir allt sukkið?
Ég hef á tilfinningunni að núverandi stjórnvöld séu að búa til kerfi sem er svo létjandi að það fælir alla duglega menn frá vinnu þegar líða fram stundir.
Steingrímur og Jóhanna? Gangið hægt um gleðinar dyr. Hagvaxtarvélin verður að fá að ganga. Hún mun örugglega stöðvast ef þið gætið ykkar ekki og styðjið við bakið á duglegu fólki sem nennir að vinna.
Enn um sinn mun ég berjast en frá mínu hjarta held ég að þessi stjórn eigi eftir að fara með allt til anskotans og verðum við íslendingar að vera mjög vakandi á næstu vikum og mánuðum og helst koma þessari stjórn frá.
Ræða minnkað vægi verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. september 2009
Birkir Jón er þetta svarið?
Við landsmenn bíðum eftir svari hjá formanninum.
Framsóknarflokkurinn hefur litið vel út eftir spillinguna í kjölfar hrunsins en vissulega varð maður að verða fyrir vondbrigðum eins og með allt annað.
Spillingin á okkar landi er svo mikil að ég held að hún hefji allt annað fram fyrir sinn bjálfa flokka.
Það virðist ekkert annað fást til að stjórna okkar landi annað en? Gungur,druslur,þjófar, eða djöfulmenni.
Hvernig á Ísland að geta risið upp með svona fáranlega stjórnsýslu í fararbroddi og landinu er gjörsamlega lokað af upplýsingum um spillinguna? Samt flæðir hún út daglega þótt engin eftirspurn sé eftir henni.
Eru stjórnvöld sem nú stjórna landinu "kvíslingar " þar sem ekkert er látið uppi og leyndin ríkir upp í haus.
Nú þarf vissulega að gera átak? Ég tel Jóhönnu óspiltan stjórnmálamann og nú verður að taka til í stjórnsýslunni. og gera mest spiltasta land veraldara að hóflega spiltu landi sem er bráðabirgðalausn.
Sammála ákvörðun Magnúsar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |