Gleðileg jól kæru íslendingar og vonandi hafa allir gott um jólin.

Ég segi að það séu meiri líkur en ekki ef við samþykkjum þessa Icesave klafa að íslenska ríkið fari á hausinn.

Auðvitað eigum við að reyna að borga þessa skuldir en það eiga þeir að gera sem komu okkur í þessa klafa eins og Björgúlfs feðgar , Sigurjón Árnason og fleiri, landsbanki Íslands.

Ég mun aldrei sætta mig við þetta enda fara flestir íslendingar á hausinn innan fjögra ára að óbreyttu.

Um þessar mundir er ég að hugsa um það hvort maður eigi að taka þátt í þessu og henda peningum í það að standa í skilum eða viðurkenna vandann að þjóðin sé farin á hausinn?

Þegar stórt er hugsað er lítið um svör.

En það lítur allt mjög illa út. 

í þessari stöðu okkar tel ég betri kost að fella þennan ICESAVE samning en að samþykkja hann.  Ef við samþykkjum þennan samning þá verður íslenska þjóðin í ánauð næstu 50 árin í staðinn fyrir fimm ára fýlu bréta og hollendinga.

Nú brosum við og segjum? Ef þessi hrikalega stjórn sem stjórnar þessu landi okkar vill að allir landsmenn fari á hausinn þá förum við á hausinn með bros á vör.

Kofarnir okkar fara ekki frá landinu þeir eru hérna enn þá en það þarf að búa til skilyrði til að geta greitt af þessum kofum.

Þessi ríkisstjórn er ekki að gera það.

 


mbl.is Gjaldeyristekjur duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Svo segirSteingrímur að hann þyki IFS hafa málað með dökkum litum en þeir segjast hafa verið frekar í bjartsýnni kantinum. Steingrímur skammaðist yfir því að enginn hafi hlustað á þessi matsfyrirtæki fyrir hrunið en nú leikur hann sama leikinn. Hvernig væri að hlusta núna? Áhættan er einfaldlega mun meiri við að greiða Icesave í núverandi mynd. Ég held bara að Þessi Ríkisstjórn sé orðin eins og mannýgt naut og ætli bara áfram þvert gegn öllum rökum. Hún sér ekki að lausnin er að hún segi af sér og velti boltanum yfir til þeirra sem treysta sér til þess að standa í lappirnar. Ég treysti mér til þess að búa á Íslandi í örfá ár með allt upp í loft en ekki áratugi. Þá fara fjarlæg lönd óneytanlega að heylla enda ekki nema 10 til 20 ár eftir í vinnu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.12.2009 kl. 06:10

2 identicon

Sæll. Ég hef verið að reyna að leiða þennan ömurlega áróður mbl.is framhjá mér en nú er mælirinn fullur og mínar heimsóknir á mbl.is upptaldar

Baldvin (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 07:41

3 identicon

Árelíus, hvað með allar fjölskyldurnar sem eiga ekki fyrir mat?

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 08:30

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ljót er jólagjöfin sem ríkistjórnin vil gefa okkur. Við höfum engu að tapa að hafna þessu, við vitum hvað kemur ef þetta verður samþykkt, og það er enginn tilbúinn í svoleiðis áreynslulaust. Allir á mótmæli strax eftir jólin, og hrekjum þessa ríkistjórn burt með skömm... Gleðileg jól til ykkar allra frá mér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.12.2009 kl. 09:02

5 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæl verið þið og gleðileg jól.

Ég er sammála þér Adda Þorbjörg með það að sjá til hvort lífvænlegt verður hér á landi um ókomin ár.  Þess vegna á fólk að sjá til með landsflótta en það kemur allt í ljós á næstu misserum.

Ég er sammála þér Jóhann Kristinn að það er hrikalegt að vita af þeim ört stækkandi hópi sem á ekki fyrir mat og hlýtur að vera skelfilegt að þurfa að leyta til hjálparstofnana eftir slíkum úrræðum.  Með sama stjórnarfari munu líklegast mun fleiri þurfa að nýta sér þessi úrræði á næstu árum að óbreyttu en vonandi finnast einhverjar úrlausnir til bóta fyrir fólkið í landinu á næstu misserum.

Já Ingibjörg hún er ekki falleg jólagjöfin til handa okkur landsmönnum og mun gjaldborg heimilanna snaraukast eftir áramótin ofan á allt sem undan er gengið.  Hvar er þessi svokallaða skjaldborg heimilanna?  

Nú höldum við jólin hátíðleg með von og frið í brjóstum okkar og vonandi að allir hafi ánægjuleg jól.  Síðan byrjar baráttan strax eftir áramótin og að flestir sjái sér fært að mæta niður á Austurvöll og láti í sér heyra og berjist fyrir réttlætinu og afkomu sinni næstu ára.

Gleðileg jól

Árelíus Örn Þórðarson, 24.12.2009 kl. 15:48

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er eitthvað mikið og alvarlegt að ríkisstjórn sem forsmáir samstöðu þjóðar sinnar. Meira en 2/3 hlutar landsmanna hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu í skoðanakönnunum að við eigum að neita að greiða Iceave-reikningana, enda eru það bara svikaraftar sem ljá því máls. Sannað hefur verið að okkur ber ekki lagaleg skylda til að veita ríkisábyrgð á Icesave-samningunum. Er ríkisstjórnin blind á þessa stöðu ?

 

Látum vera þann möguleika, að ríkisstjórnin leggi annað mat á stöðuna en meirihluti þjóðarinnar. Látum vera að ráðherrana langi að sitja í stólunum lengur. Eftir er samt sú staðreynd að með þvermóðsku sinni er ríkisstjórnin að kljúfa þjóðina í herðar niður. Ef hér væri meira fjölmenni og “suðrænn skaphiti” í mönnum, þá væri ríkisstjórnin að kalla yfir okkur borgarastyrjöld. Sjá þessi fífl ekki hvernig landið liggur ?

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.12.2009 kl. 00:39

7 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæll Loftur.

Ríkisstjórnir virðast hunsa vilja almennings.

Kommanistastjórnin sem ræður öllu hér ætlar sér að koma öllum í gjaldþrot með öllum þeim úrræðum sem hún hefur að ráða.

Þessar boðaðar skattahækkanir á næsta ári verður banabiti margra heimila sem standa í skilum í dag.

Flottar greinar hjá þér og les ég þær allar og haltu áfram á sömu braut.

Það er að verða örugt að mikil bylting mun verða eftir áramótin þar sem meirihluta heimila þolir ekki þessar óbeinu og skattahækkanir

 Stjórnvöld sem eru ráðgóð um gjaldborg heimilana en sviku allt um skjaldborg heimilanna verða að fara frá.

Ég mun berjast fyrir því og vonast eftir því að hagsmunarsamtök heimilanna bjóði sig fram sem stjórbmálaafl þannig að maður hafi val til að kjósa eitthvað.

ngmun verða eftir áramótin þar se

Árelíus Örn Þórðarson, 25.12.2009 kl. 07:32

8 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sammála Öddu Þorbjörgu "Ég treysti mér til þess að búa á Íslandi í örfá ár með allt upp í loft en ekki áratugi."

Gleðileg jól Alli og þið öll, farsælt komandi ár (vonandi).

Eggert Sigurbergsson, 25.12.2009 kl. 15:52

9 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæll Eddi minn og gleðileg jól.  Gaman að sjá þig hér og endilega láttu skoðun þína í ljós á veraldarvefnum ha ha.

Árelíus Örn Þórðarson, 25.12.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband