Færsluflokkur: Evrópumál

Vonandi fer að sjást sjáanlegur árangur af rannsókn á hruninu

Gunnar Anderson hefur hingað til virkað á mig sem hreinn og beinn maður.

Það er vonandi að rannsókn á bankahruninu gangi hratt og vel fyrir sig og eitthvað fari að koma í ljós einu ári eftir að bankahrunið átti sér stað.

Síðan birtast okkur alltaf fréttir af ýmsum gjörðum útrásarvíkinga eins og að nú er einn af aðalmönnum gamla Kaupþings að byggja 450 fm villu fyrir kúlulánið sitt sem hann tók út úr Kaupþing banka á sínum tíma.  Á meðan skulum við almenningur svelta til að borga upp skuldirnar fyrir hann og aðra útrásarvíkinga.

Þetta er ekki skemmtileg þjóðfélagsumgjörð sem boðið er upp á hér á Íslandi í dag.

Ég vona að allt verði gert til að hraða rannsóknum á hruninu og við förum að sjá árangur áður en árið er liðið.


mbl.is Mörg dæmi um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru ekki allir plataðir?

Ég verð að viðurkenna það að ég er ekki eins gáfaður og Georg Bjarnfréðarson sem er með 5 háskólagráður.

En eitt veit ég þó að ég sá að þessi heilaþvottur stjórnvalda gekk ekki upp.  Skrifaði ég tvær greinar í Morgunblaðið árið 2000 og varaði við þessari þróun græðgisvæðingar sem hafði  byrjaði með kvótakerfinu.

Þar sem allt var falið og stjórnsýslan í lokuðum herbergjum þá trúðu allir því hvað allir þessir útrásarvíkingar væru klárir með fullum stuðningi æðstu ráðamanna landsins.

Þess vegna er ekki ótrúlegt að eftirlitsmenn OECD hafi verið gabbaðir af stjórnvöldum og þeim útrásravíkingum sem tóku landið yfir á þessum svokallaða "góðæristíma"

Nú þurfum við að elta upp þýfið og rannsaka þetta til ársins 1991 þegar frjálsa framsalið var sett á.

 


mbl.is OECD oflofaði íslenskt fjármálakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapur dagur á Bessastöðum.

Það er ekki gott mál þegar suðsvarti almúginn hefur það á tilfinningunni að forseti íslenska lýðveldisins standi áfram með þeim sem komu okkur á kaldan klakann en hunsar vilja almennings að láta álit sitt í ljós.

Ég hef aldrei heyrt forsetan gagnrýna þessa gengdarlausu útrás og það hvernig menn höguðu sér.

Síðan er flokkur Samfylkingarinnar umhugsunarefni?  SF hefur talað fyrir því að stór mál ættu að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu?  Hvað telst vera stór mál ef Icesave drápskljifar málið er það ekki? Ótrúlegt en satt en svona er þetta í dag og engu að treysta.

 

 


mbl.is Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkur vantar leiðtoga og kannski er það Davíð?

Ég vil Davíð aftur til að þrífa upp skítinn.  Það  er enginn sem talar eins góða íslensku og hann.  Hann er mannlegur þótt Hannes Hólmsteinn hafi platað hann í öfgafrjálshyggju ruggglinu.  En við þurfum foringja til að koma okkur upp úr þessu rugli.
mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband