Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 19. október 2009
Brétar finna orðið til með okkur kúguðum íslendingum.
Ég fagna útspili brétana þar sem ég hef efast lengi um heilindi íslenskrar stjórnsýslu þar sem vinarvæðingin hefur alltaf fengið að blómstra.
Í mínum huga þegar búið er að traðka á okkur íslendingum á skítugum skónum þá má líta á að þetta sé sárabót og ekki veitir af liðsauka til að réttlætið fái að sigra að lokum.
Það er búið að leika okkur íslendinga svo grátt með græðgisvæðingunni að flestir sjá að allt sitt strit áratuganna er að brenna upp og líklegast mun ævi margra enda í vosbúð og fátækt.
Það er óþolandi að vita af því að þeir sem hafa grun sakborninga lifa gósenlífi á brétlandi meðan samlandar þeirra mega éta það sem úti frýs.
það vita allir sem lesa blöðin að margir stjórnmálamenn hafa sungið útrásarvíkingum til dýrðar eins og fyrverandi viðskiptaráðherra, menntamálaráðherra og forseti Íslands svo fáir séu nefndir.
Í mínum huga verður að fara alla leið? Auga fyrir auga,tönn fyrir tönn og engum skal hlífa. Þeir sem komu okkur í þennan skít eiga að borga brúsan og ekki eiga viðreisnarvon fjárhagslega það sem eftir lifir af þeirra árum.
Við verðum að byggja upp þjóðfélag þar sem einkavinir ráðamanna hafi ekki þessa vernd stjórnsýslunnar og það verður að sína okkur það í verki.
Svo að lokum?
Á að halda áfram þessu til streitu að láta glæpamenn fá allt afskrifað og láta þá halda áfram rekstri á fyrirtækjum sínum. Ég veit að margir útrásarvíkingar eru í startholunum og bíða eftir því að upptekin fyrirtæki eru færð þeim í hendur aftur á tombóluprís meðan almenningur á sér einskins von og á að borga brúsan.
Þótt ég sé búinn að gefast upp á stjórnleysi Samfylkingar og Vinstri - Grænna þá vil ég gefa þeim þessi aðvörunar orð meðan þeir stjórna? Takið á spillingunni og setjið upptekin ríkisfyrirtæki í söluferli og komið þeim sem standa illa og komu þjóð sinni á kaldan klaka frá stjórnun þeirra.
Við munum fylgjast með og tjá okkur um spllinguna sem virðist vera uppspretta í stjórnsýslunni sem ómöglegt virðist hægt að eyða.
Koma svo Jóhanna og Steingrímur og verið þið miklu grimmari gagnvart glæpamönnum og komið umhverfisráðherranum úr ríkisstjórn þannig að endurreisn og erlendir fjárfesthafar hafi einhvern áhuga á að fjárfesta hér.
Meira síðar.
Auknar líkur á breskri rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. október 2009
Er þetta endalok þjóðarinnar?
Fimmtudagur, 15. október 2009
Þeir sem vilja í kjörþyngd þurfa að byggja upp nýjan lífstíl
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. október 2009
Það líklegast á að fegra sannleikann og hagræða?
Að segja allan sannleikann gæti rannsóknarnefndin orðið ríkisstjórn hvimleiður veggur.
Vegna hinna mörgu viðkvæmu mála ríkisstjórnarinnar þá hentar ekki þessi tímasetning rannsóknarnefndarinnar að koma fram með óþægilegar fréttir.
Ég tel eins líklegt að stjórnkerfið muni gera allt í sínu valdi til að sannleikurinn fái aldrei að koma upp á yfirborðið.
Líklegast þarf að gefa sér góðan tíma til að koma sannleikanum í fagran búning þótt vissulega hafi rannsóknarmenn gefið það út að í rannsókninni fælust mjög slæmar fréttir fyrir íslenska þjóð.
Svona er Ísland búið að vera í marga áratugi og virðist engin breyting ætla að verða á því. Það er með ólíkindum hvað allt gengur hægt á þessu landi okkar og finnst mörgum lítið vera gert miðað við aðrar þjóðir í lýðræðisríkjum.
Þetta eru mínar vangarveltur tengdar þessari frétt og vonandi fær rannsóknarnefndin þrátt fyrir allt að koma fram með hrákaldan sannleikan í febrúar.
Rannsóknarskýrslu seinkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. október 2009
Eignabruni landsmanna á ofsa ferð.
Rétt er það Steingrímur að eignarbruninn er allur að skýrast.
Eignamyndun landsmanna er að brenna upp og verður enginn eftir tvö ár hjá 93% þjóðarinnar.
Nú fékk ég bréf frá lífeyrissjóðnum mínum í dag þar sem réttindin eru niðurgíruð um tíu prósent. Sem þíðir að peningareign undirritaðs hafi brunnið upp um ca 1500 þúsund krónur.
Nú eru boðaðar áframhaldandi brennur og skal brenna það litla sem landsmenn eiga eftir með ofsafengnum skattahækkunum á næsta ári til handa einstaklingum upp á þrjátíu og átta prósent.
Það á að brenna upp allar eigur fólks þar til ekkert verður eftir og húsnæðiseigur landsmanna verður breytt í húsnæðis í eigu ríkisins. Djöfull hljóta þeir sem aðhyllast kenningar kommanistans að kætast um þessar mundir.
Allir skulu vera undir sama hatti og þjóðfélagið drepið niður. frumkvæði einstaklingsins skal drepið niður í trog. Ríkisbáknið skal óskorið og enginn fjandsamleg atvinnustarfsemi skal upp byggjast sem ekki er þóknarleg kommanistastjórn Íslands.
Þetta er ekki gæfuleg framtíðarsýn sem við landsmenn búum við með þessa fugla við stjórn landsins.
Skítt með landsmenn allt fyrir ICESAVE
Málin að komast á lokastig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. október 2009
Icesave matreiddur í fallegan búning í kok landsmanna?
Allt er þetta leikur að tölum.
Allt er gert til að fegra hlutina.
Allt er gert til að láta okkur trúa svona bulli.
5% vaxtarbyrði af 750 miljörðum eru um 38 miljarðar á ári ofan á höfuðstól.
Árið 2014 verður uppsöfnuð vaxtarbyrði komin í um 190- 210 miljarða ofan á höfuðstól.
Kannski mun gengið lagast og fara til baka? Kannski heldur það áfram að hækka.
Það er ótrúlegt að skilanefndin sé að matreiða þetta svona á borð fyrir okkur fávitana.
En það má reyna?
Líklegast tel ég að skuldarklafinn vegna Icesave verði upp á nokkur hundruða miljarða þegar kemur að okkur að borga brúsann.
Samt jákvæðar fréttir og vona að ég hafi rangt fyrir mér. Skilanefndin rétt fyrir sér.
Að lokum er ég með tillögu.
Ég skora á Samfylkinguna ,Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn að mynda einhverskonar neyðarstjórn þar sem Vinstri - Grænir eru algjörlega óstjórntækur flokkur.
90% upp í forgangskröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 10. október 2009
Er ekki kominn tími á þjóðstjórn.
Er það ekki farið að sýna sig að þetta argaþras á milli flokka gengur ekki lengur í þeirri grafalvarlegu stöðu sem íslenska þjóðin er í.
Allur tími stjórnaflokkanna fer í einhverskonar argaþras og ekkert er að ské í endurreisn þjóðarinnar.
Nú þurfum við einhverskonar endurreisnar stjórn skipuð af hæfustu mönnum sem þjóðin á um þessar mundir sem tekur faglega á öllum málum til hagsældar fyrir okkur landsmenn.
Ummælin fráleitur þvættingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 10. október 2009
Davíð Oddson? Hvers vegna lést þú þetta viðgangast.
Nú er það komið á hreint? Engin þjóð vill þekkja okkur og við erum ein á báti ef við samþykkjum ekki kúgun annara landa að borga reikninga fjárglæframanna.
Davíð Oddson var einn af höfundum frjálshyggjunnar og einn helsti stuðningsmaður kvótakerfisins. Helsti ráðgjafi hans Hannes Gissurason sagði að betra væri að gefa örfáum eignarrétt af auðæfum þjóðarinnar þannig að dautt fé myndi lifna við. Síðan kom keðjuverkun og græðgi og frjálshyggjan breyttist í öfgafrjálshyggju örfárra manna.
Davíð Oddson steig upp og reyndi að mótmæla? Það var of seint því skrímsli græðgisins var komið á flegi ferð og meðal annars varð forseti Íslands fyrir miklum heilaþvotti og hrópaði og söng útrásarsönginn um gjörvalla veröld.
Ég meðal annars sá í hvað stefndi árið 2000 og skrifaði tvær greinar í morgunblaðið og varaði við þessu mattadors stjórnarfari stjórnvalda. Ég fékk orð um að vera úrtölumaður og maður sem háður væri af öfundsýki. Ég vona að ég sé á þessu ári búinn að hreinsa þann stimpil af mér.
Þegar ég sá þetta öfga stjórnarfar var mér hugsað til fólksins í Brasilíu þar sem 7% þjóðarinnar áttu allt og 93% þjóðarinnar minna en ekki neitt. Spá mín er vissulega á hraðri siglingu í þessa átt þótt ég vonaði sannalega að ég yrði frekar talinn sem úrtölumaður.
Kannski er það rétt hjá Jóhönnu að við þegnar þessa auma lands um þessar mundir verðum að láta kúga okkur og borga það sem keisaranum ber. Það er erfitt að vera þjóð ein í heiminum en djöfull mun ég verða ósáttur þegn að þurfa að beygja mig undir þessa kúgun.
Nú er ár liðið frá hruninu og við virðumst sökkva dýpra í fen gleymdra þjóða. Engin þjóð vil hjálpa okkur og er það skiljanlegt meðan fjárglæframenn ganga enn lausir og ekki hefur tekist að finna einn sem ábyrgð tekur á hruninu þótt vissulega öfum við landsmenn skilning á því hverjir það eru.
Ég er skipstjórnarlærður maður og er löngu búinn að hugsa um plan B. Skipstjórar reyna alltaf að þrauka og fara síðastir frá borði þegar skipið sekkur. Um þessar mundir er skipið Ísland að sökkva hægt og bítandi og við verðum að dæla upp úr skipinu og rétta það af. ef ekkert annað er til ráða en að borga þennan mjög óréttláta reikning þá verðum við að segjast borga hann þótt það lengi í ólinni. En það er samt ekki hægt að gera það með því að skattpína alla íslendinga upp í rjáfur eins og nýjasta fjátlagafrumvarpið vísar til.
Að lokum.
Það er ekki hægt að byggja upp meðan allt of margir skemmdarverkamenn eru innan banda VG og tala ég þá út frá hjarta mínu og er það ekki spurning í mínum huga að VG er óstjórntækur flokkur í ríkisstjórn og verður að yfirgefa endurreisnina það sjá það allir sem vilja sjá það á annað borð.
Hærra lán ekki í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. október 2009
Norðmenn mega eiga okkur.
Ég er alveg tilbúin til að vera ein stjarna að norska lýðveldinu.
Mér hefur alltaf líkað við norðmenn enda erum við íslendingar norðmenn.
Væri alveg til að verða undir noskri stjórnsýslu miðað við þessa spillingarstjórnsýslu sem kraumað hefur á okkar landi í tugi ára.
Boð frá Miðflokknum um fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. október 2009
Ísland er gjörspilt land.
Þetta land okkar er bara orðið svo spilt að maður er orðinn þreyttur á að hugsa um þetta.Í mínum huga er ótrúlegt hvað margir fjárglæframenn ganga enn lausir einu ári eftir hrun landsins.
Við íslendingar erum orðnir ansi þreyttir á því að sjá ekkert gerast í réttlætisátt og spillingin virðist alltaf látin ráða á kosnað þeirra sem eru að missa allt sitt í dag.
Ákall til Jóhönnu.
Ég hafði trú á þér en þolinmæðin er á þrotum þið verði'ð að fara frá.
Nú þarf þjóðin einhvers konar neyðarstjórn sem er samspil af íslendingum og útlenskum sérfræðingum þar spillingin á Íslandi hefur kraumað svo lengi yfir öll velsæmandi mörk.
63 milljarðar í kaup úr sjóði Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |