Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 6. október 2009
Kúguð þjóð á tímamótum.
Ég hlustaði á stefnuræðu forsætisráðherra og aðrar ræður með öðru eyranu.
Jóhanna kom ágætlega frá sinni ræðu og harmaði á því að þeir sem komu okkur í þennan skít munu bera ábyrgð, gott mál.
Sigmundur Davíð hélt mikla og góða ræðu og fannst ríkisstjórnin gera allt öfugt, Get ég tekið undir sjónarmið Sigmundar í þeim efnum enga hafa pistlar mínir síðsustu vikna fjallað um það.
Birgitta sagði í sinni ræðu að íslenska þjóðin væri tæknilega gjaldþrota. Ég tek undir sjónarmið Birfittu og hef ég tjáð þá skoðun mína í pistlum á síðustu vikum.
Í mínum huga eigum við að hunsa elenda kúgara. Við eigum að frysta öll lán landsmanna næstu þrjú árin og nota tíman til að berjast fyrir tilveru rétti landsins. Það er bráðnauðsynlegt að mynda hér á landi einhvers konar neyðarstjórn með öllum þeim bestu og vitrustu mönnum sem þjóðin hefur upp á að bjóða.
Í mínum huga er íslenska þjóðin komin í stríð þar sem þjóðin sættir sig ekki við þessa afarkosti og kúgun sem brétar og hollendingar eru að reyna að setja yfir okkur.
Að lokum.
Evrópu draumur Samfylkingarinnar er bara draumur. Fólk eins og ég sem var tilbúinn að skoða hvað væri í boði er orðinn mjög andsnúinn því að mynda bandalag með þjóðum sem vilja kúga og drepa hagkerfi okkar á þessu litla landi.
Þegar landið á í efnahagslegu stríði þá verður ríkisstjórnin/neyðarstjórnin að búa til efnahagsleg skilyrði fyrir landsmenn til að við getum varist þessum kúgurum.
H0lsum sjálfstæðisbaráttunni áfram.
Við verðum að losa okkur sem fyrst við AGS úr landi. því fyrr því betra.
Málið snýst um það hvort við ætlum okkur að vera kúguð þjóð um aldur og æfi eða berjast fyrir sjálfstæði landsins.
Hétu öll stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. október 2009
Skattpíningaráform stjórnvalda er brandari ársins.
Ég er alveg sammála því að hún er varhugaverð þessi skattpíning.
Þess vegna ætla ég að láta einn brandara fljóta sem ég fékk í pósti um daginn.
Lesið nú vel þar sem þessi brandari er góður
Á góðum degi í framtíðinni ...
Steingrímur Sigfússon er kominn til himna þar sem hann hitti Lykla-Pétur.
Lykla-Pétur varð svolítið vandaræðalegur: Eh, velkominn, sagði hann loks. Þakka þér fyrir, sagði Steingrímur, ég vissi að ég mundi enda hér.
Nja, sagði Pétur , þú hefur lifað sæmilega frómu lífi, eða þannig, svo við vildum gjarnan hafa þig hér en því eru ekki allir sammála. Þú ert umdeildur maður og það hafa fleiri áhuga á þér en við hér í himnaríki. Við urðum að halda fund með djöflinum þar sem þetta var rætt og það endaði með því að við gerðum samning við hann.
Samning! Hrópaði Steingrímur og var sýnilega brugðið.
Það er nú ekki alslæmt, sagði Pétur, en djöfullinn sagðist nú þegar hafa flesta vini þína svo við sömdum um að þú eyddir einum sólarhring í helvíti og öðrum hér hjá okkur í himnaríki og svo velur þú sjálfur hvar þú dvelur um aldur og eilífð.
Steingrímur maldaði svolítið í móinn en samningur er jú samningur svo Pétur vísaði honum á lyftuna, kvaddi hann og sagðist sjá hann eftir sólarhring. Steingrímur ýtti á hnapp merktan helvíti í lyftunni og seig svo langt, langt niður á við þar til lyftan stoppaði við kolsvarta hurð. Þegar dyrnar opnuðust stóð djöfullinn sjálfur fyrir innan. Gamli vinur, vertu hjartanlega velkominn, gakktu í bæinn, sagði kölski.
Steingrímur fór inn og við honum blasti risastór golfvöllur. Margir af hans gömlu flokksbræðrum léku golf á vellinum eða stóðu í smáhópum og töluðu saman. Golfvöllurinn var fullkominn. Það var heitt í lofti og út um allt voru léttklæddar, snoppufríðar djöflastelpur sem færðu mönnum bjór og aðra kalda drykki. Steingrímur lék golf allan daginn og um kvöldið bauð Svavar Gestsson, honum í gúrmegrill ásamt Indriða, Álfheiði og fleiri góðum vinum með öllu góðgæti sem hugsast gat. Fáum sögum fer af því hvernig Steingrímur eyddi nóttinni en sólarhringurinn í helvíti var fljótur að líða og morguninn eftir var honum vísað á lyftuna á ný.
Þegar Steingrímur kom aftur til himnaríkis var hann efins um ágæti þess staðar en það var samt sem áður tekið vel á móti honum. Hann var klæddur í englaföt og fengin harpa til að leika á. Hann eyddi deginum með því að ganga um milli skýjanna, hlustaði á fagran fuglasöng og borðaði ferska ávexti. Hann fékk reyndar í magann af ávöxtunum og það pirraði hann að sjá Davíð og Þorgerði sitja saman á skýi og leika á hörpur af mikilli innlifun.
Um kvöldið kom Pétur. Nú ertu búinn að dvelja heilan sólarhring í helvíti og heilan dag hér í himnaríki. Ertu kannski búinn að ákveða þig? Spurði Lykla-Pétur.
Hmm, sagði Steingrímur, ég átti nú kannski ekki von á því en ég held að ég velji helvíti, þrátt fyrir allt. Það er heppilegasti staðurinn fyrir mig. Andlitið datt af Pétri og hann reyndi hvað hann gat að fá Steingrím ofan af ákvörðun sinni. En Steingrímur var harðákveðinn.
Á ný fór Steingrímur með lyftunni niður í helvíti og djöfullinn tók aftur á móti honum. Hann kippti Steingrími inn en þar var þá allt öðru vísi umhorfs en daginn áður. Brennisteinsfnykinn lagði um allt og skerandi sársaukavein flokksbræðra hans og vina fylltu loftið. En hvar er golfvöllurinn? Spurði Steingrímur. Og djöflastelpurnar, bjórinn og grillið?
Ah, sagði djöfullinn, þú skilur þetta mann best, í gær var kosningabaráttan í fullum gangi. En nú ertu búinn að kjósa!
Telur útilokað að leggja nýja skatta á álverin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 3. október 2009
Atvinnuleysi verður yfir 15% á næsta ári.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar er stöðnun.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar þíðir í mínum huga 15% atvinnuleysi í lok næsta árs.
Aðgerðir kommanistastjórnar Íslands þíðir algjör stöðnun.
Aðgerðir kommanistastjórnar Íslands þíðir landflótta.
Aðgerðir kommanistastjórna Íslands þíðir algjört hrun.
Þess vegna verður þessi ríkisstjórn að fara frá strax.
Kommanistastjórnin er búin að ríkisvæða fólkið í landinu og frelsi einstaklingsins.
Aukið langtímaatvinnuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. október 2009
Ríkisstjórnin verður að fara frá.
Virkilega er þetta stjórnarsamstarf SF og VG farið að reyna á mann. Ég er búinn að vera veikur í 5 daga. Fór í vinnuna í dag drullu slappur þar sem ég kann ekki að vera veikur enda hef ekki fengið hita og kvefpest í mörg ár fyrr en nú.
Ég skil vel að Bjarni vilji fá fund með ríkisstjórninni. Stjórn sem ætlar að skattpína þegna sína í rjáfur endar bara á einn veg. Við gerum uppreisn og komum þessari vanhæfu stjórn frá strax. Þetta stjórnarfar sem okkur íslendingum hefur verið boðið uppá síðastliðin tuttugu árin er orðið meira en rotið og óþolandi. Núverandi stjórn ætlar síðan að láta okkur sem aldrei tóku þátt í þessm fáránleika borga brúsan meðan sökudólgarnir spóka sig um í vellystingum. Nei og ekki lengra.
Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar dásamaði svokallaða auðjöfra sem stálu og sviku allt sem hægt var að nýta. Þeir svifust einskis og áttu einungis eftir að einkavæða ömmu sína og bjóða hæst bjóðenda. Á okkar klaka var einkavæðingar vinarvæðingin í fyrirrúmi og var maður að nafni Finnur Ingólfsson svo fáir séu nefndir á nafn fljótir að nýta tækifærið og rýja þjóð sína svo landsmenn í dag hafa einungis fötin eftir af sér til að selja til að hafa ofan í sig og sína fjölskyldur.
Síðan batnar ekki ástandið þegar kommanistastjórn tekur við völdum. Þá á að gera allt til að íslenska þjóðin leggist á grúfu kjökrandi af kvölurum sínum og við skulum lofa að borga allt í topp fyrir glæpamenn og landráðamenn þjóðarinnar. Hvers á almenningur að gjalda?
Síðan kemur fjármálafrumvarpið og þá á að leggja snöruna á háls okkar og við eigum varla geta litið glaðan dag enda boðið upp á vatn og brauð í boði kommanistastjórnar Íslands næstu 50 árin.
Síðan reyna einstakir ráðherrar að vinna skemmdarverk á endurreisninni. Það er ekki hróflað við ráðherranum sem gerir nánast ekki neitt nema að vinna skemmdarverk enda geta þannig hlutir gengið í ættliði.
Ef þessi arfaslappa ríkisstjórn ætlar að halda á sömu braut þá verðum við landsmenn að koma henni frá sem fyrst. Þjóðin þolir ekki svona stjórnleysi og sundrung innan stjórnarheimilisins.
Í mínum huga þarf að koma upp einhvers konar þjóðstjórn eða neyðarstjórn sem skynjar það að almenningur hefur ekki mikið svigrúm að taka á sig drápsklyfjar þar sem þær eru þegar komnar fram í hækkunum matarverðs um 50% á einu ári og fl.
Það hljóta allir að sjá að þessi ríkisstjórn er vanmáttug og tekur ekki á vanda þjóðarinnar.
Að lokum.
Verkefni þessarar ríkisstjórnar er henni ofurvaxið langt yfir höfuð. Þessi ríkisstjórn á að viðurkenna vandann og skila umboðinu sínu til óla grís. Síðan á óli að reyna að mynda þjóðstjórn með öllum þeim hæfustu mönnum sem þjóðin á um þessar mundir.
Okkur vantar sameiningar tákn. Kanski mun sá maður sem ég kalla óla grís í dag fá virðingu ef hann nær að sameina þjóðina?
Mín heitasta ósk er að maðurinn sem ég kalla óla grís muni ég geta sagt eftir stuttan tíma herra forseti Ólafur Ragnar Grímsson forseti og sameiningartákn íslenska lýðveldisins.
En líklegast verður það borin von í nánustu framtíð.
En baráttan fyrir framtíð Íslands heldur áfram.
Fundað með stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. október 2009
Sundurlaus stjórn bjargar ekki þjóðinni úr kreppu.
Ég vil byrja á því að óska Álfheiði til hamingju með það að vera orðin Heilbrigðisráðherra.
En hvað sem öllu líður þá gengur ekki hugmyndafræði VG upp þegar þjóð eins og Ísland er á barmi gjaldþrots.
Innan flokks VG virðist allt loga í eldi og brand, liðsmenn flokksins eru eins og sundurlaus her. Það sjá það allir sem vilja sjá það þótt formaðurinn reyni að setja flokkinn í fegri búning til að flokkurinn líti betur út á við.
Við landsmenn erum hættir að kaupa það að þessi stjórn leiði okkur út úr þessari kreppu? Við landsmenn höfum fylgst með og erum búnir að sjá nóg.
Fyrir mánuði síðan talaði félagsmálaráðherra um það að fólk ætti bara að þegja og borga skuldir sínar og ríkisstjórnin væri búin að gera nóg. Þegar samtök hagsmuna heimilana lét í sér heyra og mótmælti kröftulega. Þá snérist félagsmálaráðherra í 180 gr og segir að það er nauðsynlegt að hjálpa heimilum landsins til að borga skuldir sínar. Kemur með plagg sem segir að fólk geti fengið afskrifað eftir 38 ár eftirstöfðar ef launavísitalan verði lág og kreppan langvinn. Á seljandi að segja við kaupanda eftir tuttugu ár? Það eru 10 miljónir á biðreikning ef launavísitalan hækkar lítið þá verða líklegast 6 miljónir afskrifaðar. Hvurslags anskotans bull er í gangi.
Umhverfisráðherra tefur uppbyggjungu á landinu með því að tefja uppbyggingu á suðurlínu til að framkvæmdir við Helguvík geti starfað með eðlilegum hætti. þetta er ótrúlegt skemmdarverk og á Umhverfisráðherra í mínum huga að segja af sér þar sem þjóðin þarf vítarmín en ekki skemmdarverkamenn í stjórn landsins.
Sjávarútvegsráðherra/landbúnaðarráðherra hunsar samkeppni í verðlagsráði og finnst eðlilegt að seljendur matvæla hafi með sér samráð. Þetta er ótrúleg stjórnsýsla og vorkenni ég Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að stýra svona sundurlausri hjörð. Í mínum huga verður hún að vera mun harðari og heimta það að liðsmenn sínir masseri í takt og fylgi henni í verkum.
Að lokum.
Jóhanna er góð kona og hún á að stjórna. Ef Steingrímur getur ekki haft taumhald á hjörð sinni þá er betra að slíta þessu samstarfi en að gera þjóðina hálf vitlausa á að horfa upp á þennan fáránleika og þessa sundrung sem einkennir stjórnarheimilið.
Ég er loksins farinn að skilja það hvers vegna svona er komið fyrir okkur sem þjóð? Fólk er mis hæft og misgáfað og það sækir í að komast að á Alþingi
Álfheiður verður ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. september 2009
Okkur er stjórnað hér með forsjárhyggju og höftum?
Ég vil byrja á því að taka undir orð Ögmundar og henda AGS úr landi.
Síðan þarf að forgangsraða í eyðslu ríkisins?
Leggja verður mikla áheyrslu á að minnka ríkisbáknið þar er ég sammála Jóhönnu.
Efla verður atvinnutækifæri í landinu með því að virkja orkulyndir okkar.
Varast verður miklar skattahækkanir þar sem heimilin hafa ekki mikið svigrúm til þess.
Með óígrunduðum sköttum verða til færri ný fyrirtæki á landinu.
Að lokum.
Það kemur í ljós á næstunni þegar búið er að stjórna okkur með forsjárhyggju og höftum síðustu mánuði hvort allt muni stoppa hér að lokum.
Niðurskurður er óhjákvæmilegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. september 2009
Ríkisstjórnin liðast í sundur innan frá.
Ég er stoltur af mönnum sem ekki láta kúga sig.
Ögmundur neitaði frá byrjun að láta kúga sig í Icesave málinu.
Málin eru farin að verða ríkisstjórninni ofviða og hefur maður einhvern veginn á tilfinningunni að hún ráði ekki við neitt.
Ég tel að það komi í ljós á næstu dögum eða vikum hvort ríkisstjórnin sé fallin. Ríkisstjórnin þarf kraftaverk til að geta starfað áfram þar sem hún virkar á fólk sem sundurlaus hjörð sem kann ekki að massera í takt.
Ögmundur segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. september 2009
Duglaus ríkisstjórn hefur rumskað að sinni?
Ekki ætla ég að þakka herra Brown nokkurn skapaðan hlut.
Ég vil þakka Árna Páli félagsmálaráðherra fyrir það að hafa snúist í heilan hring gagnvart heimilum landsins þótt enn eigi eftir að kynna útfærsluna á þeim lausnum.
Ég vil þakka ríkisstjórninni fyrir það að hún skuli loksins vakna. Vonandi verður hún markviss í sínum aðgerðum en það skal viðurkennast að ríkisstjórnin er búin að eyða allt of miklum tíma í rugl eins og Icesave og ESB á meðan landsmenn hafa séð allar eigur sínar brenna.
Ég vil gefa ríkisstjórninni ráð? Það á alltaf að taka fyrst á rótum vandans. Í mínum huga var það fjarstæða að taka ekki á rótum vandans og á meðan mátti heimilum landsins blæða út. Ríkisstjórnin getur gleymt ESB draumnum þar sem margir ESB sinnar hafa snúist hugur og vilja alls ekki mynda bandalag með kvölurum sínum.
Það er spurning í mínum huga hvort við eigum ekki að henda AGS úr landi og reyna að vinna úr okkar málum sjálf?
Einnig vil ég benda á það að við verðum að skipta um umhverfisráðherra þar sem þjóðin má ekki við einhverjum töfum við að byggja landið upp.
Við verðum að byggja upp kraftmikið atvinnulíf og atvinna blíantsnagara er liðin því miður fyrir suma.
Nú verður þessi ríkisstjórn að gera það upp við sig hvort hún ætli sér að stuðla að framförum landsins eða hreinlega að fara frá.
Þolinmæði íslendinga er ekki löng í annan endan um þessar mundir.
Á íslandi var gott að búa./
Margir höfðu það gott./
Þegar ráðamenn byrjuða að ljúga./
það var virkilega vont./
Heimilum okkar blæður út./
Það er erfitt við það að eiga./
Innheimtumenn klæða fólkið úr./
Það eiga allir að fara að leigja./
Áfram Ísland.
Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. september 2009
Hreyfing og breytt mataræði er málið.
Fyrir ári síðan var ég 110 kg og hafði farið mest upp í 117 kg að ég ákvað að gera eitthvað í mínum málum þar sem blóðþrýstingur og annar fylgisjúkdómur var farinn að herja á mig.
Í langan tíma var ég búinn að stútera næringarfræði og fl og einn aðal þátturinn í þessu sem ég læt aldrei ofan í mig er smjör og hverslags kartöflur sama hvað þær heita.
Í öllu þessu ferli er að vera skipulagður og gefa sér tíma fyrir hreyfingu að lágmarki 3 til 4 sinnum í viku að lágmarki klukkutíma í senn. Byrja hægt og auka hreyfinguna jafnt og þétt eftir því í hvaða formi þú ert hverju sinni.
Hjá mér hefur þetta tekist frábærlega.
Í dag er ég 83kg. Ég hef tekið þátt í hálfu maraþoni og hreyfi mig reglulega að lágmarki í dag 2 til 4 sinnum í viku einn og hálfan tíma í senn.
Það þarf ekki meira þegar þú ert búinn að ná þér niður í kjörþyngd þótt vissulega hreyfði ég mig meira þegar ég var að ná mér niður í kjörþyngd en þá þurfti svo margt annað að setja á hakanum en það eru einungis 24 tímar í sólarhringnum.
Þetta er orðin frábær lífsgæði sem ég hef fengið eftir þessa breyttu ásýnd að gera eitthvað í mínum málum.
Orkan flýgur yfir mann og maður verður að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni.
Að lokum.
Mín reynsla er að neyta ekki smjör, kartöflur og takmarkað af sælgæti með því flugu af mér 27 kg á einu ári og eða 34 kg miðað við það þegar ég var þyngstur.
Koma svo landsmenn því það er erfitt að burðast með þessi aukakíló í langan tíma.
Pundið þyngist í Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. september 2009
Það er steypa að láta kúga sig.
Þegar ég var ungur maður og kátur./
Þá blómstraði lífið hjá öllum./
Í vinarhópi var mikið um hlátur./
Þótt mikið væri af gömlum köllum./
Sonurinn smitaði mig af flensu./
Mér líður ekki vel./
Ég er að reyna að læra ensku./
Ef allt hjá mér fer í mel./
Íslendingar eiga að virkja sinn innri kjark./
Berjast gegn öllu því sem okkur er ætlað að borga./
Ég mun alltaf berjast og fara í hart./
Þótt það þýði ekki að orga./
Ég mun aldrei verða sáttur að borga þessa skuldaklafa sem ég stofnaði ekki til.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)