Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hamingjusamir eftir skemmtilegt hlaup.

Raggi for Hamborg marathonid a 3.38.  Eg for a 3.40.   Erum her med ordnir orginal marathonhlauparar sem stefnum a ad baeta ofan a thetta og baeta arangurinn.

Erum a leidinni heim en ovist med flug.


Hamborg marathonid a morgun.

A morgun munum vid braedur taka thatt i okkar fyrsta marthonhlaupi sem er haldid i Hamborg.

Undbuningurinn hefur verid godur og spad er godu vedri allt ad tuttugu stiga hita.

Vid munum vera i starthopi med hlaupurum med timan 3.45 min/km.

KAER KVEDJA TILISLANDS.


Tæplega tvær vikur í Hamborg maraþonið.

Nú eru þrettán dagar í maraþonið.

Ég hef æft eins og vitleysingur og yfirstígið margar hindranir.

Um þessar mundir er um nokkurskonar hvíldarhlaup að ræða og mikil kolvetnisneysla.

Með kolefnisneyslu þá byggir þú líkamann á þessari orku til að geta þrælað sem mest.  Kolvetnishleðsla er samt eitthvað sem kyrsetufólk á að forðast.

Mannskeppnan má líkja við bíl sem gengur á orku ef orkan er ekki fyrir hendi þá kemst þú ekki langt.

Eins er með of mikla orku neyslu þá bræðir allt úr sér og mannskeppnan eins og bíll fer í andhverfu sína.

Þetta er yndirslegur tími sem við bræður höfum þrælað okkur áfram í æfingarprógramminu og nú er það bara að komast í gegnum þonið á viðunandi tíma.  Samtals höfum við bræður náð af okkur 55 kílóum á tæpum tveimur árum og bætt samt á okkur helling á vöðvamassa.

Ég finn það hvað orkan flæðir yfir mann um þessar mundir þar sem einungis er hlaupið 50 km á viku í staðinn fyrir 100 km.

 


5 vikur í Hamborg maraþonið.

Nú fer að styttast í það að við bræður höldum í víking og tökum þátt í okkar fyrsta maraþonhlaupi í Hamborg. 

Æfingarnar hafa gengið upp og ofan?

Fyrir um þremur vikum síðan fann ég fyrir miklu orkuleysi þar sem ég hafði greinilega gengið of nærri á orkubirgðir líkamans og ekki borðað nóg miðað við það mikla æfingarálag undanfarinna mánaðar.  Allt virðist þetta þó vera að fara í rétta átt og ég kominn "vonandi" á beinu brautina aftur.

Nú þarf að nýta þær vikur sem eftir eru fram að hlaupi á skynsamlegan hátt, borða vel,æfa skynsamlega og hvílast eðlilega.

Eftir hlaupið verða síðan ný markmið sett eftir nokkra vikna hvíld.

 


Æfingarnar ganga framar vonum fyrir Hamborg maraþonið.

Nú er að nálgast hámark æfingarálagsins fyrir Hamborg maraþonins.  Ragnar bróðir stendur sig frábærlega í lýsisbrennslunni og er farinn að geta notið þess að hafa æft hlaup í mörg ár án þess að  geta létt sig að einhverju ráði fyrr en nú þar sem hann er um þessar mundir að nálgast kjörþyngd sína.

Næstu vikur verða erfiðar og verður lögð áheyrsla á að komast í gegnum löng hlaup, 25-35 km einu sinni í viku ásamt tempó,sprettum og styrktaræfingum.

Reynslubanki hlauparans er mikil.  Ragnar bróðir hefur hlaupið í mörg ár, ég aftur á móti minna og þarf ég að æfa vel til að ég geti nartað í hæla bróður míns og við komið saman í mark.

Ég get,ég vil, ég skal.  Það skulu verða mín síðustu orð að sinni en anskoti hef ég gaman af þessu.

Við bræður munum njóta þess að vera saman úti í Hamborg og munum gera okkar besta og njóta þess að vera til vegna þess að lífið er yndislegt og nauðsynlegt að hafa gaman af því.

Síðan skora ég á alla íslendinga að fara að hreifa sig, byrja hægt með stig vaxandi tempói.


ALLIR ÍSLENDINGAR EIGA AÐ HUGSA UM LÍKAMANN FYRIR LÍFIÐ.

Í dag fékk ég póst frá manni sem hefur hefur verið að breyta líkama sínum fyrir lífið nákvæmlega eins og ég hef verið að gera undanfarið eitt og hálft ár.

Nú eiga allir að taka höndum saman og bera út boðskapinn að hreifing eflir manninn og berjast gegn allri óhollustu.  Útbreiðum boðskapinn og hjálpum sem flestum sem ekki geta hreift sig að komast á stað.  Mín reynsla er að það er mjög erfitt að byrja rétt en ef þú byrjar rétt í átakinu þá er þetta eins og óstöðvandi hraðlest sem stoppar hvergi.

Hér er þessi póstur sem sýnir fram á það að allir eiga að hugsa um líkamann fyrir lífið

Gaman að sjá hvað þú hefur tekið á því gamli. Ég er verulega stoltur af þér kominn á gamals aldur :-)
Það sem mér finnst líka vera skemmtilegt er að fylgjast með þér og sjá hvað er margt svipað með okkur.
Fyrir níu mánuðum var ég rúmlega 100 kg, reykti tvo pakka á dag, stressaður, með 9,5 í kólesteróli og hafði ekki hreyft mig að heitið getur í 20 ár. Ég sá að með þessu áframhaldi myndi ég ekki lifa til að sjá barnabörnin mín og ákvað að gera eitthvað í mínum málum. Ég setti mér einfallt og skýrt markmið: Hlaupa marþon eftir eitt ár. Maður verður að setja markið hátt og taka þetta af alvöru. Nú hef ég ekki reykt í 9 mánuði búinn að missa ca 18 kg og æfi 6 sinnum í viku.
Ég er skráður í London Maraþonið 25. apríl og ef að fæturnir verða í lagi þá er ekkert víst þetta klikki :-)

Það verður gaman að fylgjast með þér í undirbúningnum. Aldrei að vita nema að við tökum einhverntíma saman hring ?

Bestu kveðjur og gleðilegt ár


Sorgar dagur hinnar íslensku þjóðar.

Jæja Íslendingar góðir.

Mun forsetinn vera samkvæmur sjálfum sér og fella þessa hörmung sem kommanistastjórnin leiðir yfir okkur.

Ég skora á alla að lifa lífinu sælir og kátir.  Fasteigninar fara ekki frá landinu?  Það er hlutverk stjórnvalda að slá skjaldborg utan um heimilin ef þau gera það ekki þá verður ríkisstjórnin farin frá fyrir vorið.

Hver nennir til lengdar að standa við skuldbindingar sínar og eiga ekki fyrir mat?

Hvers á fólk að gjalda að þurfa að búa við þennan forsendis brest ÞEGAR RÍKISSTJÓRNIN hefur verið steinsofandi á verðinum.

Hvers á fólk að gjalda að hafa verið heilaþvegið af stjórnvöldum á síðustu árum og sagt hvað okkar fjármálakerfi er æðislegt.

Hvers vegna vill fyrverandi sofandi hrunamálaráðherra Samfylkingarinnar B.S samþykja það að saklaus almenningur borgi fyrir öll þau afglöp sem voru gerð á nokkrum mánuðum í tíð ráðherrans BS.

Ég bíð spenntur eftir því hvað útrásardekurmaðurinn forseti vor gerir með þetta ISESAVE frumvarp.

 

 


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er tæknilega gjaldþrota þjóð. Hvers vegna er það ekki viðurkennt?

Ísland er tæknilega gjaldþrota þjóð.  Það á aðeins eftir að viðurkenna það.  Ég hef alltaf haldið því fram að betra sé að fella ICESAVE samningana en að standa við þá.  Þetta eru ekki skuldir okkar heldur örfárra óreiðumanna.

þótt ég hafi átt 70% í húsnæði mínu árið 2007.  Þá á ég 50% í því í dag.  Ef spár hinna mætra manna standast þá á ég 10% í húsnæði mínu árið 2013.  

Greiðslu leti kemur oft upp í hugan og finnst mér ég vera algjör bjáni að láta bjóða mér þetta þar sem enginn fasteignarmarkaður er í dag og allar eignir landsmanna hrundar.

Kaupmáttarrýnun er 8% eftir þetta ár en spekingar telja að kaupmáttarrýrnun mun verða 25% árið 2013.  Þessi staða er glórulaus og máttvana ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir heimili landsins.

Útspil ríkisstjórnarinnar er að við tökum á okkur allar skuldbindingar og málin munu reddast einhvern veginn.  

Hafa menn lagt það saman hvernig allar þessar skattaálögur fara með heimili landsins á næsta ári og á næstu árum eftir það?

Lífið er svo dásamlegt að þessi ríkisstjórn má brenna allar eigur landsmanna mín vegna.  En þessar fasteignir fara hvergi þær verða enn þá á landinu.  Við legjum bara húsnæði af ríkinu og lifum lífinu lifandi og reynum að halda í þau forréttindi okkar að halda í vinnuna okkar.

Ég segi við Steingrím?  Skattpíndu sjálfan þig fram í rauðan dauðan.  Þú mátt gera mig gjaldþrotan og ég mun brosa framan í þig þótt þið kommanistar nái að sölsa undir ykkur öllum fasteignum landsmanna.

þeir 30.000 einstaklingar sem hafa einhver laun geta engan veginn borgað þessar skuldir.

 


mbl.is Icesave-umræðu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mitt fyrsta Maraþon í Kaupmannahöfn 23 Maí.

Á næstu mánuðum mun ég helga þessari blogg síðu undirbúningi mínum  fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið þar sem við bræður ætlum að taka þátt í því þann 23 maí á næsta ári.  Þar af leiðandi mun fara minna fyrir stjórnvalda gagnrýni en samt mun ég senda inn eina og eina grein eftir því hvernig landið liggur hverju sinni.

Það er orðið nákvæmlega eitt ár síðan ég gat hlaupið að einhverju ráði eftir að ég  hafði barist við offitu í um tuttugu ár.  Áður en ég gat hlaupið þá tók ég matarfíknina í gegn þá labbaði ég 3-6 km á dag í um fjóra mánuði.

Það var mikil þrautarganga að breyta sínu lífsmunstri og var mjög erfitt fyrir 30 kg of þungan mann að fara á stað.  Stoðverkir hér og þar og ekkert annað en að bíta á jaxlinn.   Stundum gat ég ekki gengið þar sem líkaminn varð fyrir svo miklu sjokki að fá allt í einu alla þessa hreifingu.

Snemma sumar varð ég fyrir óþægilegum meiðslum í hásinni sem urðu þrálát í um 3 mánuði og missti ég af þess völdum af markmiði mínu að taka þátt í Reykjavíkumaraþoninu í ágúst síðastliðnum og var það mér mikil vonbrigði miðað við mín háleitu markmið.  En ég æfði alltaf eitthvað en fór að hugsa um það að æfa rétt og fara aldrei fram úr sjálfum mér.  

Í haust kom ný hugsun og bjó ég til mitt eigið prógramm sem miðast við það að æfa og vera meiðslafrír.  Ég æfi eins mikið og ég get 4-6 sinnum í viku og hlusta alltaf á líkamann.  Þolið er orðið frábært og mjólkursíran í löppunum er horfin.  

Stefnan í Kaupmannahafnarmaraþoninu er að hlaupa á tímanum undir 3 klukkustundum og 30 mínútum og tel ég mig eiga að geta það ef allt gengur upp.  En vissulega er þetta mun strangara markmið en ég setti mér  þegar ég hljóp hálft maraþon síðastliðið vor eftir að hafa æft hlaup í 4 mánuði en þá setti ég markmiðið við 2 tímana en hljóp á 1 klukkutíma 48 mínútum sem mér var sagt að væri frábært hjá manni með ekki meiri hlaupa reynslu.

Æfingin í kvöld gekk vel og hljóp ég 12,5 km á bretti á klukkutíma og átti nóg eftir þannig að þetta lofar góðu.


Stjórnvöld eru eitt? þjóðinn er eitthvað annað rusl.

Ég er nú orðinn þreyttur á þessu Icesave kjaftæði.  En ef þessi stjórnvöld ætla sér að koma þjóð sinni í þessa klafa næstu 60 árin þá verður allt vitlaust hérna eftir áramótin.

Það er búið að setja þannig skattaklafa á þjóðina að fólk hlýtur að flykkjasat á Austurvöll eftir áramótin.

Landsmenn ættu loksins að rakna úr þeim draumi að kommanistastjórnir eyðileggja öll samfélög þótt vissulega megi kenna SF, SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM OG FRAMSÓKNARFLOKKNUM UM HRUNIÐ.

En hrunið þarf ekki að hrynja algjörlega með þessari kommúniskri stjórn sem ætlar sér að láta öll heimili landsins blæða út.

þESS VEGNA ÞURFUM VIÐ LANDSMENN AÐ BREGÐAST VIÐ OG VINNA Í ÞVÍ AÐ BÚA TIL HIÐ NÝJA ÍSLANDS MEÐ FÓLKI SEM ALDREI TÓK ÞÁTT Í ÞESSUM HRUNADANSI.

Ef stjórnmálaflokkarnir vilja verða trúverðulegir þá þarf aldeilis að hreinsa til þótt það sé borin von vegna einkavinavæðingu allra fjórflokkanna.


mbl.is Icesave á Alþingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband