Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Laugardagur, 18. júní 2011
Eru sérfræðingarnir þeir sömu og sungu útrásar sönginn?
Hvers vegna er það ekki gefið upp hvaða sérfræðingar það eru sem gefa þessu frumvarpi falleinkun. Meðan svo er þá er ekki hægt að kalla þetta álit annað en einn enn áróðurinn!
Við íslendingar erum löngu búnir að fá nóg af sérhagsmuna áróðri sem gerði ekkert annað en að koma þjóðinni á hausinn þótt undirritaður ásamt fleiri mætum mönnum hafi varað stjórnvöld síðustu áratuga í hvert stefndi að óbreyttu
Þess vegna spyr þjóðin? Hverjir eru þessir sérfræðingar? Eru það kannski þeir sömu og hrópuðu útrásar sönginn með Hannes Hólmstein í fararbroddi.
Frumvarpið fær falleinkunn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. júní 2011
Stóra frumvarpið er byrjunin af leiðinni í réttlætis átt.
Ekkert múður! Breyta kvótakerfinu á réttlátan hátt þannig að maður þurfi ekki að horfa upp á þessi ósköp eins og síðustu 30 árin með óbragð í munni. Ég tel að þjóðin vilji frekar græða aðeins minna en að örfáir menn arðræni auðlindina og braski með sjáfarránið í óskildum rekstri eins og gert hefur verið síðustu áratugina.
Ég styð af heilum hug aðgerðir ríkisstjórnarinnar í stóra frumvarpinu þótt það sé aðeins brot af því réttlæti að auðlindin fari aftur til þjóðarinnar.
Aukinn kostnaður á útgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. maí 2011
Ég trúi á sjálfan mig og mér er sama þótt enginn annar geri það og hef ég alltaf fundið fyrir því!
Ég hef svo gaman af því þegar fólk trúir ekki á getu manns og heldur að maður sé bara froðusnakkur. Slíka tilfinningu fékk ég þegar ég ákvað að taka af mér 35 kg og gerast hálf marþonhlaupari. Síðan gerðist ég Maraþonhlaupari og tók tvö slík á 12 daga millibili. Nú er stefnan sett á 100 km hlaup og ég stefni enn og aftur á þá þraut að sigra sjálfan mig þótt allir hafi haldið að ég væri froðusnakkur og grobbhani sem einugis væri í nösunum á viðkomandi.
Ég hef haft rosalega gaman af hvernig margir af mínum starfsfélögum hafa brugðist við! Sumir hafa haldið mig geðveikan, sumir að þetta væri ekki hægt, fólk hefur varla getað horft framan í mig. En ég mun halda áfram og gera mitt besta að vera framúrskarandi og taka áskorunum óhræddur og spekúlera hvernig maður kemst í gegnum markmiðin.
Nú er 100 km hlaup á næsta leiti hjá mér. Enginn hefur trú á því að fyrrverandi fitubolla 120 kg fyrir 3 árum nái þeim markmiðum sínum að sigra sjálfan sig en ég veit að að ég get ,ég veit og ég ,skal. Síðan munu enn erfaðari áskoranir verða á mínum vegi á næstu árum ef heilsan verður svona frábær eins og hún er í dag þótt fólk haldi mig áfram ruglaðan ha ha.
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Mun þjóðin standast heilaþvott stjórnmálamanna sem viðgengist hefur hér í einn og hálfan áratug.
Ef ég segði JÁ við Icesave þá myndi ég vilja óbreytta græðgisvæðingu og óbreytt Ísland. Ef ég segði NEI viðIcesave þá vildi ég samheldna þjóð og glænýtt Ísland þar sem frelsi,jafnrétti og bræðralag ríkti. Ég er búinn að ákveða mig!
Forkálfar ASÍ OG SA berjast fyrir óréttlætinu. Þessir menn berjast fyrir því að kökunni verði skipt eins og forðum og að almúginn fái að hirða molana af kökunni. Hvar er hið nýja Ísland sem þessi ríkisstjórn lofaði? Sömu menn, sama stjórnskipulag, sama óréttlætið sama allt. Það breytist ekkert þar sem vald Alþingis er löngu komið til þeirra sem raunverulega stjórna Íslandi. Ef fólk trúir þessum áróðri að Já sé besta leiðin fyrir Ísland þá mun óbreytt kerfi viðhalda sér til langs tíma.
Ég vil nýtt Ísland. Ef við segjum JÁ á næsta Laugardag þá munum við viðhalda gamla Íslandi í allt of mörg ár eða um tvær kynslóðir. Ef við segjum NEI þá munum við rísa hratt upp úr rústum kerfisins og stjórnsýslan tekur við sér eftir kjaftshögg og við munum lifa hér sem ein þjóð í sambandi við frelsi ,jafnrétti og bræðralag.
Er ekki nóg komið af rugli og heilaþvotti stjórnmálaaflanna. Ég segi stórt NEI.
Margir hafa kosið um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. mars 2011
Ég segi stórt Nei. Læt ekki hræðsluáróður trufla mig........................
Búinn að taka ákvörðun og mitt svar er stórt Nei. Kem með rökstuðning síðar............................
Mjótt á mununum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. mars 2011
Já það er orðið bjart til kl átta.
Okkur var lofað að taka ætti á spillingunni en það er öðru nær hver spillingarfurstinn rekur uppi hér og þar um alla stjórnsýsluna.
Steingrímur og Jóhanna nú er komið að ögurstundu,hvar er þetta spillingarlausa Ísland sem þið lofuðu landsmönnum?
Merki um að tekið sé að birta til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. janúar 2011
2.700 km farnir á síðasta ári.
Samkvæmt dagbókinni minni á hlaup.com hljóp ég 2.700 km á síðasta ári. Þessar æfingar eru að skila sér vel þar sem hraðinn og styrkurinn eykst með hverjum mánuðinum sem líður. Til að geta æft þetta mikið þarf maður alltaf að skipuleggja sig aðeins fram í tíman vegna vinnu og annara skyldustarfa.
Til að geta æft enn meira hef ég tekið upp á því að hlaupa í vinnuna nánast alltaf sama hvernig veðrið er og finnst mér það gefa mér heilmikinn styrk að brjótast áfram gegn vindinum.
Mjög spennandi tímar framundan hjá okkur bræðrum þegar við förum í hlaupaprófin okkar í apríl og júni þar sem þessi skemmtilegi tími erfiðisins verður skjalfestur.
Mánudagur, 17. janúar 2011
London 17 apríl og Reykjavík 11 júní
Æfingar hafa gengið frábærlega hjá okkur bræðrum og erum við mun sterkari núna en á sama tíma í fyrra á hlaupasvellinu. Við höfum sett okkur tvö markmið sem við æfum grimmt fyrir það er London maraþonið þann 17 apríl næstkomandi og 100 km hlaupið í Reykjavík þann 11 júní í ár.
Í London er það markmið okkar að rúlla okkur í mark á tíma milli 3.15 og 3.30 og bæta tíma okkar verulega. Í Reykjavíkur 100 km hlaupinu er markmiðið að komast í mark innan tíma marka sem eru um 13 klukkustundir.
Það sem hefur breyst frá því við vorum í Hamborg fyrir ári síðan er að elsti bróðir okkar hefur smitast af hlaupabakteríunni. Hann æfir vel um þessar mundir og stefnir á að fara með okkur út til London, taka þátt í hlaupinu og komast í mark.
Skemmtilegir og ögrandi tímar framundan sem okkur hlakkar mikið til að takast á við.
Fimmtudagur, 19. ágúst 2010
Hugleiðingar eftir Hamborg maraþonið. Nú er það hálft í Reykjavík.
Nú er komið að næsta hlaupi og skal stefnt á hálft þon. Besti tími minn í hálfu er 1.48.10 og er markmiðið að fara undir 1.45 klst.Í apríl síðastliðnum skrifaði ég smá hugleiðingar á Hlaup.com eftir að hafa tekið þátt í frábæru hlaupi í Hamborg. Frábært að hlaupa í Hamborg | 25.4.2010 |
Þriðjudagur, 22. júní 2010
Það verða að fara fram nýjar kosningar sem fyrst.
Þetta svo kallaða staðnaða fjórflokkakerfi er liðið undir lok.
Það verður að boða til kosninga sem fyrst til að nýjir og "Bestu flokkarnir" geti boðið fram til að hafa hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi. Fjórflokkarnir hafa sýnt okkur að þeir vilja ekki hafa hagsmuni hins venjulega launaþræls að leiðarljósi heldur skal það vera klíkuhópar og spiltar fjármálastofnanir sem taka á fram yfir hagsmuni hins venjulega manns.
Boða verður til nýrra kosninga og vonandi spretta upp góðir nýjir flokkar sem munu hafa almanna heill að leiðarljósi.
Fjórflokkakerfið mun vonandi líða undir lok í næstu alþingis kosningum.
Varar við of miklum væntingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |