Það verða að fara fram nýjar kosningar sem fyrst.

Þetta svo kallaða staðnaða fjórflokkakerfi er liðið undir lok.

Það verður að boða til kosninga sem fyrst til að nýjir og "Bestu flokkarnir" geti boðið fram til að hafa hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi.  Fjórflokkarnir hafa sýnt okkur að þeir vilja ekki  hafa hagsmuni hins venjulega launaþræls að leiðarljósi heldur skal það vera klíkuhópar og spiltar fjármálastofnanir sem taka á fram yfir hagsmuni hins venjulega manns.

Boða verður til nýrra kosninga og vonandi spretta upp góðir nýjir flokkar sem munu hafa almanna heill að leiðarljósi.

Fjórflokkakerfið mun vonandi líða undir lok í næstu alþingis kosningum.

 


mbl.is Varar við of miklum væntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elínborg

Er sammála þér með fjórflokkinn Árelíus og við skulum bara rétt vona að ný fersk öfl eigi eftir að taka við hér.

Hins vegar hef ég það sterkt á tilfinningunni, að ríkisstjórninni sé stjórnað af mjög sterkum fjármálaöflum úti í heimi. Skipað að vinna skítverkin eftir hrunið. Mér sýnist sagan sýna okkur það í fjölmörgum tilfellum.....

Elínborg, 23.6.2010 kl. 01:56

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sammála!, í dag stendur baráttan milli þingræðissinna og lýðræðissinna enda ganga lýðræðisúrbætur hægt á Alþingi, þar eru enn stórir hópar þingræðissinna á Alþingi sem koma í veg fyrir úrbætur.

Held að það sé óhjákvæmilegt að lýðræðið sigri enda er allur almenningur búin að fá nóg að afglöpum, sérhyggju og skoðanakúgunum þingræðissinna. 

Eggert Sigurbergsson, 23.6.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband