Laugardagur, 24. október 2009
ASÍ berst með verðtryggingunni fram í rauðan dauðan.
Eru lífeyrissjóðinir eign einhverra örfárra manna? Á síðustu tuttugu árum hefur lífeyrissjóðurinn sem ég legg inn í skert inneign félagsmanna um tuttugu prósent til að geta staðið við skuldbindingar sínar.
Það sjá það allir sem vilja sjá að verðtryggingin er að sliga flest alla landsmenn en þeir sem stjórna ASÍ batteríinu rembast eins og rjúpan við staurinn og hrópa fagnaðarerindi með verðtryggingunni.
Nú þarf ASÍ að hugsa málin upp á nýtt. Heimilin eru og munu sligast þegar skattpíningaráform ríkisstjórnarinnar verða að veruleika eftir áramót. Hver veit nema að stór hluti þjóðarinnar verði dauður úr hungri og fátækt þegar landsmenn fá loksins tækifæri á að taka út sinn mjög skertan og illa fjárfestaða lífeyrissjóðs eign sína.
ASÍ og stjórnvöld verða að ná samkomulagi um leiðir til að afnema þessa hræðilegu verðtryggingu, lánadrottnar verða að axla sömu ábyrgð eins og lánþegar.
Síðan bíð ég enn spenntur eftir því að þetta ógurlega fjárlagafrumvarp verði útlistað og hvort við venjulegt fólk getum raunverulega tekið þessar klyfjar á okkur.
Á þessu svokallaða góðæristímabili sumra þá vildi ég fá að vinna vinnuna mína í friði. Ég hafði nóg fyrir mig og hef alltaf getað staðið við mínar skuldbindingar og geri það enn í dag en það er enginn fjársjóður til að leggja fyrir. Þess vegna bið ég stjórnvöld að ganga hægt um gleðinar dyr og að boða 38 prósent tekjuskatthækkanir á einstaklinga er fásinna. þess vegna verða stjórnvöld að kynna það fyrir okkur landsmönnum í smáatriðum hvernig á að leggja þessar byrðar á. Þannig að hver og einn getur tekið sér stöðu hvort einhver greiðsluvilji sé fyrir hendi þar sem allar eigur almennings eru að brenna upp og hafa brunnið upp.
![]() |
Þurfum að finna farsæla lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. október 2009
Ísland er löngu farið á hausinn.
![]() |
Vill varkárni í vaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. október 2009
Þjóðin fer í þrot á næsta ári.
Það þarf að afnema öll listamannalaun og ganga hratt í því að skera burt fituna frá ríkisbákninu sem hefur þanist hrikalega út á síðustu árum.
Ef Ísland vill vera þjóð meðal þjóða þarf að nýta orkulyndir okkar vel og taka verður á þessu kjaftæði að hægt sé að lifa á loftinu einu.
Umhverfisráðherrann er að stórskaða þjóð okkar með sínu fáranlega útspili. Án kraftar atvinnulífsins mun allt stoppa hér á næsta ári. Hver man ekki eftir orðum fyrrverandi umhverfisráðherra sem sagði að hún væri á móti olíuleit á drekasvæðinu.
Þetta annað í atvinnusköpun VG á að framkvæma sem fyrst ef þessi kommanistaflokkur hefur einhverja lausn en því miður virðist þetta vera þvæla hjá þeim.
VG er að koma þjóðinni í þrot þar sem þeir berjast fyrir allri framþróun og ekki má gera neitt í atvinnnusköpun.
Nú mun algjör stöðnun ríkja hér á næsta ári. Allar áætlanir stórframtaka hafa verið blásin af og þess vegna verður þessi ríkisstjórb að fara frá sem fyrst áður en þjóðin þeir láta þjóðina fara í þrot.
![]() |
Vilja öguð vinnubrögð um stórframkvæmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. október 2009
Fáranleg frétt hjá þjóð sem er skuldug upp í rjáfur.
Djöfull leiðist mér ekki fréttir þegar einhverjir reyna að breiða yfir skítinn sem er búinn að koma þjóð sinni á vonarvöl síðustu áratuganna.
Ekki meira af svona ekki fréttum eða halda blaðamenn moggans að fólk sé algjört fífl.
Svona er Ísland í dag og alltof margir lokaðir inn í fílabeinsturnum og skilja ekki raunveruleikann.
![]() |
Ísland skuldlaust við SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. október 2009
Allir íslendingar eiga að hugsa um heilsuna og passa sig á að verða ekki feitasta þjóð í heimi
Megrun er kjaftæði og á enginn maður að hugsa um slíkan fjábjánagang. Að hugsa um heilsuna er annað mál, borða holt og gott, jafnvel mikið í einu.
Um tvítugt var ég 69 kg.
Um tuttugu og fimm ára gamall var ég 80 kg
Um þrjátíu ára gamall og vel giftur maður var ég eitthundrað kíló
Um fertugt var ég um eitthundrað og fimmtán kg. FJÖRTÍU OG SJÖ ÁRA GAMALL ER ÉG ORÐINN VÖÐVASTÆLTUR MAÐUR ÁTTATÍU OG FJÖGUR KG MEÐ TUTTUGU OG EINN Í FITUPRÓSENTU og búinn að spekúlera allt til að verða aldrei feitur slappur og gamall aftur.
Ég er farinn að sjá allt of marga íslendinga sem eru orðnir fangar holdafarsins.
Það sem þarf er skipulagning og vilji og setja sér takmark það er svo dásamlegt hjá mörgum að vera latir þess vegna er þjóðin eins og hún er í dag þar sem við nenntum aldei að taka á okkar málum. Góðærisbullið er nánast búið að eyðileggja þjóðina og það er ekkert nema sálrænn heilaþvottur að stjórnmálamenn hafi látið þjóð sína líða vítirskvalir.
Mörgum líður svo illa í dag að margir huga ekki að heilsu sinni og margir borða einungis ruslfæði.
Ég þekki þetta allt enda búinn að kryfja þessi mál til mergjar. Þú verður aldrei gamall/gömul ef þú hugsar um heilsuna. Þetta fyrirbæri líkaminn okkar hann er gerður fyrir hreyfingu og holt mataræði ef þú sinnir hvorugu munt þú verða feitur um ókmna framtíð.
Nú þurfa allir íslendingar að taka sér tak og berjast gegn þessum vágesti offitunni.
Baráttan með lýðheilsu heldur áfram,
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 20. október 2009
Kreppan byrjar fyrir alvöru eftir áramót um fyrirsjáanlega framtíð að óbreyttu.
Ég veit vart hvar skal byrja?
Hafa landsmenn eitthvað hugsað út í það að það á að hækka tekjuskatta á einstaklinga um 38%. Úr rúmum 103 miljörðum í 143 miljarða samt hafa óbeinir skattar hækkað gríðalega á þessu ári.
Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir á mannamáli að skattprósentan skal fara úr 38% í tæp 55% að meðaltali. Sjálfsagt verða búin til einhverskonar stigvaxandi skattþrep þannig að skattþrepin verði frá 40% til 80% eftir því hvaða tekjur menn hafa.
Gegnum aldirnar hafa kommanistar alltaf hugsað svona að allir skulu verða steyptir í sama mót alveg sama hvort þú sért læknir eða atvinnuleysingi.
Ég hef miklar áhyggjur af verkalýðshreyfingunni og finnst mér hún vera að bregðast fólkinu sínu. Alþýðusambandið og þeir menn sem stjórna því batteríi virðast hollir undir ríkisstjórninna sem virðist eftir bráðum ár við stjórnvöldin nánast ekki búin að gera neitt nema þvæla um ESB og ISESAVE.
Ég tek undir orð Gunnars Tómarssonar hagfræðings að það er líklegt að þessi ríkisstjórn komi okkur í greiðsluþrot og tel ég varhugavert að gefa því ekki meiri gaum en nú er gert.
Við sem eigum að kallast með breiðubökin förum líklegast í greiðsluþrot með tímanum ef við nennum að taka þátt í þessu fáranlega illa stjórnuðu samfélagi. En vissulega bíða menn og sjá til og vilja sjá hlutina í raunljósi.
En þetta fer að skella á eftir áramótin með boðuðum hækkunum stjórnvalda og þá munum við landsmenn sjá hvað kreppa er og tel ég líklegast að þá hefjist kreppan fyrst fyrir alvöru eins og hún var árið 1929.
Ég hef tönglast á því síðan í sumar að það verði að koma þessari ríkisstjórn frá sem fyrst. Ég mun tönglast á því áfram og áfram. Það sjá það allir að Vinstri Grænir er gjörsamlega óstjórntækur flokkur.
![]() |
Sáttmálinn í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. október 2009
Brétar finna orðið til með okkur kúguðum íslendingum.
Ég fagna útspili brétana þar sem ég hef efast lengi um heilindi íslenskrar stjórnsýslu þar sem vinarvæðingin hefur alltaf fengið að blómstra.
Í mínum huga þegar búið er að traðka á okkur íslendingum á skítugum skónum þá má líta á að þetta sé sárabót og ekki veitir af liðsauka til að réttlætið fái að sigra að lokum.
Það er búið að leika okkur íslendinga svo grátt með græðgisvæðingunni að flestir sjá að allt sitt strit áratuganna er að brenna upp og líklegast mun ævi margra enda í vosbúð og fátækt.
Það er óþolandi að vita af því að þeir sem hafa grun sakborninga lifa gósenlífi á brétlandi meðan samlandar þeirra mega éta það sem úti frýs.
það vita allir sem lesa blöðin að margir stjórnmálamenn hafa sungið útrásarvíkingum til dýrðar eins og fyrverandi viðskiptaráðherra, menntamálaráðherra og forseti Íslands svo fáir séu nefndir.
Í mínum huga verður að fara alla leið? Auga fyrir auga,tönn fyrir tönn og engum skal hlífa. Þeir sem komu okkur í þennan skít eiga að borga brúsan og ekki eiga viðreisnarvon fjárhagslega það sem eftir lifir af þeirra árum.
Við verðum að byggja upp þjóðfélag þar sem einkavinir ráðamanna hafi ekki þessa vernd stjórnsýslunnar og það verður að sína okkur það í verki.
Svo að lokum?
Á að halda áfram þessu til streitu að láta glæpamenn fá allt afskrifað og láta þá halda áfram rekstri á fyrirtækjum sínum. Ég veit að margir útrásarvíkingar eru í startholunum og bíða eftir því að upptekin fyrirtæki eru færð þeim í hendur aftur á tombóluprís meðan almenningur á sér einskins von og á að borga brúsan.
Þótt ég sé búinn að gefast upp á stjórnleysi Samfylkingar og Vinstri - Grænna þá vil ég gefa þeim þessi aðvörunar orð meðan þeir stjórna? Takið á spillingunni og setjið upptekin ríkisfyrirtæki í söluferli og komið þeim sem standa illa og komu þjóð sinni á kaldan klaka frá stjórnun þeirra.
Við munum fylgjast með og tjá okkur um spllinguna sem virðist vera uppspretta í stjórnsýslunni sem ómöglegt virðist hægt að eyða.
Koma svo Jóhanna og Steingrímur og verið þið miklu grimmari gagnvart glæpamönnum og komið umhverfisráðherranum úr ríkisstjórn þannig að endurreisn og erlendir fjárfesthafar hafi einhvern áhuga á að fjárfesta hér.
Meira síðar.
![]() |
Auknar líkur á breskri rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. október 2009
Er þetta endalok þjóðarinnar?
Fimmtudagur, 15. október 2009
Þeir sem vilja í kjörþyngd þurfa að byggja upp nýjan lífstíl
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. október 2009
Það líklegast á að fegra sannleikann og hagræða?
Að segja allan sannleikann gæti rannsóknarnefndin orðið ríkisstjórn hvimleiður veggur.
Vegna hinna mörgu viðkvæmu mála ríkisstjórnarinnar þá hentar ekki þessi tímasetning rannsóknarnefndarinnar að koma fram með óþægilegar fréttir.
Ég tel eins líklegt að stjórnkerfið muni gera allt í sínu valdi til að sannleikurinn fái aldrei að koma upp á yfirborðið.
Líklegast þarf að gefa sér góðan tíma til að koma sannleikanum í fagran búning þótt vissulega hafi rannsóknarmenn gefið það út að í rannsókninni fælust mjög slæmar fréttir fyrir íslenska þjóð.
Svona er Ísland búið að vera í marga áratugi og virðist engin breyting ætla að verða á því. Það er með ólíkindum hvað allt gengur hægt á þessu landi okkar og finnst mörgum lítið vera gert miðað við aðrar þjóðir í lýðræðisríkjum.
Þetta eru mínar vangarveltur tengdar þessari frétt og vonandi fær rannsóknarnefndin þrátt fyrir allt að koma fram með hrákaldan sannleikan í febrúar.
![]() |
Rannsóknarskýrslu seinkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |