ASÍ berst með verðtryggingunni fram í rauðan dauðan.

Eru lífeyrissjóðinir eign einhverra örfárra manna?  Á síðustu tuttugu árum hefur lífeyrissjóðurinn sem ég legg inn í skert inneign félagsmanna um tuttugu prósent til að geta staðið við skuldbindingar sínar.

Það sjá það allir sem vilja sjá að verðtryggingin er að sliga flest alla landsmenn en þeir sem stjórna ASÍ batteríinu rembast eins og rjúpan við staurinn og hrópa fagnaðarerindi með verðtryggingunni.

Nú þarf ASÍ að hugsa málin upp á nýtt.  Heimilin eru og munu sligast þegar skattpíningaráform ríkisstjórnarinnar verða að veruleika eftir áramót.  Hver veit nema að stór hluti þjóðarinnar verði dauður úr hungri og fátækt þegar landsmenn fá loksins  tækifæri á að taka út sinn mjög skertan og illa fjárfestaða lífeyrissjóðs eign sína.

ASÍ og stjórnvöld verða að ná samkomulagi um leiðir til að afnema þessa hræðilegu verðtryggingu, lánadrottnar verða að axla sömu ábyrgð eins og lánþegar.

Síðan bíð ég enn spenntur eftir því að þetta ógurlega fjárlagafrumvarp verði útlistað og hvort við venjulegt fólk getum raunverulega tekið þessar klyfjar á okkur.

Á þessu svokallaða góðæristímabili sumra þá vildi ég fá að vinna vinnuna mína í friði.  Ég hafði nóg fyrir mig og hef alltaf getað staðið við mínar skuldbindingar og geri það enn í dag en það er enginn fjársjóður til að leggja fyrir.  Þess vegna bið ég stjórnvöld að ganga hægt um gleðinar dyr og að boða 38 prósent tekjuskatthækkanir á einstaklinga er fásinna. þess vegna verða stjórnvöld að kynna það fyrir okkur landsmönnum í smáatriðum hvernig á að leggja þessar byrðar á.  Þannig að hver og einn getur tekið sér stöðu hvort einhver greiðsluvilji sé fyrir hendi þar sem allar eigur almennings eru að brenna upp og hafa brunnið upp.

 


mbl.is Þurfum að finna farsæla lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband