Sunnudagur, 10. janúar 2010
Æfingar fyrir Hamborg maraþonið.
Nú er það ákveðið?
2-9 JANÚAR
Við bræður ætlum ekki að taka þá í Kaupmannahafnarmaraþoninu heldur ætlum við að taka þátt í Hamborg maraþoninu þann 25 apríl. Þetta verður fyrsta maraþonið okkar og verður gaman að sjá hvernig okkur gengur í því. Við erum búnir að staðfesta og borgað þáttökugjaldið. Einnig erum við búnir að greiða fyrir ferðina og uppihald þannig að nú eru bara þrotlausar æfingar fram að þoninu.
Hamborgara maraþonið er eitt það stærsta í Evrópu þar sem 25.000 hlauparar taka þátt. Vanir hlauparar hafa sagt að það sé mjög vel skipulagt og aðbúnaður sé eins og best sé á kosið. Breiðar götur og lítið um átroðning eftir að hlaup er hafið.
Æfingar eftir áramótin byrjuðu þó ekki vel og tognaði ég aðeins í hásinni en það virðast vera krónisk meiðsli sem ég þarf að lifa með og verð ég að passa mig vel, hita vel upp og taka ekki hröð tempó fyrr en ég er orðinn vel heitur.
Vegna meiðslana þá hef ég notað hjólið mjög mikið til að halda úti þoli og snerpu en er að mestu orðinn góður í dag enda alltaf að verða skynsamari í æfingarferlinu.
Æfingar frá áramótum hafa verið eftirfarandi :
Hjól 162 km.
Hlaup 25 km.
Nú höldum við bræður áfram og stefnum á að toppa þann 25 apríl.
Heilbrigðismál | Breytt 11.1.2010 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 3. janúar 2010
ALLIR ÍSLENDINGAR EIGA AÐ HUGSA UM LÍKAMANN FYRIR LÍFIÐ.
Í dag fékk ég póst frá manni sem hefur hefur verið að breyta líkama sínum fyrir lífið nákvæmlega eins og ég hef verið að gera undanfarið eitt og hálft ár.
Nú eiga allir að taka höndum saman og bera út boðskapinn að hreifing eflir manninn og berjast gegn allri óhollustu. Útbreiðum boðskapinn og hjálpum sem flestum sem ekki geta hreift sig að komast á stað. Mín reynsla er að það er mjög erfitt að byrja rétt en ef þú byrjar rétt í átakinu þá er þetta eins og óstöðvandi hraðlest sem stoppar hvergi.
Hér er þessi póstur sem sýnir fram á það að allir eiga að hugsa um líkamann fyrir lífið.
Gaman að sjá hvað þú hefur tekið á því gamli. Ég er verulega stoltur af þér kominn á gamals aldur :-)
Það sem mér finnst líka vera skemmtilegt er að fylgjast með þér og sjá hvað er margt svipað með okkur.
Fyrir níu mánuðum var ég rúmlega 100 kg, reykti tvo pakka á dag, stressaður, með 9,5 í kólesteróli og hafði ekki hreyft mig að heitið getur í 20 ár. Ég sá að með þessu áframhaldi myndi ég ekki lifa til að sjá barnabörnin mín og ákvað að gera eitthvað í mínum málum. Ég setti mér einfallt og skýrt markmið: Hlaupa marþon eftir eitt ár. Maður verður að setja markið hátt og taka þetta af alvöru. Nú hef ég ekki reykt í 9 mánuði búinn að missa ca 18 kg og æfi 6 sinnum í viku.
Ég er skráður í London Maraþonið 25. apríl og ef að fæturnir verða í lagi þá er ekkert víst þetta klikki :-)
Það verður gaman að fylgjast með þér í undirbúningnum. Aldrei að vita nema að við tökum einhverntíma saman hring ?
Bestu kveðjur og gleðilegt ár
Fimmtudagur, 31. desember 2009
Sorgar dagur hinnar íslensku þjóðar.
Jæja Íslendingar góðir.
Mun forsetinn vera samkvæmur sjálfum sér og fella þessa hörmung sem kommanistastjórnin leiðir yfir okkur.
Ég skora á alla að lifa lífinu sælir og kátir. Fasteigninar fara ekki frá landinu? Það er hlutverk stjórnvalda að slá skjaldborg utan um heimilin ef þau gera það ekki þá verður ríkisstjórnin farin frá fyrir vorið.
Hver nennir til lengdar að standa við skuldbindingar sínar og eiga ekki fyrir mat?
Hvers á fólk að gjalda að þurfa að búa við þennan forsendis brest ÞEGAR RÍKISSTJÓRNIN hefur verið steinsofandi á verðinum.
Hvers á fólk að gjalda að hafa verið heilaþvegið af stjórnvöldum á síðustu árum og sagt hvað okkar fjármálakerfi er æðislegt.
Hvers vegna vill fyrverandi sofandi hrunamálaráðherra Samfylkingarinnar B.S samþykja það að saklaus almenningur borgi fyrir öll þau afglöp sem voru gerð á nokkrum mánuðum í tíð ráðherrans BS.
Ég bíð spenntur eftir því hvað útrásardekurmaðurinn forseti vor gerir með þetta ISESAVE frumvarp.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. desember 2009
Ísland er tæknilega gjaldþrota þjóð. Hvers vegna er það ekki viðurkennt?
Ísland er tæknilega gjaldþrota þjóð. Það á aðeins eftir að viðurkenna það. Ég hef alltaf haldið því fram að betra sé að fella ICESAVE samningana en að standa við þá. Þetta eru ekki skuldir okkar heldur örfárra óreiðumanna.
þótt ég hafi átt 70% í húsnæði mínu árið 2007. Þá á ég 50% í því í dag. Ef spár hinna mætra manna standast þá á ég 10% í húsnæði mínu árið 2013.
Greiðslu leti kemur oft upp í hugan og finnst mér ég vera algjör bjáni að láta bjóða mér þetta þar sem enginn fasteignarmarkaður er í dag og allar eignir landsmanna hrundar.
Kaupmáttarrýnun er 8% eftir þetta ár en spekingar telja að kaupmáttarrýrnun mun verða 25% árið 2013. Þessi staða er glórulaus og máttvana ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir heimili landsins.
Útspil ríkisstjórnarinnar er að við tökum á okkur allar skuldbindingar og málin munu reddast einhvern veginn.
Hafa menn lagt það saman hvernig allar þessar skattaálögur fara með heimili landsins á næsta ári og á næstu árum eftir það?
Lífið er svo dásamlegt að þessi ríkisstjórn má brenna allar eigur landsmanna mín vegna. En þessar fasteignir fara hvergi þær verða enn þá á landinu. Við legjum bara húsnæði af ríkinu og lifum lífinu lifandi og reynum að halda í þau forréttindi okkar að halda í vinnuna okkar.
Ég segi við Steingrím? Skattpíndu sjálfan þig fram í rauðan dauðan. Þú mátt gera mig gjaldþrotan og ég mun brosa framan í þig þótt þið kommanistar nái að sölsa undir ykkur öllum fasteignum landsmanna.
þeir 30.000 einstaklingar sem hafa einhver laun geta engan veginn borgað þessar skuldir.
Icesave-umræðu frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. desember 2009
Mitt fyrsta Maraþon í Kaupmannahöfn 23 Maí.
Á næstu mánuðum mun ég helga þessari blogg síðu undirbúningi mínum fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið þar sem við bræður ætlum að taka þátt í því þann 23 maí á næsta ári. Þar af leiðandi mun fara minna fyrir stjórnvalda gagnrýni en samt mun ég senda inn eina og eina grein eftir því hvernig landið liggur hverju sinni.
Það er orðið nákvæmlega eitt ár síðan ég gat hlaupið að einhverju ráði eftir að ég hafði barist við offitu í um tuttugu ár. Áður en ég gat hlaupið þá tók ég matarfíknina í gegn þá labbaði ég 3-6 km á dag í um fjóra mánuði.
Það var mikil þrautarganga að breyta sínu lífsmunstri og var mjög erfitt fyrir 30 kg of þungan mann að fara á stað. Stoðverkir hér og þar og ekkert annað en að bíta á jaxlinn. Stundum gat ég ekki gengið þar sem líkaminn varð fyrir svo miklu sjokki að fá allt í einu alla þessa hreifingu.
Snemma sumar varð ég fyrir óþægilegum meiðslum í hásinni sem urðu þrálát í um 3 mánuði og missti ég af þess völdum af markmiði mínu að taka þátt í Reykjavíkumaraþoninu í ágúst síðastliðnum og var það mér mikil vonbrigði miðað við mín háleitu markmið. En ég æfði alltaf eitthvað en fór að hugsa um það að æfa rétt og fara aldrei fram úr sjálfum mér.
Í haust kom ný hugsun og bjó ég til mitt eigið prógramm sem miðast við það að æfa og vera meiðslafrír. Ég æfi eins mikið og ég get 4-6 sinnum í viku og hlusta alltaf á líkamann. Þolið er orðið frábært og mjólkursíran í löppunum er horfin.
Stefnan í Kaupmannahafnarmaraþoninu er að hlaupa á tímanum undir 3 klukkustundum og 30 mínútum og tel ég mig eiga að geta það ef allt gengur upp. En vissulega er þetta mun strangara markmið en ég setti mér þegar ég hljóp hálft maraþon síðastliðið vor eftir að hafa æft hlaup í 4 mánuði en þá setti ég markmiðið við 2 tímana en hljóp á 1 klukkutíma 48 mínútum sem mér var sagt að væri frábært hjá manni með ekki meiri hlaupa reynslu.
Æfingin í kvöld gekk vel og hljóp ég 12,5 km á bretti á klukkutíma og átti nóg eftir þannig að þetta lofar góðu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. desember 2009
Stjórnvöld eru eitt? þjóðinn er eitthvað annað rusl.
Ég er nú orðinn þreyttur á þessu Icesave kjaftæði. En ef þessi stjórnvöld ætla sér að koma þjóð sinni í þessa klafa næstu 60 árin þá verður allt vitlaust hérna eftir áramótin.
Það er búið að setja þannig skattaklafa á þjóðina að fólk hlýtur að flykkjasat á Austurvöll eftir áramótin.
Landsmenn ættu loksins að rakna úr þeim draumi að kommanistastjórnir eyðileggja öll samfélög þótt vissulega megi kenna SF, SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM OG FRAMSÓKNARFLOKKNUM UM HRUNIÐ.
En hrunið þarf ekki að hrynja algjörlega með þessari kommúniskri stjórn sem ætlar sér að láta öll heimili landsins blæða út.
þESS VEGNA ÞURFUM VIÐ LANDSMENN AÐ BREGÐAST VIÐ OG VINNA Í ÞVÍ AÐ BÚA TIL HIÐ NÝJA ÍSLANDS MEÐ FÓLKI SEM ALDREI TÓK ÞÁTT Í ÞESSUM HRUNADANSI.
Ef stjórnmálaflokkarnir vilja verða trúverðulegir þá þarf aldeilis að hreinsa til þótt það sé borin von vegna einkavinavæðingu allra fjórflokkanna.
Icesave á Alþingi á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. desember 2009
Ég breyttist úr feitum manni í Maraþonhlaupara.
Ég get heilshugar tekið undir þessa rannsókn.
Á sextán mánuðum hef ég tekið af mér 31kg. Var 115 kg en er í dag um 83-85 kg.
Ég hugsaði eitthvað út í mataræðið en sleppti þó mestu óhollustunni eins og frönskum og fl í þeim dúr.
Fjölbreyttnin í matarkeðjunni er nauðsynleg og að fara í einhverja megrun er ávísun á að fitna aftur.
Lausnin er einföld? Við þurfum að hreyfa okkur í takt við það sem við látum ofan í okkur.
Svelti þýðir engin brensla og víxlverkun á að vera feitur ævilangt.
Í dag borða ég nánast allt og jafnvel mikið miðað við hinn meðal mann. En hreyfi mig í takt við þær hitaeiningar sem ég læt ofan í mig. Ég er að segja það að ég hef þurft að auka við matinn vegna aukinnar hreyfingar.
Þannig að þessi kenning á við og er ég henni sammála.
Feitur matur fitar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Gleðileg jól kæru íslendingar og vonandi hafa allir gott um jólin.
Ég segi að það séu meiri líkur en ekki ef við samþykkjum þessa Icesave klafa að íslenska ríkið fari á hausinn.
Auðvitað eigum við að reyna að borga þessa skuldir en það eiga þeir að gera sem komu okkur í þessa klafa eins og Björgúlfs feðgar , Sigurjón Árnason og fleiri, landsbanki Íslands.
Ég mun aldrei sætta mig við þetta enda fara flestir íslendingar á hausinn innan fjögra ára að óbreyttu.
Um þessar mundir er ég að hugsa um það hvort maður eigi að taka þátt í þessu og henda peningum í það að standa í skilum eða viðurkenna vandann að þjóðin sé farin á hausinn?
Þegar stórt er hugsað er lítið um svör.
En það lítur allt mjög illa út.
í þessari stöðu okkar tel ég betri kost að fella þennan ICESAVE samning en að samþykkja hann. Ef við samþykkjum þennan samning þá verður íslenska þjóðin í ánauð næstu 50 árin í staðinn fyrir fimm ára fýlu bréta og hollendinga.
Nú brosum við og segjum? Ef þessi hrikalega stjórn sem stjórnar þessu landi okkar vill að allir landsmenn fari á hausinn þá förum við á hausinn með bros á vör.
Kofarnir okkar fara ekki frá landinu þeir eru hérna enn þá en það þarf að búa til skilyrði til að geta greitt af þessum kofum.
Þessi ríkisstjórn er ekki að gera það.
Gjaldeyristekjur duga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 19. desember 2009
Ég hef ekki séð neitt gjaldþrota fyrirtæki boðið til sölu?
Hvers vegna eru þessi gjaldþrota fyrirtæki aldrei boðin til sölu?
Eru útrásarvíkingar Samfylkingarinnar betri pappírar en fólkið í landinu?
Þegar stórt er hugsað er líklegast lítið um svör?
Hlutabréf í 365 einskis virði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. desember 2009
93% íslendinga á leið á hausin með þessu mannvonskulega stjórnarfari.
Það er óþolandi að við þessi litla tæknilega gjaldþrota þjóð er að þenja sig út á erlendum vettvangi meðan heimilum landsins blæðir út. Ég vil endurtaka það sem ég hef sagt áður að ég verð gjaldþrota eftir 3 ár með óbreyttu stjórnarfari þótt ég skuldi engum neitt í dag. Svo er líka komið fyrir hjá tugum þúsunda millitekjufólks sem tóku aldrei þátt í þessu græðgisvæðingarkapphlaupi í boði þáverandi stjórnvalda.
Á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna má lesa eftirfarandi
Um 19.600 manns voru á vanskilaskrá í sept. s.l. og Creditinfo býst við að um 27.000 manns verði í vanskilum innan 12 mánaða nema forsendur breytist verulega til batnaðar. Í gögnum Seðlabanka má lesa að um 19.500 fjölskyldur voru þegar í ársbyrjun með greiðslubyrði yfir hættumörkum og í skoðanakönnu Capacent frá í haust kom fram að um 44.400 heimili rétt svo náðu endum saman milli mánaða, ma. með því að ganga á eigin sparnað. Seðlabankinn metur rýrnun kaupmáttar frá hruni vera um 8% en býst við að kaupmáttur rýrni alls um 25% til ársloka 2011 og að fasteignaverð muni þá hafa fallið um 50% á sama tímabili.
Ég tók mér frí í vinnu á morgun til að taka þátt í mótmælaaðgerðum Hagsmuna heimilanna sem hefjast klukkan 15.00 í dag.
Ég skora á alla íslendinga sem hafa tök á því að mæta og mótmæla þessari ánauð sem við þurfum að búa við um marga áratugi að óbreyttu.
Samkomulagið vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)