ALLIR ÍSLENDINGAR EIGA AÐ HUGSA UM LÍKAMANN FYRIR LÍFIÐ.

Í dag fékk ég póst frá manni sem hefur hefur verið að breyta líkama sínum fyrir lífið nákvæmlega eins og ég hef verið að gera undanfarið eitt og hálft ár.

Nú eiga allir að taka höndum saman og bera út boðskapinn að hreifing eflir manninn og berjast gegn allri óhollustu.  Útbreiðum boðskapinn og hjálpum sem flestum sem ekki geta hreift sig að komast á stað.  Mín reynsla er að það er mjög erfitt að byrja rétt en ef þú byrjar rétt í átakinu þá er þetta eins og óstöðvandi hraðlest sem stoppar hvergi.

Hér er þessi póstur sem sýnir fram á það að allir eiga að hugsa um líkamann fyrir lífið

Gaman að sjá hvað þú hefur tekið á því gamli. Ég er verulega stoltur af þér kominn á gamals aldur :-)
Það sem mér finnst líka vera skemmtilegt er að fylgjast með þér og sjá hvað er margt svipað með okkur.
Fyrir níu mánuðum var ég rúmlega 100 kg, reykti tvo pakka á dag, stressaður, með 9,5 í kólesteróli og hafði ekki hreyft mig að heitið getur í 20 ár. Ég sá að með þessu áframhaldi myndi ég ekki lifa til að sjá barnabörnin mín og ákvað að gera eitthvað í mínum málum. Ég setti mér einfallt og skýrt markmið: Hlaupa marþon eftir eitt ár. Maður verður að setja markið hátt og taka þetta af alvöru. Nú hef ég ekki reykt í 9 mánuði búinn að missa ca 18 kg og æfi 6 sinnum í viku.
Ég er skráður í London Maraþonið 25. apríl og ef að fæturnir verða í lagi þá er ekkert víst þetta klikki :-)

Það verður gaman að fylgjast með þér í undirbúningnum. Aldrei að vita nema að við tökum einhverntíma saman hring ?

Bestu kveðjur og gleðilegt ár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Líka  minn?

Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2010 kl. 02:32

2 Smámynd: Ása Sverrisdóttir

og hvernig kem ég mér út úr átinu eftir jól.... ég er þessi hreyfi ofirka en púðrið er einhvervegin farið...hvað geri ég???

Ása Sverrisdóttir, 6.1.2010 kl. 20:57

3 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæl Ása.

Ég var búinn að hugsa um það í nokkra mánuði að fara á stað áður en ég loks hafði það af mér að fara á stað.

Skipulegðu þig og gefðu þér tíma nokkrum sinnum í viku sem þú eyðir fyrir sjálfa þig fyrir hreifingu.

Oft nennti ég ekki sjálfur að fara að æfa en ég fór alltaf þótt ég nennti því ekki, veit það orðið í dag að þegar maður hefur sig á stað þá er það ekkert mál.  Enda fer égalltaf á þeim tímum sem ég hef ákveeðið fyrir sjálfan mig fyrir hreifingu.

Bara ákveða tíma fyrir sjálfa þig og fara alltaf eins og um vinnu sé að ræða.  Fara alltaf sama hvort þú nennir því eða ekki þá er þetta ekkert mál.  Allt hitt kemur fljótt á eftir.  Gangi þér vel.

Árelíus Örn Þórðarson, 8.1.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband