Ég breyttist úr feitum manni í Maraþonhlaupara.

Ég get heilshugar tekið undir þessa rannsókn.

Á sextán mánuðum hef ég tekið af mér 31kg.  Var 115 kg en er í dag um 83-85 kg.

Ég hugsaði eitthvað út í mataræðið en sleppti þó mestu óhollustunni eins og frönskum og fl í þeim dúr.

Fjölbreyttnin í matarkeðjunni er nauðsynleg og að fara í einhverja megrun er ávísun á að fitna aftur.

Lausnin er einföld?  Við þurfum að hreyfa okkur í takt við það sem við látum ofan í okkur.

Svelti þýðir engin brensla og víxlverkun á að vera feitur ævilangt.

Í dag borða ég nánast allt og jafnvel mikið miðað við hinn meðal mann.  En hreyfi mig í takt við þær hitaeiningar sem ég læt ofan í mig.  Ég er að segja það að ég hef þurft að auka við matinn vegna aukinnar hreyfingar.

Þannig að þessi kenning á við og er ég henni sammála.


mbl.is Feitur matur fitar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er nú gott að vita, því mér finnst mörg fitan góð.  Og læt það reyndar alltaf eftir mér að borða hana.  Hins vegar skortir á að ég hreyfi mig nóg, en það er önnur saga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæl Ásthildur mín.

Þegar maður var ungur maður þá borðaði maður vel og hreifði sig vel enda snar í hreifingum.

Þegar maður eldist þá hægist ósjálfrátt á hreifigetunni ef við viðhöldum henni ekki.

Hvað mig varðar að nálgast fimmtugt þá finnst mér frábært að hafa náð að kljúfa þennan vítahring og geta hreift mig og borðað vel en ég var búinn að vera allt of feitur yfir tuttugu ár.

Í dag ef ég hreifi mig ekki í einhverja daga þá fæ ég fráhvarfseinkenni og verð að fara að hreifa mig.

Í þessum málum skiptir aldur engu máli það eina er bara að drífa sig og auka við þau lífsgæði sem eru endalaus við það að bæta heilsuna.

Nú er það mitt markmið að taka þátt í mínu fyrsta maraþonhlaupi erlendis á tíma sem er í kringum 3,30.

Þú ert hörku kona og getur allt það sem þú vilt.

Gangi þér allt í haginn Ásthildur mín og er ég sammála þér að fita er ekki vandamál heldur eru það þessir megrunarkúrar sem blekkja fólk.

Það verða allir að hreifa sig innan skynsamlegra marka þótt ég hafi fengið þá guðsgjöf að geta hreift mig mikið og þar af leiðandi borðað það sem ég vill en allt byggir þetta á samspil hreifingar og það sem við látum ofan í okkur. 

Árelíus Örn Þórðarson, 28.12.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband