Laugardagur, 19. desember 2009
93% íslendinga á leið á hausin með þessu mannvonskulega stjórnarfari.
Það er óþolandi að við þessi litla tæknilega gjaldþrota þjóð er að þenja sig út á erlendum vettvangi meðan heimilum landsins blæðir út. Ég vil endurtaka það sem ég hef sagt áður að ég verð gjaldþrota eftir 3 ár með óbreyttu stjórnarfari þótt ég skuldi engum neitt í dag. Svo er líka komið fyrir hjá tugum þúsunda millitekjufólks sem tóku aldrei þátt í þessu græðgisvæðingarkapphlaupi í boði þáverandi stjórnvalda.
Á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna má lesa eftirfarandi
Um 19.600 manns voru á vanskilaskrá í sept. s.l. og Creditinfo býst við að um 27.000 manns verði í vanskilum innan 12 mánaða nema forsendur breytist verulega til batnaðar. Í gögnum Seðlabanka má lesa að um 19.500 fjölskyldur voru þegar í ársbyrjun með greiðslubyrði yfir hættumörkum og í skoðanakönnu Capacent frá í haust kom fram að um 44.400 heimili rétt svo náðu endum saman milli mánaða, ma. með því að ganga á eigin sparnað. Seðlabankinn metur rýrnun kaupmáttar frá hruni vera um 8% en býst við að kaupmáttur rýrni alls um 25% til ársloka 2011 og að fasteignaverð muni þá hafa fallið um 50% á sama tímabili.
Ég tók mér frí í vinnu á morgun til að taka þátt í mótmælaaðgerðum Hagsmuna heimilanna sem hefjast klukkan 15.00 í dag.
Ég skora á alla íslendinga sem hafa tök á því að mæta og mótmæla þessari ánauð sem við þurfum að búa við um marga áratugi að óbreyttu.
Samkomulagið vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:30 | Facebook
Athugasemdir
Ef að þú skuldar engum neitt í dag, hvernig ertu þá búin að reikna það út að þú verðir gjaldþrota eftir 3 ár ?
ertu búin að ákveða það að sökkva þér í skuldir og borga ekkert af lánum ?
Árni Sigurður Pétursson, 19.12.2009 kl. 05:59
Sæll Árni.
Hef tekið saman allar beinu skattahækkanir og óbeinuskattana. Fall húsnæðisverð, kaupmáttarýrnun og fleira sem þýðir að hinn venjulegi millitekjumaður stendur ekki undir þessum afborgunum.
Ljósið í myrkrinu er að allar fasteignir verða áfram á Íslandi en verða eftir nokkur ár flestar í eigu ríkisins með sama stjórnarfari.
Það er auðvelt að reikna það út hvert stefnir með sama stjórnarfari þar sem einungis er hugsað um gjaldborg fyrir heimili landsins næstu árin sem flestir landsmenn sem ekki tóku þátt í græðgisvæðingu stjórnvalda hafa ekki ráð á.
Árelíus Örn Þórðarson, 19.12.2009 kl. 06:45
Það er svo spurning, ofan á gjaldborgina og skattahækkanir ríkisins, hvað gerist þegar sveitafélögin reisa sína gjaldborg sinni elítu til halds og trausts.
Hugmyndirnar á Álftanesi ganga út á 10% hækkun útsvars og 40% hækkun fasteignagjalda. Ríki og sveitarfélög virðast í sumum tilfellum hafa hugmyndir uppi um að ná ca. hálfri milljón meira á ári en hingað til af heimilunum og er þá ekki meðtalið sem lánastofnunum er skammtað í gegnum verðtrygginguna.
Hafa íslensk heimili efni á þessu?
Magnús Sigurðsson, 19.12.2009 kl. 09:27
Sæll Magnús.
Nei, heimilin hafa ekki efni á þessu og keyra á 93% þjóðarinnar í þrot á næstu örfáum árum.
Árelíus Örn Þórðarson, 19.12.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.