Það á ekki að taka sjómanna afsláttinn af sjómönnum.

Með þetta rugl gengi öfundast menn út í sjómannafsláttinn þar sem laun sjómanna eru góð í augnablikinu.

Ef gengið okkar réttir úr kútnum þá  minnka tekjur sjómanna.

Ég er á móti því að hreifa við sjómannaafslættinum.  Sjómannsstarfið er oft erfitt og tekur á einstaklinginn sem stundar stundar.

Ef gengið einhvern tíman réttir úr kútnum og sjómannaafslátturinn er ekki lengur til staðar þá nennir enginn að stunda sjómennsku.  

Sjálfur hætti ég á sjó á sínum tíma þegar íslenska krónan var sterk og laun sjómanna léleg miðað við vinnuframlag.

Er það kannski málið að við eigum eftir um ókomna framtíð að þurfa að burðast með þessa ónýtu fall krónu?   Ef svo er þá skil ég málið um það að taka sjómannaafsláttinn af.  

En þvílík kollsteypa mun verða á okkar skeri ef sú verður raunin á næstu árum.

 

 


mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband