Mánudagur, 7. september 2009
Við verðum að aflétta spillingunni úr stjórnsýslunni?
Ísland er mjög spillt land þar sem kunningja og vinarsamfélagið hefur blómstrað undanfarin mörg ár.
Nokkrar fjölskyldur hafa stjórnað landinu og börn þeirra hafa síðan erft kjötkatlanna og jafnvel horft niður á hinn venjulega launaþræl.
Við hinn venjulegi almúgi höfum alltaf þurft að berjast fyrir okkar tilverurétti. Við höfum látið þessar fjölskyldur sem alltaf hafa fengið sínar skuldir afskrifaðar vegna tengsla við valdhafanna hverju sinni traðka á okkur með skítugum skónum.
Sérstakasta dæmið er þegar Magnús kvótakóngur vildi fá 50 miljarða afskrifaðar eða að Björgúlfur Thór vildi semja við Kaupþingbanka og borga aðeins helming af því sem hann átti að greiða fyrir Landsbankann þótt allir hafi haldið að hann hefði borgað bankann upp fyrir löngu.
Íslansk stjórnsýsla hefur verið og er svo spillt að manni verður ómótt.
Nú er fjórða valdið komið til sögunar og við fólkið sem tjáum okkur undir nafni, segjum stopp? Hingað og ekki lengra.
Þrotabú í eigu ríkisins eru skömmtuð til fárra útvalinna manna án auglýsinga og sama fólkið lifir gósin lífi þótt traðkað sé stanslaust á launaþrælum ríkisins.
Nú þegar ríkið á allt þá þarf að auglýsa allar eignir til sölu og gefa nýju fólki tækifæri á að gera betur heldur en þeir sem settu allt í þrot.(eins og gerðistmeð skóverslanir (Steinars Waage)
Nýja Ísland verður að rísa upp án spillingar. Jóhanna hin góða kona sem enginn vill ásaka fyrir spillingu þarf að rísa upp og tala við okkur þjóð sína hún má ekki einangra sig svona þótt ég telji að málefnin sem hún þarf að glíma við séu henni erfið.
Ég mun um stundarsakir berjast með þeim sem vilja berjast fyrir réttlæti. Ef spillingin vinnur á réttlætinu mun ég ásamt mörg þúsunda íslendinga yfirgefa klakann og fá mér eitthvað að gera í öðru landi. Það skal viðurkennast að ég hef undirbúið plan B lengi.
En ég skora á alla íslendinga að doka við og berjast fyrir tilverurétti sínum.
Berjumst gegn spillingunni? Berjumst fyrir sanngjörnu og heiðarlegu þjóðfélagi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.