Fínn Silfur Egils í dag.

 Þetta er góð og fróðleg lesning

Joseph hefur áhyggjur af því hversu mikinn þrýsting sjóðurinn setji á að Ísland dragi úr skuldum sem þýði aukið aukið atvinnuleysi?   Um þessar mundir er atvinnuleysið um 8% og líklegt að það fari yfir tveggja stafa tölu í vetur eftir því hvernig niðurskurðahnífnum verði beytt.  Þetta er mjög vandasamt verk sem ríkisstjórni Íslands á fyrir höndum.

Rangt sé að láta hinn almenna borgara greiða fyrir mistök annarra á sama tíma og laun fara lækkandi í landinu. Ekki sé rétt að veita þeim afskriftir á skuldum sem offjárfestu? Þetta er nákvæmlega það sem almenningur hefur verið að gagnrýna stjórnvöld um. Nú er vonandi að stjórnvöld fari að vakna. Fara að gera eitthvað í málum heimilanna og leiðrétta einhvern hluta af því sem almenningur hefur tapað vegna upphafs forsendubrests á lánakjörum sínum.

Að lokum.

Það er ekki furða þótt við almenningur vitum stundum ekki í hvorn fótinn á að stíga.  Hver hagfræðingurinn kemur fram á sjónarsviðið og þeir tala út og suður um efnahagsmálin.  Tveir hagfræðingar voru hjá Silfri Egils í dag. Jón Daníelsson og Joseph Stiglitz.  Jón vill afnema gjaldeyrishöftin strax en Stiglitz vill halda í gjaldeyrishöftin.


mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjöldamargar rannsóknir og skýrslur á eftir að gera um orsök íslensku bankakreppunnar. Ég hefði viljað sjá fara fram hlutlausa rannsókn á einstaklingunum sem stóðu að þessari gríðarlegu áhættusækni? Hvað eiga þessi einstaklinga sameiginlegt? Hvaðan komu þeir og hvaða menntun höfðu þessir aðilar?Er samengi á milli menntunar þessara einstaklinga og ákveðinna skóla? Voru einhverjir háskólar t.d sem hvöttu eða a.m.k. ekki vöruðu við óhóflegri lántöku? Var kennt röng aðferðafræði við skuldaþol fyrirtækja?Getur það verið að menntun hafi verið á villigötum hvað þetta varðar?

þorir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband