Rosalega vildi ég að ég gæti grátið?

Þegar ég var barn þá man ég eftir því að ég grét einhvern tíman?

Ekki kemur mér gráttklökkur í hug vegna útrásarvíkinga eða gjörspilltra stjórnmálamanna.

Þessi trailer fékk mig ekki til að hrærast í grátklökki það þarf meira til?

Grátandi þjóð í einhverri sjálfsvorkun nær engum árangri.

Við íslendingar verðum að koma stjórnvöldum í skilning um það að þjóðin nær langt fyrir utan sali þingsins.

Ef þingið vinnur ekki fyrir þjóðina þá mun verða upplausnarástand sem engin bönd festa á.

Í mínum huga verðum við að finna alla lausn á því hvernig við getum barist áfram sem þjóð án sundrungar.

Forsetaembættið átti hér áður fyrr að sameina þjóðina en gerir það ekki lengur.  Ég vil að hinn ágæti maður Ólafur Ragnar segi af sér þar sem hann hefur ekki traust þjóðarinnar á bak við sig lengur og þjóðin kjósi mann sem hefur yfirburðarstuðning þjóðarinnar sem sameiningartákn.

Ef á að byggja upp frá grunni þarf að byrja þá vinnu strax.

Ég vil að forsetinn Ólafur Ragnar segi af sér strax vegna ofurdekurs við útrásarvíkinganna.  Síðan verðum við að fara hænuskrefin og taka til í stjórnsýslunni.

Stjórnsýslan er algjörlega rúin trausti og verðum við að byrja vinnuna strax á morgun til að vekja von með íslensku þjóðinni.

NÚ ÞARF AÐ BYGGJA ÍSLAND UPP FRÁ GRUNNI

 

 


mbl.is Tárfelldi yfir stiklu úr Guð blessi Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Komdu sæll Árelíus. Þakka þér fyrir þessa stuttu grein. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á alla þessa spillingu og ráðaleysi bæði stjórnvalda og stjórnarandstöðu. Stundum finnst mér sitjandi ríksisstjórn sé í stjórnarandstöðu við sjálfan sig. Ég botna ekkert orðið í þessum málum, enda er ég engin mannvitsbrekka nema að síður væri eins og margir hinna góðu penna sem láta oft ljós sitt skína hérna á blogginu. Eitt er mér þó algerlega hulið, hversvegna í ósköpunum þessi vesalings ríkisstjórn lækkar ekki vexti og verðtryggingarfjandann, jafnvel þó manni sé sagt að FME vilji það ekki. Er þá betra að halda áfram að sjá hverja fjölskylduna á fætur annari fara á vonarvöl? Það þarf enga mannvitsbrekku svo sem að skilja það. Með beztu kveðju.

Bumba, 6.9.2009 kl. 08:30

2 Smámynd: Ragnar G

Blessaður Alli minn. Þetta er tilfinningarík grein hjá þér. Ég skil þig vel að þú gætir grátið yfir þeim mönnum sem telja sig hafa stjórnað Íslandi eða telja sig vera að stjórna Islandi. Þessir menn eru flestir gjörspilltir einstaklingar sem eru með allt aðra hagsmuni í huga en hagsmuni þjóðarinnar.

Það þarf að taka til í ríkisbúskapnum. Við erum búnin að horfa á stjórnmálaelítuna búa til hin ýmsu ónauðsynleg störf hjá ríkinu til að koma flokksgæðingum sínum þar á spena þjóðarinnar. Þetta er fólk sem hefur hreiðrað um sig í stjórnarráðunum og öðrum stofnunum ríkisins og engin veit hvað það gerir. Þetta er afleiðing að kunningjasamfélagi og menn hafa fengið laun fyrir flokkshollustu. Við höfum ekki efni á að borga þessu fólki laun fyrir að gera ekki neitt lengur. Það er eina sem ég hef áhyggjur af hver hjálpar þessu fólki ef það missir hald á spena ríkisjötunar. Þetta er fólk er ekki í standi til að bjarga sér sjálft.

Ragnar G, 6.9.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband