Mánudagur, 30. mars 2009
Krafan er ný forusta allra stjórnmálaflokka.
Sjálfstæðismenn luku landsþingi sínu í gær og var hinn ungi Bjarni Benediktsson kosinn formaður flokksins.
Flokkurinn boðar nýja tíma og treysti ég Bjarna vel í þeim erfiðu verkefnum sem eru framundann enda góður strákur sem kann að tala manna mál.
Samfylkingin hafði vit á því að telja Jóhönnu á að bjóða sig fram sem formann. Jóhanna er langvinsælasti stjórnmálamaður Íslands og ber hún höfuð og herðar yfir annað ágætis fólk í samfylkingunni. Vegna þess að hún ákvað að halda áfram þá er víst að Samfylkingunni mun vegna vel í næstu kosningum.
VG mun hrynja í fylgi þegar nær dregur kosningum enda venjulegir launþegar orðnir yfir sig þreyttir á orðagjálfri formanns flokksins. Flokkurinn mun leggja svo miklar byrðar á hið venjulega launafólk sem þó heldur vinnu sinni í dag að hættan verði sú að atvinnuhjól Íslands munu algjörlega stöðvast á næsta ári. Ég vara sérstaklega við Vinstri Grænum.
Framsóknarflokkurinn hefur frambærilegan ungan formann sem mun fleyta flokknum upp á við frá síðustu kosningum. Flokkurinn verður að tala meira um fortíðina til að fá brautargengi og biðjast afsökunar á fortíðinni eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert annað verður ekki liðið frá almenningi.
Guðjón Arnar er búinn að eyðileggja Frjálslynda flokkinn enda virðist hann vera egó sem fattar ekki sinn vitundar tíma. Auðvitað átti hann að víkja og fá nýtt front í framfarasveitina.
Að öðru.
Nú eru 27 dagar til kosninga og almenningur hefur enn ekki fengið neinar tillögur um hvernig eigi að bjarga heimilum landsins. Með sama úrræðaleysi stjórnmála flokkanna þá fer Ísland lóðrétt á hausinn og allir íslendingar með, þar sem það er engin framtíðarsýn í sjónmáli nema hækkun lána og lærri launa.
Nú er hálft ár liðið enn geta margir sem betur fer staðið við sínar skuldbindingar en róðurinn verður erfiður sérstaklega þegar flokkur eins og VG boðar eintómar skattahækkanir.
Er kannski kominn tími til að viðurkenna og játa að meirihluti þjóðarinnar sé kominn í greiðslu þrot.
Raunhæf framtíðar sýn óskast?
Nýrri kynslóð treyst til verks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:27 | Facebook
Athugasemdir
Það er enn sama klíkan sem stjórnar Sjálfstæðisflokknum og reyndar rétt þegar Bjarni sagði að það hefðu orðið kynslóðaskipti, já Björn Bjarna fór úr klíkunni og Bjarni settist í stólinn hans. Þannig verður viðhaldið kliku kolkrabbans og engeyjarættinni borgið. Þetta lið hefur vaðið í sælgætiskrukku lansmanna allt of lengi og hreint út sagt óþolandi að fólk skuli ekki sjá þetta.
Valsól (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.