Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Skelfilegt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Í mínum huga er algjör stjórnarkreppa.
Vissulega var síðasta stjórn vanmáttug.
Samt hef ég litla trú á hugmyndafræði vinstri-sinna sem er að auka skatta og álögur á millitekjufólk.
Gott væri að fá strax framtíðarsýn næstu 100 dagana þannig að við millitekjumenn getum tekið ákvarðanir um hvort eitthvað vit sé í að standa við skuldbindingar okkar.
Ég hef litla trú á að eitthvað lagist með vinstri græna í stjórn og vinstri öflin í Samfylkingunni.
Eina von mín er sú að ég hef miklar mætur á Jóhönnu Sigurðardóttur og vona ég að henni takist að líma allt þetta saman til hagsbótar fyrir þjóðina.
VG leggur línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvernig heldurðu að það sé hægt annað en hækka öll útgjöld og skatta þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að eyðileggja efnhagsmálin í heil 18 ár?
Viltu e.t.v. að þeir haldi áfram?
Þór Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 01:45
Það er óhjákvæmilegt að hækka skatta.
En ég vil sjá UTANÞINGSSTJÓRN
Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 01:48
Utanþingsstjórn í forsæti Sjálfstæðisflokksins? Hvaða bull er þetta Hómdís? Þetta er skásti pólitíski kosturinn. Best hefði auðvitað verið ef hér myndaðist stjórnarkreppa og við fengjum utanþingsstjórn. En þetta er ásættanlegt svona - þjóðstjórn undir oki Sjálfstæðisflokks hefði bara verið til að halda öllu í sama farinu og Sjálfstæðisflokkurinn tekur - eingöngu - þátt í þjóðstjórn undir sinni forustu - slíkur er hrokinn í þeim.
Þór Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 01:56
Það varð sannalega eitthvað að gera þar sem síðasta stjórn var mjög vanmáttug.
Það eru vissulega afar slæmir kostir í stöðunni og lítið um góða kosti þar sem allt flokkakerfið er rotið af spillingu.
Best hefði verið að velja utanþingsstjórn með 6 til 8 mönnum sem þjóðin treystir til góðra verka.
Það verður aldrei sátt í okkar landi fyrr en að stjórnsýslan opnist þannig að spillinginn innan flokkakerfisins fái ekki að þrífast.
Að mínu viti á að leggja mikla vinnu í að búa til nýja stjórnarskrá á næstu misserum og allt upp á borð og kvótann heim aftur.
Árelíus Örn Þórðarson, 27.1.2009 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.