Þriðjudagur, 7. október 2008
Grjónagrautur og slátur næstu árin
Þessi lög voru nauðsyn.
Í nánustu framtíð verðum við að passa okkur á að hleypa aldrei fjárglæframönnum með völd og hroka inn í hagkerfið okkar.
Nú er búið að setja björgunarbátinn út? En það vantar 2000 miljarða til að styrkja gjaldeyrisforða okkar.
Eftir síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar tel ég meiri líkur á að þjóðir heims hafi mun meiri áhuga á að hjálpa okkur þegar ríkisstjórn Íslands hefur bundið hendur fjárglæfgramannanna.
Það er gott að eiga ráðherra eins og Jóhönnu Sigurðardóttur að sem sýndi tilfinningar sínar með þúsundum landsmanna sem eiga um sárt að binda þessa dagana. Það er ómetanlegt fyrir okkur landsmenn að eiga svona ráðherra sem ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur að aðstoða þá sem munu eiga um sárt að binda.
Nú verðum við að horfa fram?
Nýfrjálshyggjan undir forustu Hannes Hómsteins, Pétur Blöndals og Davíðs Oddsonar sjálfstæðismanna er dauð og má aldrei verða að veruleika aftur í sömu mynd þótt ég sé hlyntur frelsi í viðskiptum innan siðferðislegs ramma.
Þegar um hægist þá verður að kryfja það upp hvers vegna aldrei var hlustað á fólk sem varaði við þessum ósköpum.
Ný lög um fjármálamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:18 | Facebook
Athugasemdir
Grjónagrautur! hvaða bruðl er þetta! Ekkert hefur hækkað í heiminum eins mikið og hrísgrjón. Það er miklu skynsamlegra fyrir okkur fátæka Íslendinga að borða hafragraut.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.10.2008 kl. 00:51
Já eða hafragraut. Sammála
Árelíus Örn Þórðarson, 7.10.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.