Mánudagur, 6. október 2008
Geir stóð sig vel í dag. Betra að fá landsmenn með sér í lið.
Ég hef gagnrýnt mjög aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar allt þetta ár og ótrúlegt til þess að vita að ríkisstjórnin vissi ekki neitt um stöðu fjármálafyrirtækjanna.
Miðað við allt sem á undan er gengið þá stóð Geir sig vel og verðum við öll að leggjast á eitt og koma okkur úr þessum vanda.
Í nánustu framtíð verða ríkisstjórnir Íslands að passa upp á það að fjárglæpamenn komi landinu aldrei í sömu stöðu aftur. Þótt vandinn sé víða í heiminum þá er hann hvergi eins og hér á fróni.
Vona að hænufetið verði hér eftir uppá við hjá íslensku þjóðinni.
Verndum hagsmuni almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.