Verður maður neyddur að lokum að styðja vinstri flokka vegna aðgerðaleysis Geirs Haarde

Þegar maður rýnir í síðustu tvo áratuginna sem eldheitur hægri sinnaður framfara maður þá verður maður hugsi?

Síðustu 17 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd og talið okkur sauðsvarta almúganum trú um að gæfa þjóðarinnar væri að sumir forréttindahópar ættu að njóta auðæfi þjóðarinnar gefins.  Það myndi verða best fyrir alla þar sem það yrði í þágu þjóðarinnar.

Nú þarf sauðvarti almúginn að borga 20% vexti af húsnæðisstjórnarlánunum sínum á meðan að sjálftökumennirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn skóp með gjafabréfinu sínu þurfa ekki að hafa áhyggjur til lífstíðar.

Til hamingju Davíð Oddson, Geir Haarde, Ingibjörg sem tekur starf sitt alvarlega á kostnað loforða við þjóð sína.

Þetta er að fara hratt niður á við og maður finnur fyrir hækkunum á hverjum degi. Við erum komnir í sama farið aftur og ríkisstjórn sem vill ekki þjóðarsátt getur ekki ætlast að þeir sem eiga eftir að semja semji lengur í kjarasamningum en til sex mánaða í senn.

Þessi ríkisstjórn verður örugglega mynnst sem ein sú vanmáttasta ríkisstjórn frá tíma lýðveldisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband