Mánudagur, 12. maí 2008
Ingibjörg stoppar frjálst fall Samfylkingarinnar í bili ?
Ég vil byrja á því að óska öllum Manchester United aðdáðendum til hamingju með meistaratitilinn.
Það ber einnig að óska Ingibjörgu Sólrúnu yfirmanns Samfylkingarinnar til hamingju með yfirlýsinguna um eftirlaunafrumvarpið.
Nú verður yfirmaður Samfylkingarinnar að standa við þessi orðavopn sín og sýna okkur sauðsvarta almúganum að eitthvað sé að marka þessi orðavopn eða orða gjálfur?
Í nútíma þjóðfélagi eru orð eitt og framkvæmd annað. Ég tek undir orð Jóns Magnússonar að ganga á alla leið í þessu máli og láta þá sem þegar hafa leikið tveimur skjöldum í vinnu og þegið lífeyri sanna siðferðislega sín mál. Látum þá fara dómstólaleiðina þannig að við fáum að kynnast þeim sem ekki eru sáttir við að ólög séu tekin til baka.
Sjáum síðan til hvernig ríkisstjórnin tekur á mannréttindabrota málunum gagnvart sjómönnum í sambandi við kvótakerfið.
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Nú kemur í ljós að þetta mál hafi ekki verið rætt í ríkisstjórninni, ekki í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, ekki í þingflokki Samfylkingarinnar, þetta er bara Solla að gaspra.....
Vitiði til þetta fer ekki í gegn í vor, ef einhverntíman......
gfs (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.