Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Bensínlítirinn stefnir yfir 200 krónur? Er kreppa framundan?
Mætur og orðvar maður sagði mér um daginn að það kæmi sér ekki á óvart að bensínlítirinn færi yfir tvöhundruð krónur í haust miðað við það hvernig hann sér stöðuna.
Það er alveg á hreinu að lána sukk góðærið er liðið. Við erum farin að sjá skammtíma samninga sem er ávísun á stórfelda hækkun launa og verðlags sem er samnefnari á óða verðbólgu sem ókleyft er að ganga út úr nema einhvers konar þjóðarsátt náist sem fyrst.
Þetta er mikið sjokk fyrir þjóðina og þá sérstaklega unga fólkið sem aldrei hefur upplifað kreppu en það er mitt mat að hún er á blússandi siglingu inn í okkar þjóðlíf.
Sjálfur hef ég undirbúið mig vel fyrir kreppuna og tekið lítinn þátt í lánafylliríinu þannig að ég ætti að þola vel í tvö til þrju mögur þokkaleg ár.
Í kreppu þá hægist mjög á hjólum atvinnulífsins og keðjuverkun fer á stað? mörg fyrirtæki fara á hausinn þar sem fólk hættir viðskiptum vegna minna fjármagns. T.d versla ég allar mínar matvörur í dag hjá Krónunni eða Bónus en mun lágmarka viðskipti mín við dýrari matvöruverslanir. Einnig tel ég líklegt að ég muni segja upp áskriftum á Morgunblaðinu og hjá ljósvakafjölmiðlum stöðvar 2. En ég er neyddur til að vera áskrifandi af RUV nema ég hendi sjónvörpunum eins fáránlegt og það er. En í mínum huga er það nauðungaráskrift sem er fáránleg að mínu mati og viss nauðgun upp á þjóðina.
Nú ætti ríkisstjórnin sem hefur verið afskaplega aðgerðalítil það sem af er að koma til móts við unga fólkið og kenna þeim að lifa af kreppu eða blása lífi og von um að þetta sé aðeins skammvin kreppa og enginn þurfi að hafa áhyggjur.
Í dag sé ég ekkert sem ríkisstjórnin gerir til að blása lífi í þjóðina en vona það besta.
Skeljungur hækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:30 | Facebook
Athugasemdir
Kreppan er byrjuð
Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 03:31
Í dag er verðbólga á uppleið og mikil þennsla.
Þegar kreppan kemur þá stöðvast hjól atvinnulífsins og margt fólk verður atvinnulaust.
Allt þetta byggist á jafnvægi og stjórnun hvernig stjórnvöld spila úr málum.
Kreppan er að nálgast?
Kveðja. Í þróttafíkill sem vonar að Man United vinni leikinn í dag.
Árelíus Örn Þórðarson, 29.4.2008 kl. 04:12
Einu sinni stóð ég með Man United.....er löngu hætt að fylgjast með.
Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 05:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.