Æfingarnar ganga framar vonum fyrir Hamborg maraþonið.

Nú er að nálgast hámark æfingarálagsins fyrir Hamborg maraþonins.  Ragnar bróðir stendur sig frábærlega í lýsisbrennslunni og er farinn að geta notið þess að hafa æft hlaup í mörg ár án þess að  geta létt sig að einhverju ráði fyrr en nú þar sem hann er um þessar mundir að nálgast kjörþyngd sína.

Næstu vikur verða erfiðar og verður lögð áheyrsla á að komast í gegnum löng hlaup, 25-35 km einu sinni í viku ásamt tempó,sprettum og styrktaræfingum.

Reynslubanki hlauparans er mikil.  Ragnar bróðir hefur hlaupið í mörg ár, ég aftur á móti minna og þarf ég að æfa vel til að ég geti nartað í hæla bróður míns og við komið saman í mark.

Ég get,ég vil, ég skal.  Það skulu verða mín síðustu orð að sinni en anskoti hef ég gaman af þessu.

Við bræður munum njóta þess að vera saman úti í Hamborg og munum gera okkar besta og njóta þess að vera til vegna þess að lífið er yndislegt og nauðsynlegt að hafa gaman af því.

Síðan skora ég á alla íslendinga að fara að hreifa sig, byrja hægt með stig vaxandi tempói.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband